„Einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 20. júní 2025 19:31 Bakvarðateymi Stjörnunnar, Hilmar Smári og Ægir Þór Steinarsson, var magnað í úrslitakeppninni. Vísir/Hulda Margrét Hilmar Smári Henningsson og Ægir Þór Steinarson hafa skrifað undir nýjan samning hjá Stjörnunni eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Stefán Árni Pálsson var á fréttamannafundi Stjörnunnar og talaði við þá. „Þessi vetur er búinn að vera einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í sem leikmaður. Þetta er það sem við erum að leitast eftir að gera aftur, og mér líður mjög vel,“ sagði Hilmar. „Maður er ekki að fara inn í nýtt lið eða nýtt kerfi, sem er þægilegt. Maður er bara mjög spenntur, okkur gekk vel núna og ég er spenntur fyrir því að byggja ofan á því sem við erum búnir að búa til nú þegar,“ sagði Hilmar. Hilmar fékk tilboð frá öðrum liðum bæði erlendis og hér heima á Íslandi en segist ekki mikið hafa skoðað þau tilboð. „Nei í rauninni ekki, allavega ekki hérlendis. Það fór aldrei milli mála að ég myndi halda áfram í Stjörnunni, allavega hérlendis,“ sagði Hilmar. Hilmar hefur þó enn möguleika að fara út á miðju tímabili, ef eitthvað spennandi kemur á hans borð. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ræða, að sjálfsögðu er það alltaf draumurinn að fara út. Báðir aðilar vita af stöðunni,“ sagði Hilmar. „Ætlum að sækja titilinn aftur“ Ægir Þór vill halda áfram að vinna titla með StjörnunniVísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson sagðist allan tímann vera viss um hvað hann vildi gera, og það var að vera áfram í Stjörnunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vera hér áfram. Tilfinningin er ekki að við séum að verja titilinn, heldur ætlum við að sækja hann aftur,“ sagði Ægir. „Það meikar ekkert annað sens, heldur en að vera partur af þessu liði, þessu teymi og þessum leikmönnum em voru fyrir. Til þess að fara sækja þennan titil aftur. Ég var bara einbeittur af því að koma hingað aftur og að semja um það,“ sagði Ægir. Stjarnan hefur þó misst nokkra leikmenn, en þeir ætla að reyna að fylla í þau skörð með öðrum leikmönnum. „Já það er planið. Það er skiljanlegt að þú missir einhverja leikmenn, sérstaklega leikmenn sem eiga skilið tækifæri eins og Júlíus og Kristján. Við sjáum eftir þeim, þeir eru stór partur af okkar liðsheild. Við erum mjög einbeittir af því að finna hvað við getum bætt við og að halda þessari uppskrift sem gekk vel,“ sagði Ægir. Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
„Þessi vetur er búinn að vera einn skemmtilegasti veturinn sem ég hef tekið þátt í sem leikmaður. Þetta er það sem við erum að leitast eftir að gera aftur, og mér líður mjög vel,“ sagði Hilmar. „Maður er ekki að fara inn í nýtt lið eða nýtt kerfi, sem er þægilegt. Maður er bara mjög spenntur, okkur gekk vel núna og ég er spenntur fyrir því að byggja ofan á því sem við erum búnir að búa til nú þegar,“ sagði Hilmar. Hilmar fékk tilboð frá öðrum liðum bæði erlendis og hér heima á Íslandi en segist ekki mikið hafa skoðað þau tilboð. „Nei í rauninni ekki, allavega ekki hérlendis. Það fór aldrei milli mála að ég myndi halda áfram í Stjörnunni, allavega hérlendis,“ sagði Hilmar. Hilmar hefur þó enn möguleika að fara út á miðju tímabili, ef eitthvað spennandi kemur á hans borð. „Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ræða, að sjálfsögðu er það alltaf draumurinn að fara út. Báðir aðilar vita af stöðunni,“ sagði Hilmar. „Ætlum að sækja titilinn aftur“ Ægir Þór vill halda áfram að vinna titla með StjörnunniVísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson sagðist allan tímann vera viss um hvað hann vildi gera, og það var að vera áfram í Stjörnunni. „Það kom ekkert annað til greina en að vera hér áfram. Tilfinningin er ekki að við séum að verja titilinn, heldur ætlum við að sækja hann aftur,“ sagði Ægir. „Það meikar ekkert annað sens, heldur en að vera partur af þessu liði, þessu teymi og þessum leikmönnum em voru fyrir. Til þess að fara sækja þennan titil aftur. Ég var bara einbeittur af því að koma hingað aftur og að semja um það,“ sagði Ægir. Stjarnan hefur þó misst nokkra leikmenn, en þeir ætla að reyna að fylla í þau skörð með öðrum leikmönnum. „Já það er planið. Það er skiljanlegt að þú missir einhverja leikmenn, sérstaklega leikmenn sem eiga skilið tækifæri eins og Júlíus og Kristján. Við sjáum eftir þeim, þeir eru stór partur af okkar liðsheild. Við erum mjög einbeittir af því að finna hvað við getum bætt við og að halda þessari uppskrift sem gekk vel,“ sagði Ægir.
Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira