Grein til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Sveinn Dúa Hjörleifsson, Eyrún Unnarsdóttir, Elmar GIlbertsson, Álfheiður Guðmundsdóttir og Kristján Jóhannesson skrifa 21. júní 2025 14:01 Bréf þetta er skrifað til stuðnings söngmenntunar á Íslandi, sem um áraraðir hefur barist í bökkum fjárhagslega. Við, fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz, horfum áhyggjufullum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað því allt stefnir í að skólanum verið lokað, sé ekki brugðist við strax. Grundvöllur, mikilvægi og tilveruréttur skólans er óumdeildur og það mikilvæga starf sem þar er unnið er vandfundið annarstaðar í sama formi. Skólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem uppeldisstofnun söngvara sem langar að leggja sönginn fyrir sig að ævistarfi. Þó svo að tónlistartengd framhalds-menntun hafi batnað til muna á undanförnum árum má ekki gleyma þeim mikilvægu kjarnastofnunum sem undirbúa nemendur og leiða jafnvel nemendur inn á braut klassískrar tónlistarmenntunar. Auk þess er skólinn mikilvægur söngvurum sem snúa aftur heim og leggja kennslu fyrir sig. Við skólann starfar einvala lið reynslumikilla söngvara sem hafa snúið heim eftir margra ára nám og söngferil erlendis og miðlar þar sinni reynslu og menntun til yngri kynslóða söngvara. Hér hafa aðeins verið nefnd dæmi sem tengjast reynslu okkar undirritaðra en metnaður skólans snýst ekki eingöngu um að búa unga söngnemendur undir framhaldsnám og starfsframa heima og/eða erlendis. Fáir tónlistaskólar bjóða upp á viðlíka starfsemi og fjölbreytni deildna eins og Söngskóli Sigurðar Demetz, sem er ekki síður mikilvægur fólki á öllum aldri sem nýtir sér söngmenntun og félagsskap þann sem náminu fylgir sem andlegt haldreipi í tilverunni. Þá verður barna og unglingadeild skólans seint endurreyst með sama hætti, verði henni lokað, en þar hefur ungdómurinn möguleika á að rækta hæfileika sína í söng og sviðsframkomu. Við erum ekki öll steypt í sama form og mikilvægi þeirrar deildar er mikið, því ekki allir finna sig í íþróttum eða þeim fjölmörgu góðu afþreyingar möguleikum sem í boði eru. Skólanum eigum við undirrituð margt að þakka. Við hófum söngnám okkar við Söngskóla Sigurðar Demetz, höfum sterka tengingu við skólann og við vitum að þar standa dyrnar alltaf opnar til stuðnings og góðra ráða. Það er ekki sjálfgefið að finna sína réttu braut í lífinu og aukinheldur ekki sjálfgefið að byggja upp þann mikilvæga grunn sem til þarf, vilji maður halda áfram námi og/eða starfa sem söngvari í löndum sem hafa gengið með og hlúð að söngnámi og sönglist í aldaraðir. Það er og í andstöðu við stefnu stjórnvalda að loka söngskólum, þau, sem blessunarlega vilja auka veg óperulistformsins og stofna Þjóðaróperu meiga ekki gleyma því að listamenn verða ekki til úr engu. Þjóðaróperan verður ómetanleg framtak sem gerir starfsgrundvöll okkar undirritaðra mun blómlegri og stöðugri en stjórnvöld mega ekki horfa framhjá því að listformið þarfnast flytjenda og flytjendur þurfa jú einhverstaðar að læra sönglistina. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur margsannað mikilvægi sitt og ef skólanum yrði lokað væri sá skaði stórt sár á íslensku menningarlífi sem erfitt væri að græða. Komum í veg fyrir það, við viljum öll blómlegt menningarlíf. Við viljum öll aðgengilega, metnaðarfulla möguleika til menntunar og fyrst og fremst viljum við öll og þurfum tónlist og söng í tilverunni. Höfundar eru fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz og starfandi óperusöngvarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bréf þetta er skrifað til stuðnings söngmenntunar á Íslandi, sem um áraraðir hefur barist í bökkum fjárhagslega. Við, fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz, horfum áhyggjufullum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað því allt stefnir í að skólanum verið lokað, sé ekki brugðist við strax. Grundvöllur, mikilvægi og tilveruréttur skólans er óumdeildur og það mikilvæga starf sem þar er unnið er vandfundið annarstaðar í sama formi. Skólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem uppeldisstofnun söngvara sem langar að leggja sönginn fyrir sig að ævistarfi. Þó svo að tónlistartengd framhalds-menntun hafi batnað til muna á undanförnum árum má ekki gleyma þeim mikilvægu kjarnastofnunum sem undirbúa nemendur og leiða jafnvel nemendur inn á braut klassískrar tónlistarmenntunar. Auk þess er skólinn mikilvægur söngvurum sem snúa aftur heim og leggja kennslu fyrir sig. Við skólann starfar einvala lið reynslumikilla söngvara sem hafa snúið heim eftir margra ára nám og söngferil erlendis og miðlar þar sinni reynslu og menntun til yngri kynslóða söngvara. Hér hafa aðeins verið nefnd dæmi sem tengjast reynslu okkar undirritaðra en metnaður skólans snýst ekki eingöngu um að búa unga söngnemendur undir framhaldsnám og starfsframa heima og/eða erlendis. Fáir tónlistaskólar bjóða upp á viðlíka starfsemi og fjölbreytni deildna eins og Söngskóli Sigurðar Demetz, sem er ekki síður mikilvægur fólki á öllum aldri sem nýtir sér söngmenntun og félagsskap þann sem náminu fylgir sem andlegt haldreipi í tilverunni. Þá verður barna og unglingadeild skólans seint endurreyst með sama hætti, verði henni lokað, en þar hefur ungdómurinn möguleika á að rækta hæfileika sína í söng og sviðsframkomu. Við erum ekki öll steypt í sama form og mikilvægi þeirrar deildar er mikið, því ekki allir finna sig í íþróttum eða þeim fjölmörgu góðu afþreyingar möguleikum sem í boði eru. Skólanum eigum við undirrituð margt að þakka. Við hófum söngnám okkar við Söngskóla Sigurðar Demetz, höfum sterka tengingu við skólann og við vitum að þar standa dyrnar alltaf opnar til stuðnings og góðra ráða. Það er ekki sjálfgefið að finna sína réttu braut í lífinu og aukinheldur ekki sjálfgefið að byggja upp þann mikilvæga grunn sem til þarf, vilji maður halda áfram námi og/eða starfa sem söngvari í löndum sem hafa gengið með og hlúð að söngnámi og sönglist í aldaraðir. Það er og í andstöðu við stefnu stjórnvalda að loka söngskólum, þau, sem blessunarlega vilja auka veg óperulistformsins og stofna Þjóðaróperu meiga ekki gleyma því að listamenn verða ekki til úr engu. Þjóðaróperan verður ómetanleg framtak sem gerir starfsgrundvöll okkar undirritaðra mun blómlegri og stöðugri en stjórnvöld mega ekki horfa framhjá því að listformið þarfnast flytjenda og flytjendur þurfa jú einhverstaðar að læra sönglistina. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur margsannað mikilvægi sitt og ef skólanum yrði lokað væri sá skaði stórt sár á íslensku menningarlífi sem erfitt væri að græða. Komum í veg fyrir það, við viljum öll blómlegt menningarlíf. Við viljum öll aðgengilega, metnaðarfulla möguleika til menntunar og fyrst og fremst viljum við öll og þurfum tónlist og söng í tilverunni. Höfundar eru fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz og starfandi óperusöngvarar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun