Upplýsingar um mataræði barna og unglinga á landsvísu eru of gamlar – það er óásættanlegt Birna Þórisdóttir, Sigurbjörg Bjarnadóttir og Inga Þórsdóttir skrifa 19. júní 2025 10:31 Það er brýn þörf fyrir nýjar íslenskar landskannanir og rannsóknir á mataræði barna og unglinga. Fyrirliggjandi upplýsingar, tölur um neyslu matvæla og magn næringarefna, sem börn hér á landi fá með matnum, eru 13-22 ára gamlar. Framleiðsla matvæla og markaðssetning þeirra hafa þróast mikið síðan þær rannsóknir voru gerðar. Mögulega, ef ekki líklega, hefur því mataræði barna breyst. Við bara vitum ekkert um það. Fá börn um land allt þann mat og næringarefni sem styður við heilsu þeirra? Við þurfum að vita hvar skóinn kreppir til að geta gert það sem best er. Samkvæmt alþjóðastofnunum eru landskannanir og rannsóknir á mataræði grunnur þess að geta lagt réttar gagnreyndar áherslur í lýðheilsustarfi og tryggja jöfnuð. Landskannanir á mataræði á handahófskenndu úrtaki barna í nokkrum aldurshópum gegna þess vegna veigamiklu hlutverki í heilsueflingu, forvörnum, greiningu á ójöfnuði, næringarvanda og mati á þörf á aðgerðum. Niðurstöður rannsókna 1995 til 2012 á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands höfðu meðal annars áhrif á endurskoðun ráðlegginga um mataræði yngstu barnanna. Betra mataræði bætti járnbúskap ungra barna hérlendis, en járnskortur getur hægt á þroska. Endurskoðaðar bættar ráðleggingar til yngstu barnanna áttu einnig mögulega þátt í því að tíðni ofþyngdar og offitu barna stóð í stað í nokkur ár og stefndi jafnvel í minnkandi algengi. Þetta eru staðreyndir sem sáust í endurteknum rannsóknum sem fylgdu börnum eftir frá unga aldri upp að skólaaldri og báru saman hópa sem fæddust 1995 og 2005. Rannsóknir okkar á því hvað stendur yngstu neytendum til boða á matvælamarkaði hérlendis hafa sýnt síbreytilegt og gríðarlegt magn nýrra og mikið unninna matvæla sem beint er að foreldrum þeirra til að kaupa fyrir börnin. Notkun og áhrif þessara matvæla hérlendis eru óþekkt. Það er mjög brýnt að rannsaka sem fyrst mataræði unglinga á landsvísu. Síðasta landskönnun á mataræði unglinga hérlendis var gerð á árunum 2003–2004, og því skortir verulega nýleg gögn um næringarástand og fæðuvenjur þessa aldurshóps. Ef litið er til nágrannaþjóða okkar má sjá nýrri rannsóknir alls staðar. Nýleg rannsókn í Svíþjóð benti meðal annars til járnskorts meðal meira en þriðjungs unglingsstúlkna, en á þeim aldri getur járnskortur og blóðleysi leitt til þreytu og einbeitingarskorts. Algengi notkunar orkudrykkja er tiltölulega nýtt af nálinni. Miðað við fimm ára gamalt áhættumat Matvælastofnunar var neysla íslenskra ungmenna í 8.–10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín með því mesta sem þekktist í Evrópu og neyttu 30% unglinganna magns af koffíni sem getur haft neikvæð áhrif á svefn.Eins og aðrir þá nýta matvælafyrirtæki sér í auknum mæli samfélagsmiðla og áhrifavalda til að kynna vörur sínar. Í því samhengi eru börn og unglingar útsettur hópur. Neyslumynstur getur þannig breyst hratt með áhrifum frá netmiðlum og ekki síst vinsælum áhrifavöldum. Hér hafa verið tekin dæmi um mikilvægi landskannana og rannsókna á mataræði meðal ungra barna og unglinga. Án slíkra rannsókna á landsvísu er ekki hægt að fá raunhæfa mynd af mataræðinu né meta áhrif þess á heilsu og gefa leiðbeiningar og stuðning til að vinna að bættri heilsu og jöfnuði. Upplýsingar vantar nú um mataræði og næringarefni meðal barna og unglinga hérlendis.Þegar slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir, skapast hvorki þrýstingur né krafa um viðbrögð og fólk getur forðast viðfangsefnið alfarið. Afleiðingarnar af slíkri vanrækslu geta verið verulegar. Þegar ekkert er fylgst með og ekkert er gert, getur skaðleg neysla orðið viðvarandi og haft alvarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna og unglinga.Næringarástand barna á Íslandi er í dag óþekkt að stórum hluta þar sem nýjustu landskannanir eru yfir áratuga gamlar. Á sama tíma blasa vandamál við. Til að lýðheilsuaðgerðir hafi áhrif og beinist þangað sem þörfin er mest, þarf að byggja þær á áreiðanlegum gögnum. Reglulegar landskannanir á mataræði barna og unglinga gegna þar lykilhlutverki – og slíkar upplýsingar fást ekki með öðrum hætti. Til að tryggja að heilbrigðiskerfið, menntakerfið og samfélagið í heild sinni geti brugðist við raunverulegum áskorunum barna og unglinga, er nauðsynlegt að gera landskannanir og rannsóknir á mataræði þessa aldurshóps. Við höfum ekki efni á að bíða – því með áreiðanlegum gögnum getum við gripið inn í áður en vandamál festast í sessi og lagt traustan grunn að framtíð næstu kynslóða. Höfundar eru næringarfræðingar fyrir hönd áhugahóps um næringu barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það er brýn þörf fyrir nýjar íslenskar landskannanir og rannsóknir á mataræði barna og unglinga. Fyrirliggjandi upplýsingar, tölur um neyslu matvæla og magn næringarefna, sem börn hér á landi fá með matnum, eru 13-22 ára gamlar. Framleiðsla matvæla og markaðssetning þeirra hafa þróast mikið síðan þær rannsóknir voru gerðar. Mögulega, ef ekki líklega, hefur því mataræði barna breyst. Við bara vitum ekkert um það. Fá börn um land allt þann mat og næringarefni sem styður við heilsu þeirra? Við þurfum að vita hvar skóinn kreppir til að geta gert það sem best er. Samkvæmt alþjóðastofnunum eru landskannanir og rannsóknir á mataræði grunnur þess að geta lagt réttar gagnreyndar áherslur í lýðheilsustarfi og tryggja jöfnuð. Landskannanir á mataræði á handahófskenndu úrtaki barna í nokkrum aldurshópum gegna þess vegna veigamiklu hlutverki í heilsueflingu, forvörnum, greiningu á ójöfnuði, næringarvanda og mati á þörf á aðgerðum. Niðurstöður rannsókna 1995 til 2012 á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands höfðu meðal annars áhrif á endurskoðun ráðlegginga um mataræði yngstu barnanna. Betra mataræði bætti járnbúskap ungra barna hérlendis, en járnskortur getur hægt á þroska. Endurskoðaðar bættar ráðleggingar til yngstu barnanna áttu einnig mögulega þátt í því að tíðni ofþyngdar og offitu barna stóð í stað í nokkur ár og stefndi jafnvel í minnkandi algengi. Þetta eru staðreyndir sem sáust í endurteknum rannsóknum sem fylgdu börnum eftir frá unga aldri upp að skólaaldri og báru saman hópa sem fæddust 1995 og 2005. Rannsóknir okkar á því hvað stendur yngstu neytendum til boða á matvælamarkaði hérlendis hafa sýnt síbreytilegt og gríðarlegt magn nýrra og mikið unninna matvæla sem beint er að foreldrum þeirra til að kaupa fyrir börnin. Notkun og áhrif þessara matvæla hérlendis eru óþekkt. Það er mjög brýnt að rannsaka sem fyrst mataræði unglinga á landsvísu. Síðasta landskönnun á mataræði unglinga hérlendis var gerð á árunum 2003–2004, og því skortir verulega nýleg gögn um næringarástand og fæðuvenjur þessa aldurshóps. Ef litið er til nágrannaþjóða okkar má sjá nýrri rannsóknir alls staðar. Nýleg rannsókn í Svíþjóð benti meðal annars til járnskorts meðal meira en þriðjungs unglingsstúlkna, en á þeim aldri getur járnskortur og blóðleysi leitt til þreytu og einbeitingarskorts. Algengi notkunar orkudrykkja er tiltölulega nýtt af nálinni. Miðað við fimm ára gamalt áhættumat Matvælastofnunar var neysla íslenskra ungmenna í 8.–10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín með því mesta sem þekktist í Evrópu og neyttu 30% unglinganna magns af koffíni sem getur haft neikvæð áhrif á svefn.Eins og aðrir þá nýta matvælafyrirtæki sér í auknum mæli samfélagsmiðla og áhrifavalda til að kynna vörur sínar. Í því samhengi eru börn og unglingar útsettur hópur. Neyslumynstur getur þannig breyst hratt með áhrifum frá netmiðlum og ekki síst vinsælum áhrifavöldum. Hér hafa verið tekin dæmi um mikilvægi landskannana og rannsókna á mataræði meðal ungra barna og unglinga. Án slíkra rannsókna á landsvísu er ekki hægt að fá raunhæfa mynd af mataræðinu né meta áhrif þess á heilsu og gefa leiðbeiningar og stuðning til að vinna að bættri heilsu og jöfnuði. Upplýsingar vantar nú um mataræði og næringarefni meðal barna og unglinga hérlendis.Þegar slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir, skapast hvorki þrýstingur né krafa um viðbrögð og fólk getur forðast viðfangsefnið alfarið. Afleiðingarnar af slíkri vanrækslu geta verið verulegar. Þegar ekkert er fylgst með og ekkert er gert, getur skaðleg neysla orðið viðvarandi og haft alvarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna og unglinga.Næringarástand barna á Íslandi er í dag óþekkt að stórum hluta þar sem nýjustu landskannanir eru yfir áratuga gamlar. Á sama tíma blasa vandamál við. Til að lýðheilsuaðgerðir hafi áhrif og beinist þangað sem þörfin er mest, þarf að byggja þær á áreiðanlegum gögnum. Reglulegar landskannanir á mataræði barna og unglinga gegna þar lykilhlutverki – og slíkar upplýsingar fást ekki með öðrum hætti. Til að tryggja að heilbrigðiskerfið, menntakerfið og samfélagið í heild sinni geti brugðist við raunverulegum áskorunum barna og unglinga, er nauðsynlegt að gera landskannanir og rannsóknir á mataræði þessa aldurshóps. Við höfum ekki efni á að bíða – því með áreiðanlegum gögnum getum við gripið inn í áður en vandamál festast í sessi og lagt traustan grunn að framtíð næstu kynslóða. Höfundar eru næringarfræðingar fyrir hönd áhugahóps um næringu barna og unglinga.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun