Hvernig meðhöndlum við vanda sem ekki má tala um? Skaðaminnkandi nálgun í fangelsum Margrét Dís Yeoman skrifar 23. júní 2025 07:32 Umræða um skaðaminnkun í fangelsum hefur nýverið fengið verðskuldaða athygli, meðal annars með því framtaki Matthildarsamtakanna og Afstöðu að gera Naloxone nefúða aðgengilegan föngum. Mig langar að halda þeirri umræðu á lofti. Naloxone er lyf sem verkar sem mótefni á ópíóíðaviðtaka og getur snúið við öndunarbælingu sem orsakast af ofskömmtun ópíóíða. Ofskömmtun ópíóíða hefur á undanförnum árum þróast í eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál samtímans. Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun og stendur frammi fyrir vaxandi hættu á lyfjatengdum dauðsföllum, einkum þeim sem tengjast ópíóíðanotkun. Samkvæmt nýjustu tölum frá Embætti Landlæknis voru 56 lyfjatengd andlát skráð árið 2023, þar af mátti rekja 34, eða 61%, til ópíóíðanotkunar. Í norrænni rannsókn frá 2017, sem tók til allra Norðurlandanna, reyndist dánartíðni á Íslandi vera sú hæsta, 6,58 lyfjatengd andlát á hverja 100.000 íbúa, hærri en í öllum hinum löndunum, þar sem tíðnin var á bilinu 2,0–6,1. Á síðustu áratugum hefur skaðaminnkandi nálgun fest rætur og öðlast viðurkenningu í íslensku samfélagi. Þannig hefur samfélagið náð ákveðinni samstöðu um að nauðsynlegt sé að þjónusta einstaklinga á meðan þeir nota vímuefni til að draga úr áhættu, skaða og bæta lífsgæði. Í ljósi þess má spyrja hvort ekki sé tímabært fyrir fangelsiskerfið að sinna einstaklingum í takt við samfélagið. Skaðaminnkandi úrræði eru aðgengileg víða í samfélaginu en aðgengi að sambærilegri þjónustu innan fangelsa er lítið sem ekkert. Hægt er að færa rök fyrir því að skortur á slíkri þjónustu í fangelsiskerfinu sé í andstöðu við alþjóðleg mannréttindalög, þar sem kveðið er á um að fangar eigi að hafa aðgang að sömu heilbrigðisþjónustu og almenningur. Í fangelsum dvelja einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn, en rannsóknir og reynsla sýna að samanborið við almenning glímir hópurinn oft við hærra hlutfall vímuefnavanda, smitsjúkdóma, geðrænna áskorana og dauðsfalla vegna ofskammta. Því miður hverfur vímuefnavandi ekki við það eitt og sér að vista einstaklinga í fangelsi. Málið er mun stærra og mun flóknara en það, vandinn hverfur ekki með læstum hurðum. Stigsmunur er á því hvort einstaklingur sæki sér sjálfur aðstoðar í vímuefnameðferð eða vistist í fangelsi gegn sínum vilja. Við getum alveg litið á það sem svo að fangelsi eigi að vera vímuefnalaus en ef við viljum nálgast raunveruleikann af raunsæi, verðum við að horfast í augu við að þar sem eftirspurn er, þar skapast framboð. Fangelsiskerfið er flókið umhverfi þar sem lög, reglur og refsistefna ráða för, sem hefur gert innleiðingu og jafnvel aðeins samtalið sjálft um skaðaminnkandi nálgun krefjandi. Þótt slík þjónusta stangist ekki á við löggjöf, tengist henni oft hegðun sem er ólögleg, svo sem meðhöndlun og varsla ólöglegra vímuefna. Skaðaminnkandi nálgun byggir á að skapa rými fyrir opið samtal um vímuefnanotkun, samtal sem fer fram án feluleiks, skammar, forræðishyggju eða refsinga. Þetta samtal er ekki aukaatriði heldur hornsteinn að árangri. Ef samfélagið gerir þá kröfu að fangelsi séu uppbyggjandi úrræði, hlýtur spurningin að vakna: Verður kerfið ekki að tryggja að einstaklingar geti tjáð sig um eigin vanda, þar sem þeir eru staddir, án ótta? Við meðhöndlum ekki það sem við neitum að tala um. Í þessu ljósi er afar jákvætt að með greiðu aðgengi að Naloxone hafi fyrstu skref verið stigin í átt að markvissari skaðaminnkun innan fangelsa. Þótt enn sé langt í land er með því litið raunsætt á þá staðreynd að vímuefnanotkun tíðkist í fangelsum og felur einnig í sér hugarfarsbreytingu í átt að því að brjóta upp þann feluleik sem ríkir í fangelsiskerfinu. Í september 2024 hóf Geðheilsuteymi fangelsa að afhenda Naloxone nefúða við lok afplánunar til einstaklinga sem eru í meðferð vegna ópíóíðavanda. Þetta er viðkvæmt tímabil þar sem áhættan á ofskömmtun er sérstaklega mikil. Viðkomandi hefur þá misst þol sitt fyrir efninu en getur átt það til, með lífshættulegum afleiðingum, að taka sambærilegan skammt og áður. Staðan er sú að einstaklingar eru oft á tíðum fastir í ákveðnum vítahring vímuefnanotkunar, heimilisleysis, afbrota og fangelsisvista. Of lítið er um að viðeigandi úrræði, þjónusta eða húsnæði taki við að afplánun lokinni. Afhending Naloxone við lok afplánunar er því ekki aðeins lífsbjargandi inngrip heldur skref í átt að mannúðlegri og raunhæfri nálgun sem skapar grundvöll fyrir opnu samtali um vímuefnanotkun með umhyggju að leiðarljósi. Þrátt fyrir að verkefnið sé nýlega hafið hafa þegar borist upplýsingar um að úðinn hafi verið notaður fljótlega eftir afplánun — sem undirstrikar ekki aðeins mikilvægi úrræðisins, heldur staðfestir einnig að nálgunin bjargi mannslífum. Tilgangur þessa pistils er að vekja athygli á þeirri þörf sem ríkir fyrir aukna skaðaminnkandi nálgun, bæði innan fangelsiskerfisins og í samfélaginu almennt. Frjáls félagasamtök á borð við Rauða krossinn, Matthildarsamtökin og Afstöðu hafa verið í fararbroddi skaðaminnkunar á Íslandi. Nú þarf opinbera kerfið, ekki síst heilbrigðis-, velferðar- og fangelsiskerfið að fylgja eftir og axla sína ábyrgð. Þróunin er möguleg, ef vilji er til staðar. Það ætti að vera ábyrgð kerfisins að ná til þeirra hópa sem samfélagið hefur jaðarsett með alvarlegum afleiðingum og stuðla að breytingum. Það er því kominn tími til að opinberar stofnanir spyrji ekki lengur hvort innleiða eigi skaðaminnkandi úrræði, heldur hvernig. Það ætti til dæmis fátt að standa í vegi fyrir frekari útbreiðslu Naloxone. Breyting Heilbrigðisráðuneytis á reglugerð um aðgengi að Naloxone nefúða frá 2022 gerir viðeigandi stofnunum og úrræðum kleift að nálgast lyfið og dreifa því til almennings að kostnaðarlausu gegn fræðslu. Skaðaminnkunarúrræðin ná til ákveðinna hópa í samfélaginu en ekki allra og Naloxone dreifing þarf að vera sett í forgang og ná víðar, meðal annars á heilsugæslur. Skaðaminnkandi inngrip eru lífsbjargandi og þau þurfa að vera aðgengileg. Oft sjáum við kerfið aðeins bregðast við í kjölfar fyrirsjáanlegra neyðartilvika. Þegar kemur að umræddum vanda vitum við að ungmennin okkar eru að deyja en því miður virðist sú staðreynd samt ekki nægja til þess að kerfið bregðist eins skjótt við og eðlilegt væri. Eftir sitja einstaklingar sem eru styttra komnir í áhættusamri vímuefnanotkun, aðstandendur og ástvinir sem eiga að geta leitað til kerfisins og fengið viðeigandi fræðslu og stuðning. Ég minni einnig á vefnámskeiðið Rauða krossins: Naloxone og skyndihjálp sem er aðgengilegt öllum sem vilja kynna sér notkun úðans á öruggan og árangursríkan hátt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í Geðheilsuteymi fangelsa og meistaranemi í geðhjúkrun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Fíkn Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Umræða um skaðaminnkun í fangelsum hefur nýverið fengið verðskuldaða athygli, meðal annars með því framtaki Matthildarsamtakanna og Afstöðu að gera Naloxone nefúða aðgengilegan föngum. Mig langar að halda þeirri umræðu á lofti. Naloxone er lyf sem verkar sem mótefni á ópíóíðaviðtaka og getur snúið við öndunarbælingu sem orsakast af ofskömmtun ópíóíða. Ofskömmtun ópíóíða hefur á undanförnum árum þróast í eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál samtímans. Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun og stendur frammi fyrir vaxandi hættu á lyfjatengdum dauðsföllum, einkum þeim sem tengjast ópíóíðanotkun. Samkvæmt nýjustu tölum frá Embætti Landlæknis voru 56 lyfjatengd andlát skráð árið 2023, þar af mátti rekja 34, eða 61%, til ópíóíðanotkunar. Í norrænni rannsókn frá 2017, sem tók til allra Norðurlandanna, reyndist dánartíðni á Íslandi vera sú hæsta, 6,58 lyfjatengd andlát á hverja 100.000 íbúa, hærri en í öllum hinum löndunum, þar sem tíðnin var á bilinu 2,0–6,1. Á síðustu áratugum hefur skaðaminnkandi nálgun fest rætur og öðlast viðurkenningu í íslensku samfélagi. Þannig hefur samfélagið náð ákveðinni samstöðu um að nauðsynlegt sé að þjónusta einstaklinga á meðan þeir nota vímuefni til að draga úr áhættu, skaða og bæta lífsgæði. Í ljósi þess má spyrja hvort ekki sé tímabært fyrir fangelsiskerfið að sinna einstaklingum í takt við samfélagið. Skaðaminnkandi úrræði eru aðgengileg víða í samfélaginu en aðgengi að sambærilegri þjónustu innan fangelsa er lítið sem ekkert. Hægt er að færa rök fyrir því að skortur á slíkri þjónustu í fangelsiskerfinu sé í andstöðu við alþjóðleg mannréttindalög, þar sem kveðið er á um að fangar eigi að hafa aðgang að sömu heilbrigðisþjónustu og almenningur. Í fangelsum dvelja einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn, en rannsóknir og reynsla sýna að samanborið við almenning glímir hópurinn oft við hærra hlutfall vímuefnavanda, smitsjúkdóma, geðrænna áskorana og dauðsfalla vegna ofskammta. Því miður hverfur vímuefnavandi ekki við það eitt og sér að vista einstaklinga í fangelsi. Málið er mun stærra og mun flóknara en það, vandinn hverfur ekki með læstum hurðum. Stigsmunur er á því hvort einstaklingur sæki sér sjálfur aðstoðar í vímuefnameðferð eða vistist í fangelsi gegn sínum vilja. Við getum alveg litið á það sem svo að fangelsi eigi að vera vímuefnalaus en ef við viljum nálgast raunveruleikann af raunsæi, verðum við að horfast í augu við að þar sem eftirspurn er, þar skapast framboð. Fangelsiskerfið er flókið umhverfi þar sem lög, reglur og refsistefna ráða för, sem hefur gert innleiðingu og jafnvel aðeins samtalið sjálft um skaðaminnkandi nálgun krefjandi. Þótt slík þjónusta stangist ekki á við löggjöf, tengist henni oft hegðun sem er ólögleg, svo sem meðhöndlun og varsla ólöglegra vímuefna. Skaðaminnkandi nálgun byggir á að skapa rými fyrir opið samtal um vímuefnanotkun, samtal sem fer fram án feluleiks, skammar, forræðishyggju eða refsinga. Þetta samtal er ekki aukaatriði heldur hornsteinn að árangri. Ef samfélagið gerir þá kröfu að fangelsi séu uppbyggjandi úrræði, hlýtur spurningin að vakna: Verður kerfið ekki að tryggja að einstaklingar geti tjáð sig um eigin vanda, þar sem þeir eru staddir, án ótta? Við meðhöndlum ekki það sem við neitum að tala um. Í þessu ljósi er afar jákvætt að með greiðu aðgengi að Naloxone hafi fyrstu skref verið stigin í átt að markvissari skaðaminnkun innan fangelsa. Þótt enn sé langt í land er með því litið raunsætt á þá staðreynd að vímuefnanotkun tíðkist í fangelsum og felur einnig í sér hugarfarsbreytingu í átt að því að brjóta upp þann feluleik sem ríkir í fangelsiskerfinu. Í september 2024 hóf Geðheilsuteymi fangelsa að afhenda Naloxone nefúða við lok afplánunar til einstaklinga sem eru í meðferð vegna ópíóíðavanda. Þetta er viðkvæmt tímabil þar sem áhættan á ofskömmtun er sérstaklega mikil. Viðkomandi hefur þá misst þol sitt fyrir efninu en getur átt það til, með lífshættulegum afleiðingum, að taka sambærilegan skammt og áður. Staðan er sú að einstaklingar eru oft á tíðum fastir í ákveðnum vítahring vímuefnanotkunar, heimilisleysis, afbrota og fangelsisvista. Of lítið er um að viðeigandi úrræði, þjónusta eða húsnæði taki við að afplánun lokinni. Afhending Naloxone við lok afplánunar er því ekki aðeins lífsbjargandi inngrip heldur skref í átt að mannúðlegri og raunhæfri nálgun sem skapar grundvöll fyrir opnu samtali um vímuefnanotkun með umhyggju að leiðarljósi. Þrátt fyrir að verkefnið sé nýlega hafið hafa þegar borist upplýsingar um að úðinn hafi verið notaður fljótlega eftir afplánun — sem undirstrikar ekki aðeins mikilvægi úrræðisins, heldur staðfestir einnig að nálgunin bjargi mannslífum. Tilgangur þessa pistils er að vekja athygli á þeirri þörf sem ríkir fyrir aukna skaðaminnkandi nálgun, bæði innan fangelsiskerfisins og í samfélaginu almennt. Frjáls félagasamtök á borð við Rauða krossinn, Matthildarsamtökin og Afstöðu hafa verið í fararbroddi skaðaminnkunar á Íslandi. Nú þarf opinbera kerfið, ekki síst heilbrigðis-, velferðar- og fangelsiskerfið að fylgja eftir og axla sína ábyrgð. Þróunin er möguleg, ef vilji er til staðar. Það ætti að vera ábyrgð kerfisins að ná til þeirra hópa sem samfélagið hefur jaðarsett með alvarlegum afleiðingum og stuðla að breytingum. Það er því kominn tími til að opinberar stofnanir spyrji ekki lengur hvort innleiða eigi skaðaminnkandi úrræði, heldur hvernig. Það ætti til dæmis fátt að standa í vegi fyrir frekari útbreiðslu Naloxone. Breyting Heilbrigðisráðuneytis á reglugerð um aðgengi að Naloxone nefúða frá 2022 gerir viðeigandi stofnunum og úrræðum kleift að nálgast lyfið og dreifa því til almennings að kostnaðarlausu gegn fræðslu. Skaðaminnkunarúrræðin ná til ákveðinna hópa í samfélaginu en ekki allra og Naloxone dreifing þarf að vera sett í forgang og ná víðar, meðal annars á heilsugæslur. Skaðaminnkandi inngrip eru lífsbjargandi og þau þurfa að vera aðgengileg. Oft sjáum við kerfið aðeins bregðast við í kjölfar fyrirsjáanlegra neyðartilvika. Þegar kemur að umræddum vanda vitum við að ungmennin okkar eru að deyja en því miður virðist sú staðreynd samt ekki nægja til þess að kerfið bregðist eins skjótt við og eðlilegt væri. Eftir sitja einstaklingar sem eru styttra komnir í áhættusamri vímuefnanotkun, aðstandendur og ástvinir sem eiga að geta leitað til kerfisins og fengið viðeigandi fræðslu og stuðning. Ég minni einnig á vefnámskeiðið Rauða krossins: Naloxone og skyndihjálp sem er aðgengilegt öllum sem vilja kynna sér notkun úðans á öruggan og árangursríkan hátt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í Geðheilsuteymi fangelsa og meistaranemi í geðhjúkrun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun