Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júní 2025 14:01 Fimm íslenskar flugfreyjur klæddar einkennisbúningum Pan Am frá mismunandi tímabilum. Pan Am Íslensk áhöfn tekur þátt í tólf daga lúxusferð undir merkjum flugfélagsins forna Pan Am, klædd í einkennisbúninga félagsins. Forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Loftleiða segir fortíðarþrá fylgja nafni Pan Am. Níu manna íslensk áhöfn eru um borð flugvélar sem flýgur á fimm áfangastaði á tólf dögum undir merkju flugfélagsins Pan American World Airways, betur þekkt sem Pan Am. Flugfélagið var starfandi á árunum 1927 til 1991 þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Að sögn Jóhanns Gísla Jóhannssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Loftleiða, var Pan Am helsta flugfélag Bandaríkjanna sem sá um millilandaflug milli heimsálfa í um sextíu ár. Um er að ræða lúxusþotu, nú merkta flugfélaginu forna.Pan Am „Það er mikill sjarmi og nostalgía sem fylgir nafninu og ímyndinni af Pan Am sem er verið að reyna endurvekja,“ segir Jóhann Gísli. Einkennandi einkennisbúningar Íslenska áhöfnin samanstendur af tveimur flugmönnum, fimm flugfreyjum, tveimur kokkum og flugvirkja. Flugmennirnir og flugfreyjurnar klæðast sérstökum Pan Am einkennisbúningum. „Pan Am var leiðandi í flottum einkennisfötum fyrir áhafnirnar,“ segir Jóhann og tekur sérstaklega fram hvíta hatta flugmannanna. Hér má sjá áhöfnina í búningunum, og flugmennina með hvíta hatta.Pan Am „Það voru fyrst flugbátar sem var flogið til Evrópu. Þeir lentu í sjónum við hafnir en ekki á flugvöllum. Þetta var á þeim tíma sem flugvellir voru ekki komnir alls staðar. Þess vegna eru flugmennirnir með hvítan hatt sem er meira einkennandi fyrir skipstjóra og áhafnarmeðlimi á skipum.“ Flugfreyjurnar klæðast mismunandi einkennisbúningum frá mismunandi tímabilum í sögu flugfélagsins. Sjö og hálf milljón fyrir tólf daga ferð Tólf daga ferðalagið kostar sextíu þúsund dollara eða um sjö og hálfa milljón íslenskra króna en farþegarnir gista á fimm stjörnu hótelum og er um sérstaka lúxusþotu að ræða. „Þetta er flugáhugafólk sem er í ferðinni og fólk sem tengist Pan Am á einn og annan hátt. Þetta hefur vakið mikla athygli,“ segir Jóhann. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Sýnar, fékk að kíkja í umræddar lúxusþotur: Ferðin sjálf er ekki á vegum Loftleiða heldur bandarískrar ferðaskrifstofu. „Bandarísk ferðaskrifstofa sem fékk réttinn til að nota Pan Am nafnið til að endurgera ferð um Evrópu í anda Pan Am. Þetta er í samstarfi við Pan Am Foundation og Pan Am safnið í New York. Þeir vildu endurgera Evrópuferð og eru að fara á þá staði sem þau flugu mest á fyrst,“ segir Jóhann Gísli. Áfangastaðirnir fimm eru Bermuda, Lissabon í Portúgal, Marseille í Frakklandi, London í Bretlandi og Shannon á Írlandi. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Níu manna íslensk áhöfn eru um borð flugvélar sem flýgur á fimm áfangastaði á tólf dögum undir merkju flugfélagsins Pan American World Airways, betur þekkt sem Pan Am. Flugfélagið var starfandi á árunum 1927 til 1991 þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Að sögn Jóhanns Gísla Jóhannssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Loftleiða, var Pan Am helsta flugfélag Bandaríkjanna sem sá um millilandaflug milli heimsálfa í um sextíu ár. Um er að ræða lúxusþotu, nú merkta flugfélaginu forna.Pan Am „Það er mikill sjarmi og nostalgía sem fylgir nafninu og ímyndinni af Pan Am sem er verið að reyna endurvekja,“ segir Jóhann Gísli. Einkennandi einkennisbúningar Íslenska áhöfnin samanstendur af tveimur flugmönnum, fimm flugfreyjum, tveimur kokkum og flugvirkja. Flugmennirnir og flugfreyjurnar klæðast sérstökum Pan Am einkennisbúningum. „Pan Am var leiðandi í flottum einkennisfötum fyrir áhafnirnar,“ segir Jóhann og tekur sérstaklega fram hvíta hatta flugmannanna. Hér má sjá áhöfnina í búningunum, og flugmennina með hvíta hatta.Pan Am „Það voru fyrst flugbátar sem var flogið til Evrópu. Þeir lentu í sjónum við hafnir en ekki á flugvöllum. Þetta var á þeim tíma sem flugvellir voru ekki komnir alls staðar. Þess vegna eru flugmennirnir með hvítan hatt sem er meira einkennandi fyrir skipstjóra og áhafnarmeðlimi á skipum.“ Flugfreyjurnar klæðast mismunandi einkennisbúningum frá mismunandi tímabilum í sögu flugfélagsins. Sjö og hálf milljón fyrir tólf daga ferð Tólf daga ferðalagið kostar sextíu þúsund dollara eða um sjö og hálfa milljón íslenskra króna en farþegarnir gista á fimm stjörnu hótelum og er um sérstaka lúxusþotu að ræða. „Þetta er flugáhugafólk sem er í ferðinni og fólk sem tengist Pan Am á einn og annan hátt. Þetta hefur vakið mikla athygli,“ segir Jóhann. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Sýnar, fékk að kíkja í umræddar lúxusþotur: Ferðin sjálf er ekki á vegum Loftleiða heldur bandarískrar ferðaskrifstofu. „Bandarísk ferðaskrifstofa sem fékk réttinn til að nota Pan Am nafnið til að endurgera ferð um Evrópu í anda Pan Am. Þetta er í samstarfi við Pan Am Foundation og Pan Am safnið í New York. Þeir vildu endurgera Evrópuferð og eru að fara á þá staði sem þau flugu mest á fyrst,“ segir Jóhann Gísli. Áfangastaðirnir fimm eru Bermuda, Lissabon í Portúgal, Marseille í Frakklandi, London í Bretlandi og Shannon á Írlandi.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira