Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júní 2025 14:01 Fimm íslenskar flugfreyjur klæddar einkennisbúningum Pan Am frá mismunandi tímabilum. Pan Am Íslensk áhöfn tekur þátt í tólf daga lúxusferð undir merkjum flugfélagsins forna Pan Am, klædd í einkennisbúninga félagsins. Forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Loftleiða segir fortíðarþrá fylgja nafni Pan Am. Níu manna íslensk áhöfn eru um borð flugvélar sem flýgur á fimm áfangastaði á tólf dögum undir merkju flugfélagsins Pan American World Airways, betur þekkt sem Pan Am. Flugfélagið var starfandi á árunum 1927 til 1991 þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Að sögn Jóhanns Gísla Jóhannssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Loftleiða, var Pan Am helsta flugfélag Bandaríkjanna sem sá um millilandaflug milli heimsálfa í um sextíu ár. Um er að ræða lúxusþotu, nú merkta flugfélaginu forna.Pan Am „Það er mikill sjarmi og nostalgía sem fylgir nafninu og ímyndinni af Pan Am sem er verið að reyna endurvekja,“ segir Jóhann Gísli. Einkennandi einkennisbúningar Íslenska áhöfnin samanstendur af tveimur flugmönnum, fimm flugfreyjum, tveimur kokkum og flugvirkja. Flugmennirnir og flugfreyjurnar klæðast sérstökum Pan Am einkennisbúningum. „Pan Am var leiðandi í flottum einkennisfötum fyrir áhafnirnar,“ segir Jóhann og tekur sérstaklega fram hvíta hatta flugmannanna. Hér má sjá áhöfnina í búningunum, og flugmennina með hvíta hatta.Pan Am „Það voru fyrst flugbátar sem var flogið til Evrópu. Þeir lentu í sjónum við hafnir en ekki á flugvöllum. Þetta var á þeim tíma sem flugvellir voru ekki komnir alls staðar. Þess vegna eru flugmennirnir með hvítan hatt sem er meira einkennandi fyrir skipstjóra og áhafnarmeðlimi á skipum.“ Flugfreyjurnar klæðast mismunandi einkennisbúningum frá mismunandi tímabilum í sögu flugfélagsins. Sjö og hálf milljón fyrir tólf daga ferð Tólf daga ferðalagið kostar sextíu þúsund dollara eða um sjö og hálfa milljón íslenskra króna en farþegarnir gista á fimm stjörnu hótelum og er um sérstaka lúxusþotu að ræða. „Þetta er flugáhugafólk sem er í ferðinni og fólk sem tengist Pan Am á einn og annan hátt. Þetta hefur vakið mikla athygli,“ segir Jóhann. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Sýnar, fékk að kíkja í umræddar lúxusþotur: Ferðin sjálf er ekki á vegum Loftleiða heldur bandarískrar ferðaskrifstofu. „Bandarísk ferðaskrifstofa sem fékk réttinn til að nota Pan Am nafnið til að endurgera ferð um Evrópu í anda Pan Am. Þetta er í samstarfi við Pan Am Foundation og Pan Am safnið í New York. Þeir vildu endurgera Evrópuferð og eru að fara á þá staði sem þau flugu mest á fyrst,“ segir Jóhann Gísli. Áfangastaðirnir fimm eru Bermuda, Lissabon í Portúgal, Marseille í Frakklandi, London í Bretlandi og Shannon á Írlandi. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Níu manna íslensk áhöfn eru um borð flugvélar sem flýgur á fimm áfangastaði á tólf dögum undir merkju flugfélagsins Pan American World Airways, betur þekkt sem Pan Am. Flugfélagið var starfandi á árunum 1927 til 1991 þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Að sögn Jóhanns Gísla Jóhannssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Loftleiða, var Pan Am helsta flugfélag Bandaríkjanna sem sá um millilandaflug milli heimsálfa í um sextíu ár. Um er að ræða lúxusþotu, nú merkta flugfélaginu forna.Pan Am „Það er mikill sjarmi og nostalgía sem fylgir nafninu og ímyndinni af Pan Am sem er verið að reyna endurvekja,“ segir Jóhann Gísli. Einkennandi einkennisbúningar Íslenska áhöfnin samanstendur af tveimur flugmönnum, fimm flugfreyjum, tveimur kokkum og flugvirkja. Flugmennirnir og flugfreyjurnar klæðast sérstökum Pan Am einkennisbúningum. „Pan Am var leiðandi í flottum einkennisfötum fyrir áhafnirnar,“ segir Jóhann og tekur sérstaklega fram hvíta hatta flugmannanna. Hér má sjá áhöfnina í búningunum, og flugmennina með hvíta hatta.Pan Am „Það voru fyrst flugbátar sem var flogið til Evrópu. Þeir lentu í sjónum við hafnir en ekki á flugvöllum. Þetta var á þeim tíma sem flugvellir voru ekki komnir alls staðar. Þess vegna eru flugmennirnir með hvítan hatt sem er meira einkennandi fyrir skipstjóra og áhafnarmeðlimi á skipum.“ Flugfreyjurnar klæðast mismunandi einkennisbúningum frá mismunandi tímabilum í sögu flugfélagsins. Sjö og hálf milljón fyrir tólf daga ferð Tólf daga ferðalagið kostar sextíu þúsund dollara eða um sjö og hálfa milljón íslenskra króna en farþegarnir gista á fimm stjörnu hótelum og er um sérstaka lúxusþotu að ræða. „Þetta er flugáhugafólk sem er í ferðinni og fólk sem tengist Pan Am á einn og annan hátt. Þetta hefur vakið mikla athygli,“ segir Jóhann. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Sýnar, fékk að kíkja í umræddar lúxusþotur: Ferðin sjálf er ekki á vegum Loftleiða heldur bandarískrar ferðaskrifstofu. „Bandarísk ferðaskrifstofa sem fékk réttinn til að nota Pan Am nafnið til að endurgera ferð um Evrópu í anda Pan Am. Þetta er í samstarfi við Pan Am Foundation og Pan Am safnið í New York. Þeir vildu endurgera Evrópuferð og eru að fara á þá staði sem þau flugu mest á fyrst,“ segir Jóhann Gísli. Áfangastaðirnir fimm eru Bermuda, Lissabon í Portúgal, Marseille í Frakklandi, London í Bretlandi og Shannon á Írlandi.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira