Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2025 10:33 Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs SORPU, og Sigurður Gíslason viðskiptastjóri hjá Öryggismiðstöðinni við eina af grenndarstöðvum SORPU þar sem myndavélavöktun hefur verið aukin. Bent Marínósson Sorpa og Öryggismiðstöðin vinna nú að því að fjölga öryggismyndavélum við grenndarstöðvar Sorpu í Reykjavík og Kópavogi. Sorpa tók við hreinsun á grenndarstöðvunum af sveitarfélögunum síðustu áramót. Alls eru í Reykjavík og Kópavogi 65 grenndarstöðvar þar sem íbúar geta losað sig við málmumbúðir, glerumbúðir, föt og klæði, og skilagjaldsskyldar umbúðir. Á völdum grenndarstöðvum er einnig í boði að losa pappír og plast. Búið er að koma upp öryggismyndavélum á fimm stöðum en stefnt er að því að þær verði komnar upp við allar stöðvarnar fyrir árslok. Stöðvarnar þar sem búið er að koma upp myndavélum eru við Skógarsel, Mjódd, Maríubakka, Rofabæ og við Spöngina í Grafarvogi. Allar þessar stöðvar eru í Reykjavík. Ein öryggismyndavélanna sem búið er að koma upp við grenndarstöð. Bent Marínósson Í tilkynningu um uppsetningu öryggismyndavélanna kemur fram að umgengni við grenndarstöðvarnar hafi ekki alltaf verið til fyrirmyndar og stundum rusl skilið eftir við stöðvarnar sem ekki sé hægt að flokka þar. Til að sporna við sóðaskap sé því unnið að því að koma upp öryggismyndavélum á grenndarstöðvar í bæði Reykjavík og Kópavogi. Samkvæmt tilkynningu sér Öryggismiðstöðin um uppsetningu og vöktun á grenndarstöðvunum. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Sorpu, segir að þrifateymi Sorpu og myndavélarnar frá Öryggismiðstöðinni hafi þegar sannað gagn sitt. Ábendingum um sóðaskap hafi fækkað snarlega eftir að þau tóku við verkefninu um áramótin. Með uppsetningu öryggismyndavélanna standi vonir til að áfram verði hægt að tryggja árangur og lækka kostnað. „Myndavélarnar hafa greinilegan fælingarmátt. Fólk skilur rusl síður eftir á grenndarstöðvum sem eru vaktaðar en það gerði áður en við settum myndavélarnar upp. Myndavélarnar auðvelda okkar fólki líka vinnuna, því fram til þessa þurftum við að kanna hvort rusl hefði verið skilið eftir í óleyfi á grenndarstöðvum með því að mæta á staðinn. Núna getum við betur greint vandann og tekist á við hann með skilvirkari hætti,“ segir Gunnar Dofri. Veitir góða yfirsýn Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni segir myndavélakerfið veita yfirsýn um ástand grenndarstöðvanna. „Þær auka einnig öryggi starfsmanna og gesta við grenndarstöðvarnar. Með myndvöktun Öryggismiðstöðvarinnar er hægt að bregðast við í rauntíma. Myndavélakerfi er beintengt stjórnstöð okkar og getur gert viðvart um óæskilega umferð hvort sem er á nóttu eða degi,“ segir Auður Lilja. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg segir Sorpu hafa náð góðum árangri í að vinna bug á sóðaskap við grenndarstöðvarnar. „Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif myndavélarnar hafa á verkefnið þegar þær verða komnar upp á allar grenndarstöðvar.“ Reykjavík Kópavogur Sorpa Sorphirða Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Alls eru í Reykjavík og Kópavogi 65 grenndarstöðvar þar sem íbúar geta losað sig við málmumbúðir, glerumbúðir, föt og klæði, og skilagjaldsskyldar umbúðir. Á völdum grenndarstöðvum er einnig í boði að losa pappír og plast. Búið er að koma upp öryggismyndavélum á fimm stöðum en stefnt er að því að þær verði komnar upp við allar stöðvarnar fyrir árslok. Stöðvarnar þar sem búið er að koma upp myndavélum eru við Skógarsel, Mjódd, Maríubakka, Rofabæ og við Spöngina í Grafarvogi. Allar þessar stöðvar eru í Reykjavík. Ein öryggismyndavélanna sem búið er að koma upp við grenndarstöð. Bent Marínósson Í tilkynningu um uppsetningu öryggismyndavélanna kemur fram að umgengni við grenndarstöðvarnar hafi ekki alltaf verið til fyrirmyndar og stundum rusl skilið eftir við stöðvarnar sem ekki sé hægt að flokka þar. Til að sporna við sóðaskap sé því unnið að því að koma upp öryggismyndavélum á grenndarstöðvar í bæði Reykjavík og Kópavogi. Samkvæmt tilkynningu sér Öryggismiðstöðin um uppsetningu og vöktun á grenndarstöðvunum. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Sorpu, segir að þrifateymi Sorpu og myndavélarnar frá Öryggismiðstöðinni hafi þegar sannað gagn sitt. Ábendingum um sóðaskap hafi fækkað snarlega eftir að þau tóku við verkefninu um áramótin. Með uppsetningu öryggismyndavélanna standi vonir til að áfram verði hægt að tryggja árangur og lækka kostnað. „Myndavélarnar hafa greinilegan fælingarmátt. Fólk skilur rusl síður eftir á grenndarstöðvum sem eru vaktaðar en það gerði áður en við settum myndavélarnar upp. Myndavélarnar auðvelda okkar fólki líka vinnuna, því fram til þessa þurftum við að kanna hvort rusl hefði verið skilið eftir í óleyfi á grenndarstöðvum með því að mæta á staðinn. Núna getum við betur greint vandann og tekist á við hann með skilvirkari hætti,“ segir Gunnar Dofri. Veitir góða yfirsýn Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni segir myndavélakerfið veita yfirsýn um ástand grenndarstöðvanna. „Þær auka einnig öryggi starfsmanna og gesta við grenndarstöðvarnar. Með myndvöktun Öryggismiðstöðvarinnar er hægt að bregðast við í rauntíma. Myndavélakerfi er beintengt stjórnstöð okkar og getur gert viðvart um óæskilega umferð hvort sem er á nóttu eða degi,“ segir Auður Lilja. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg segir Sorpu hafa náð góðum árangri í að vinna bug á sóðaskap við grenndarstöðvarnar. „Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif myndavélarnar hafa á verkefnið þegar þær verða komnar upp á allar grenndarstöðvar.“
Reykjavík Kópavogur Sorpa Sorphirða Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira