Segja aftur ráðist á neðanjarðarauðgunarstöð í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2025 09:48 Gervihnattarmynd af auðgunarstöð Írana í Fordó eftir loftárás Bandaríkjamanna í gær. AP/Planet Labs PBC Sprengjum var aftur varpað á neðanjarðarauðgunarstöð í Fordó í Íran í dag, að sögn íranska ríkisútvarpsins. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Ekki er greint frá því í ríkisfjölmiðlinum hver kastaði sprengjunum né hvers konar skemmdir hafi orðið af völdum þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelar hafa hins vegar haldið uppi loftárásum í Íran í dag og síðustu daga. Ísraelskir fjölmiðlar segja að herinn hafi ráðist á veg sem liggur að stöðinni í Fordó. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Bandarísk stjórnvöld hafa réttlætt árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Hafi frjálsar hendur til að ráðast á Bandaríkjamenn Írönsk stjórnvöld hafa ekki upplýst hversu mikið tjón varð á stöðvunum. Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagðist í morgun telja að miklar skemmdir hljóti að hafa orðið í ljósi þess hversu öflugum sprengjum var varpað á þær og hvers viðkvæmar skilvindur sem eru notaðar til auðgunar úrans séu fyrir titringi. Lagði Grossi þó áherslu á að enginn væri í aðstöðu til þess að meta skemmdirnar á neðanjarðarstöðinni í Fordó. Formaður herforingjaráðs Írans sagði í morgun að árási Bandaríkjamanna veiti íranska hernum „frjálsar hendur“ til þess að ráðast á Bandaríkjaher og gegn bandarískum hagsmunum. Íranir eru jafnframt sagðir búa sig undir að loka fyrir skipaumferð um Hormússund, eina mikilvægustu siglingaleið í heimi, ekki síst fyrir olíuflutninga. Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01 Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Ekki er greint frá því í ríkisfjölmiðlinum hver kastaði sprengjunum né hvers konar skemmdir hafi orðið af völdum þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelar hafa hins vegar haldið uppi loftárásum í Íran í dag og síðustu daga. Ísraelskir fjölmiðlar segja að herinn hafi ráðist á veg sem liggur að stöðinni í Fordó. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Bandarísk stjórnvöld hafa réttlætt árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Hafi frjálsar hendur til að ráðast á Bandaríkjamenn Írönsk stjórnvöld hafa ekki upplýst hversu mikið tjón varð á stöðvunum. Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagðist í morgun telja að miklar skemmdir hljóti að hafa orðið í ljósi þess hversu öflugum sprengjum var varpað á þær og hvers viðkvæmar skilvindur sem eru notaðar til auðgunar úrans séu fyrir titringi. Lagði Grossi þó áherslu á að enginn væri í aðstöðu til þess að meta skemmdirnar á neðanjarðarstöðinni í Fordó. Formaður herforingjaráðs Írans sagði í morgun að árási Bandaríkjamanna veiti íranska hernum „frjálsar hendur“ til þess að ráðast á Bandaríkjaher og gegn bandarískum hagsmunum. Íranir eru jafnframt sagðir búa sig undir að loka fyrir skipaumferð um Hormússund, eina mikilvægustu siglingaleið í heimi, ekki síst fyrir olíuflutninga.
Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01 Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Bandaríkjamenn gera loftárásir á Íran Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal er neðanjarðarmiðstöðin í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Er hún talin hryggjarstykkið í kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. 22. júní 2025 00:01
Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. 13. júní 2025 09:09