„Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. júní 2025 13:02 Dagur B. Eggertsson leiðir Íslandsdeild þings Atlantshafsbandalagsins og búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti mæti til Haag í kvöld. Vísir/Getty/Einar Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála. Á fundinn í Hollandi koma leiðtogar allra bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins og þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingar leiðir Íslandsdeild NATO þingsins og hann segir hagsmuni Íslands felast í að Atlantshafsbandalagið sýni samstöðu og komi samhent af fundinum. Hann segir breiðan skilning ríkja á sérstöðu Íslands sem herlaus þjóð. „Það er auðvitað verið að tala um mjög mikla aukningu í varnarútgjöldum hjá þjóðum sem eru með her, upp í 3,5 prósent af þjóðarframleiðslu en síðan 1,5 prósent fyrir varnartengd útgjöld. Þar kemur Ísland við sögu en ekki í þessum beinlínis varnartengdu útgjöldum,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu Sýnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem landinu er gert að fjárfesta í. Fundurinn í Hollandi er haldinn í skugga stríðsátakanna í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Dagur segir að Ísland muni áfram sýna skýran stuðning við Úkraínu og býst við því sama af NATO. „Þó við séum herlaus þjóð þá höfum við tekið fullan þátt þar. Ég á ekki von á öðru en að NATO muni undirstrika áframhald á því. Þó það sem sé að gerast sé að Evrópa er að axla stærri og stærri hlut af þeim stuðningi en áður voru Bandaríkin lang, lang stærst á því sviði.“ Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi til Haag í kvöld. Hann tekur þátt í kvöldverði leiðtoga bandalagsríkjanna í kvöld og fundi þeirra á morgun. Þar verður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fulltrúi Íslands. „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki. Ég held að ég lýsi því bara best þannig að fólk haldi niðri í sér andanum hvað það varðar.“ Fjöldi funda fram undan Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að á hátíðarkvöldverðinum verði einnig meðal gesta forseti Úkraínu, leiðtogar Evrópusambandsins (ESB), forsætisráðherra Nýja Sjálands og háttsettir fulltrúar Japans, Suður Kóreu og Ástralíu verða jafnframt meðal gesta. Á sama tíma muni utanríkisráðherrar bandalagsins í NATO-Úkraínuráðinu funda um stöðu mála í Úkraínu með utanríkisráðherra landsins og utanríkismálastjóra ESB. Þá muni einnig funda varnarmálaráðherrar bandalagsríkja um varnir og skuldbindingar bandalagsins í ljósi gjörbreytts öryggisumhverfis á Evró-Atlantshafssvæðinu. Samkvæmt tilkynningu fer á morgun fram formlegur fundur leiðtoga bandalagsríkja þar sem framlög til varnarmála, ný viðmið og jafnari byrðir verða ofarlega á blaði, sem og ógnin frá Rússlandi og friðarumleitanir og stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu. Hægt er að fylgjast með dagskrá leiðtogafundarins á vefsíðu Atlantshafsbandalagsins. NATO Donald Trump Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Á fundinn í Hollandi koma leiðtogar allra bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins og þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingar leiðir Íslandsdeild NATO þingsins og hann segir hagsmuni Íslands felast í að Atlantshafsbandalagið sýni samstöðu og komi samhent af fundinum. Hann segir breiðan skilning ríkja á sérstöðu Íslands sem herlaus þjóð. „Það er auðvitað verið að tala um mjög mikla aukningu í varnarútgjöldum hjá þjóðum sem eru með her, upp í 3,5 prósent af þjóðarframleiðslu en síðan 1,5 prósent fyrir varnartengd útgjöld. Þar kemur Ísland við sögu en ekki í þessum beinlínis varnartengdu útgjöldum,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu Sýnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem landinu er gert að fjárfesta í. Fundurinn í Hollandi er haldinn í skugga stríðsátakanna í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Dagur segir að Ísland muni áfram sýna skýran stuðning við Úkraínu og býst við því sama af NATO. „Þó við séum herlaus þjóð þá höfum við tekið fullan þátt þar. Ég á ekki von á öðru en að NATO muni undirstrika áframhald á því. Þó það sem sé að gerast sé að Evrópa er að axla stærri og stærri hlut af þeim stuðningi en áður voru Bandaríkin lang, lang stærst á því sviði.“ Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi til Haag í kvöld. Hann tekur þátt í kvöldverði leiðtoga bandalagsríkjanna í kvöld og fundi þeirra á morgun. Þar verður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fulltrúi Íslands. „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki. Ég held að ég lýsi því bara best þannig að fólk haldi niðri í sér andanum hvað það varðar.“ Fjöldi funda fram undan Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að á hátíðarkvöldverðinum verði einnig meðal gesta forseti Úkraínu, leiðtogar Evrópusambandsins (ESB), forsætisráðherra Nýja Sjálands og háttsettir fulltrúar Japans, Suður Kóreu og Ástralíu verða jafnframt meðal gesta. Á sama tíma muni utanríkisráðherrar bandalagsins í NATO-Úkraínuráðinu funda um stöðu mála í Úkraínu með utanríkisráðherra landsins og utanríkismálastjóra ESB. Þá muni einnig funda varnarmálaráðherrar bandalagsríkja um varnir og skuldbindingar bandalagsins í ljósi gjörbreytts öryggisumhverfis á Evró-Atlantshafssvæðinu. Samkvæmt tilkynningu fer á morgun fram formlegur fundur leiðtoga bandalagsríkja þar sem framlög til varnarmála, ný viðmið og jafnari byrðir verða ofarlega á blaði, sem og ógnin frá Rússlandi og friðarumleitanir og stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu. Hægt er að fylgjast með dagskrá leiðtogafundarins á vefsíðu Atlantshafsbandalagsins.
NATO Donald Trump Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira