Þingmenn hneykslast á mótmælum við hátíðarathöfnina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 20:47 Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mótmælin við Alþingishúsið 17. júní vanvirðingu. Vilhelm/Viktor Freyr Á meðan árleg hátíðarstund fór fram á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn stóð hópur fólks með stóra Palestínufána og skilti sem á stóð „samsek þvert á flokka“ meðal hóps fólks sem veifaði íslenska fánanum í tilefni dagsins. Þingmaður og varaþingmaður hneykslast á mótmælunum. Fjallað var um mótmælin í Kvöldfréttum á þriðjudag. Mótmælendur þögðu meðan á athöfninni stóð en létu vel í sér heyra meðan gestir yfirgáfu svæðið. Einstaklingar úr hópnum hrópuðu „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“. Einn mótmælandinn flutti ræðu þegar ráðamenn voru komnir inn í Alþingishús. Í samtali við fréttamann sagði Margrét Kristín Blöndal baráttukona fyrir frjálsri Palestínu að auðvitað nýti hún hvert tækifæri til að láta í sér heyra. Aðspurð sagði hún hópnum hafa verið vel tekið. Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir mótmælin að umfjöllunarefni í pontu á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins. „Hingað til höfum við sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar á þessum degi, hampa þess í stað því sem sameinar okkur, minna á gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna. Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu,“ sagði Rósa í ræðu sinni og hélt áfram: „Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt. Í gær urðum við vitni að því að þjóðhátíðardeginum okkar var sýnd mikil vanvirðing hér við Austurvöll og um leið þjóðfána okkar Íslendinga. Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?“ Það séu næg tækifæri á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri alla aðra daga. Hvorki sé staður né stund fyrir það á þjóðhátíðardaginn. „Þetta var dapurleg tilraun til að niðurlægja íslensku þjóðina og hrein vanvirðing við þjóðfánann. Komum í veg fyrir svona atburði á þjóðhátíðardaginn okkar í framtíðinni og berum öll virðingu fyrir þessum mikilvæga hátíðisdegi,“ segir Rósa. Á upptöku af ræðunni má heyra þingmenn úr sal kalla fram í: „Heyr heyr“. Auk íslenska fánans var fáni Palestínu áberandi á Austurvelli á hátíðahöldunum 17. júní.Vísir/Viktor Freyr Rúnar Sigurjónsson varaþingmaður Flokks fólksins tekur í svipaðan streng í færslu á Facebook. Hann segir mótmælendurna hafa vanhelgað þjóðhátíðardaginn og truflað hátíðleika hans, „með hrópum og köllum, öskrum og skrílslátum þar sem þjóðfána annars ríkis er flaggað á hátíðlegu torgi þar sem þjóðhátíðardegi okkar er fagnað.“ Hann fordæmi mótmælin, sem að hans sögn settu svartan blett á daginn. „Ég skora því á félagið Ísland-Palestína að sýna þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þá örlitlu virðingu að láta af þessu háttalagi á 17. júní. [...]. Þann dag er þetta í mínum huga ekki ásættanlegt og er hvað mig varðar ykkur og ykkar málstað eiginlega bara til háborinnar skammar.“ 17. júní Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Fjallað var um mótmælin í Kvöldfréttum á þriðjudag. Mótmælendur þögðu meðan á athöfninni stóð en létu vel í sér heyra meðan gestir yfirgáfu svæðið. Einstaklingar úr hópnum hrópuðu „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“. Einn mótmælandinn flutti ræðu þegar ráðamenn voru komnir inn í Alþingishús. Í samtali við fréttamann sagði Margrét Kristín Blöndal baráttukona fyrir frjálsri Palestínu að auðvitað nýti hún hvert tækifæri til að láta í sér heyra. Aðspurð sagði hún hópnum hafa verið vel tekið. Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir mótmælin að umfjöllunarefni í pontu á Alþingi í gær í dagskrárliðnum störf þingsins. „Hingað til höfum við sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar á þessum degi, hampa þess í stað því sem sameinar okkur, minna á gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna. Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu,“ sagði Rósa í ræðu sinni og hélt áfram: „Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum, er óboðlegt. Í gær urðum við vitni að því að þjóðhátíðardeginum okkar var sýnd mikil vanvirðing hér við Austurvöll og um leið þjóðfána okkar Íslendinga. Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?“ Það séu næg tækifæri á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri alla aðra daga. Hvorki sé staður né stund fyrir það á þjóðhátíðardaginn. „Þetta var dapurleg tilraun til að niðurlægja íslensku þjóðina og hrein vanvirðing við þjóðfánann. Komum í veg fyrir svona atburði á þjóðhátíðardaginn okkar í framtíðinni og berum öll virðingu fyrir þessum mikilvæga hátíðisdegi,“ segir Rósa. Á upptöku af ræðunni má heyra þingmenn úr sal kalla fram í: „Heyr heyr“. Auk íslenska fánans var fáni Palestínu áberandi á Austurvelli á hátíðahöldunum 17. júní.Vísir/Viktor Freyr Rúnar Sigurjónsson varaþingmaður Flokks fólksins tekur í svipaðan streng í færslu á Facebook. Hann segir mótmælendurna hafa vanhelgað þjóðhátíðardaginn og truflað hátíðleika hans, „með hrópum og köllum, öskrum og skrílslátum þar sem þjóðfána annars ríkis er flaggað á hátíðlegu torgi þar sem þjóðhátíðardegi okkar er fagnað.“ Hann fordæmi mótmælin, sem að hans sögn settu svartan blett á daginn. „Ég skora því á félagið Ísland-Palestína að sýna þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þá örlitlu virðingu að láta af þessu háttalagi á 17. júní. [...]. Þann dag er þetta í mínum huga ekki ásættanlegt og er hvað mig varðar ykkur og ykkar málstað eiginlega bara til háborinnar skammar.“
17. júní Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira