Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2025 10:00 Frá útskrift við Harvard. EPA/CJ GUNTHER Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær (miðvikudag) segir að þeir sem sækja um vegabréfsáritun í Bandaríkjunum verði beðnir um að veita aðgang að samfélagsmiðlum sínum og að það sé skilyrði fyrir veitingu áritunar og dvalarleyfis. Samkvæmt frétt New York Times mun þetta eiga við allar umsóknir námsmanna og fræðimanna um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi í framtíðinni en lokað hefur verið á þessar umsóknir í tæpan mánuð. Til stendur að opna á þær aftur á næstunni og hefur starfsmönnum sendiráða og ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna í heiminum verið skipað að skima eftir „fjandskap í garð Bandaríkjamanna, bandarískrar menningar, stjórnvalda, stofnanna og grunngilda“. Utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um hvernig fjandskapur er skilgreindur. Í áðurnefndri tilkynningu segir þó að hver veiting vegabréfsáritunar snúi að þjóðaröryggi Bandaríkjanna og þörf sé á árvekni í þessum efnum. Tryggja þurfi að fólk sem sæki um vegabréfsáritun ætli sér ekki að skaða Bandaríkjamenn eða hagsmuni þeirra. Í hart gegn menntastofnunum Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur farið í hart gegn mörgum menntastofnunum í Bandaríkjunum en deilur ríkisstjórnarinnar við Harvard eru líklega þær sem hafa vakið mesta athygli á heimsvísu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Harvard hefur verið meinað að taka við nemendum erlendis og hefur ríkisstjórnin fryst opinberar fjárveitingar til skólans. Dómari kom þó í veg fyrir að Harvard mætti ekki taka við erlendum nemendum fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Erlendur nemendur háskóla Bandaríkjanna hafa lengi borgað stærri hluta skólagjalda og hafa þannig verið mikilvæg tekjulind fyrir skólana. Þessi nýju viðmið utanríkisráðuneytisins þykja líkleg til að draga úr vilja námsmanna og fræðimanna til að sækjast eftir námi í Bandaríkjunum. Þá segir í grein NYT að samfélagsmiðlaskoðunin hafi strax verið harðlega gagnrýnd á þeim grundvelli að hún fari gegn málfrelsi í Bandaríkjunum. Skoðuninni og óljósum viðmiðum sé ætlað að ritskoða erlenda nemendur í Bandaríkjunum og láta þá gangast einhvers konar próf varðandi stjórnmálaskoðanir þeirra. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem birt var í gær (miðvikudag) segir að þeir sem sækja um vegabréfsáritun í Bandaríkjunum verði beðnir um að veita aðgang að samfélagsmiðlum sínum og að það sé skilyrði fyrir veitingu áritunar og dvalarleyfis. Samkvæmt frétt New York Times mun þetta eiga við allar umsóknir námsmanna og fræðimanna um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi í framtíðinni en lokað hefur verið á þessar umsóknir í tæpan mánuð. Til stendur að opna á þær aftur á næstunni og hefur starfsmönnum sendiráða og ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna í heiminum verið skipað að skima eftir „fjandskap í garð Bandaríkjamanna, bandarískrar menningar, stjórnvalda, stofnanna og grunngilda“. Utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað veita frekari upplýsingar um hvernig fjandskapur er skilgreindur. Í áðurnefndri tilkynningu segir þó að hver veiting vegabréfsáritunar snúi að þjóðaröryggi Bandaríkjanna og þörf sé á árvekni í þessum efnum. Tryggja þurfi að fólk sem sæki um vegabréfsáritun ætli sér ekki að skaða Bandaríkjamenn eða hagsmuni þeirra. Í hart gegn menntastofnunum Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur farið í hart gegn mörgum menntastofnunum í Bandaríkjunum en deilur ríkisstjórnarinnar við Harvard eru líklega þær sem hafa vakið mesta athygli á heimsvísu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Harvard hefur verið meinað að taka við nemendum erlendis og hefur ríkisstjórnin fryst opinberar fjárveitingar til skólans. Dómari kom þó í veg fyrir að Harvard mætti ekki taka við erlendum nemendum fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Erlendur nemendur háskóla Bandaríkjanna hafa lengi borgað stærri hluta skólagjalda og hafa þannig verið mikilvæg tekjulind fyrir skólana. Þessi nýju viðmið utanríkisráðuneytisins þykja líkleg til að draga úr vilja námsmanna og fræðimanna til að sækjast eftir námi í Bandaríkjunum. Þá segir í grein NYT að samfélagsmiðlaskoðunin hafi strax verið harðlega gagnrýnd á þeim grundvelli að hún fari gegn málfrelsi í Bandaríkjunum. Skoðuninni og óljósum viðmiðum sé ætlað að ritskoða erlenda nemendur í Bandaríkjunum og láta þá gangast einhvers konar próf varðandi stjórnmálaskoðanir þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira