Diddy ætlar ekki að bera vitni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 08:40 Teikning af Sean „Diddy“ Combs í dómsal. AP Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. Combs var handtekinn í september á síðasta ári og hefur hann verði í gæsluvarðhaldi síðan á meðan réttað er yfir honum. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Á þeim sjö vikum sem málið hefur staðið yfir hafa 34 einstaklingar borið vitni í málinu. Þar á meðal eru meint fórnarlömb, fylgdarkonur, lögreglufulltrúar og aðstoðarmenn hans. Lykilvitni sækjenda var Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta rapparans, sem lýsti hvernig Combs hefði notað áhrif sín í tónlistarbransanum til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Sjá nánar: Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá nánar: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Einnig hefur fyrrverandi aðstoðarkona Combs borið vitni undir dulnefninu „Mia.“ Hún segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil. Ber sjálfur ekki vitni Saksóknarar alríkisstjórnarinnar í New York sem höfða málið gegn Combs luku málflutningi sínum í gær. Þá var komið að verjendum rapparans en þeir tóku þá ákvörðun að ekki kalla til vitni. Combs ætlar sjálfur ekki að bera vitni. „Það er algjörlega mín ákvörðun, en ég tók hana í samráði við lögfræðingana mína,“ sagði hann. Í staðinn ætla lögfræðingar rapparans leggja fram sönnunargögn í málinu. Talið er að lokaræður saksóknara og verjenda verði fluttar á fimmtudag. Gangi allt eins og það á að ganga hefst umhugsunartími kviðdómsins á mánudag að því er segir í frétt NBC. Rapparinn á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsisdóm, verði hann fundinn sekur. Ye lét sjá sig í dómssal Ýmsir frægir einstaklingar hafa verið viðriðnir málið. Sögusagnir voru um að rapparinn hefði brotið kynferðislega á poppstjörnunni Justin Bieber eftir að myndbandsupptaka frá árinu 2009 fékk athygli. Þar er Bieber fimmtán ára gamall og er Combs að sýna honum meðal annars Lamborghini-bíl og talar um að gefa stjörnunni hann. Talsmaður Biebers gaf út yfirlýsingu þar sem segir að Biber hafi ekki verið meðal þeirra sem saka Combs um kynferðisbrot. Söngvarinn viðurkenni alvarleika málsins og leggi áherslu á að athyglin ætti að beinast að þeim sem raunverulega urðu fyrir skaða. Þá lét rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, sjá sig í dómsal fyrr í vikunni til að sýna Combs stuðning sinn. Aðspurður hvort hann væri þarna til að styðja Combs svaraði hann því játandi samkvæmt VG. Kanye hefur ítrekað verið umfjöllunarefni fjölmiðla þar sem hann lýsir yfir stuðningi sínum við hugmyndafræði nasista. Sjá nánar: Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Combs var handtekinn í september á síðasta ári og hefur hann verði í gæsluvarðhaldi síðan á meðan réttað er yfir honum. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Á þeim sjö vikum sem málið hefur staðið yfir hafa 34 einstaklingar borið vitni í málinu. Þar á meðal eru meint fórnarlömb, fylgdarkonur, lögreglufulltrúar og aðstoðarmenn hans. Lykilvitni sækjenda var Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta rapparans, sem lýsti hvernig Combs hefði notað áhrif sín í tónlistarbransanum til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Sjá nánar: Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá nánar: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Einnig hefur fyrrverandi aðstoðarkona Combs borið vitni undir dulnefninu „Mia.“ Hún segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil. Ber sjálfur ekki vitni Saksóknarar alríkisstjórnarinnar í New York sem höfða málið gegn Combs luku málflutningi sínum í gær. Þá var komið að verjendum rapparans en þeir tóku þá ákvörðun að ekki kalla til vitni. Combs ætlar sjálfur ekki að bera vitni. „Það er algjörlega mín ákvörðun, en ég tók hana í samráði við lögfræðingana mína,“ sagði hann. Í staðinn ætla lögfræðingar rapparans leggja fram sönnunargögn í málinu. Talið er að lokaræður saksóknara og verjenda verði fluttar á fimmtudag. Gangi allt eins og það á að ganga hefst umhugsunartími kviðdómsins á mánudag að því er segir í frétt NBC. Rapparinn á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsisdóm, verði hann fundinn sekur. Ye lét sjá sig í dómssal Ýmsir frægir einstaklingar hafa verið viðriðnir málið. Sögusagnir voru um að rapparinn hefði brotið kynferðislega á poppstjörnunni Justin Bieber eftir að myndbandsupptaka frá árinu 2009 fékk athygli. Þar er Bieber fimmtán ára gamall og er Combs að sýna honum meðal annars Lamborghini-bíl og talar um að gefa stjörnunni hann. Talsmaður Biebers gaf út yfirlýsingu þar sem segir að Biber hafi ekki verið meðal þeirra sem saka Combs um kynferðisbrot. Söngvarinn viðurkenni alvarleika málsins og leggi áherslu á að athyglin ætti að beinast að þeim sem raunverulega urðu fyrir skaða. Þá lét rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, sjá sig í dómsal fyrr í vikunni til að sýna Combs stuðning sinn. Aðspurður hvort hann væri þarna til að styðja Combs svaraði hann því játandi samkvæmt VG. Kanye hefur ítrekað verið umfjöllunarefni fjölmiðla þar sem hann lýsir yfir stuðningi sínum við hugmyndafræði nasista. Sjá nánar: Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira