Auglýsingaskrum Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar 25. júní 2025 07:31 Stundum þegar illa gengur að selja vöru eða þjónustu er viðkomandi vöru pakkað í nýjar umbúðir og jafnvel gefið nýtt nafn í þeirri von að betur gangi. Þetta er Landsvirkjun að reyna með því að gefa virkjun (miðlunarlóni) í Þjórsárverum nýtt nafn og kallar virkjunina nú Kjalölduveitu. Eftir langa baráttu var almenn sátt um að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk í Rammaáætlun 2014 og friðlandið í Þjórsárverum var svo stækkað 2017. Nú reynir Landsvirkjun að fá leyfi til að virkja í Þjórsárverum með því að pakka Norðlingaölduveitu í nýjar umbúðir, en innihaldið er það sama og áður. Vissulega er búið að hnika lóninu til, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að komast hjá ákvæðum friðlýsingarinnar frá 2017. Verkefnisstjórn Rammaáætlunar tók þetta trix Landsvirkjunar fyrir og hafnaði því - þetta væri eingöngu auglýsingaskrum. Í skýrslu verkefnisstjórnar segir meðal annars: „Verkefnisstjórn leitaði jafnframt lögfræðilegs álits þessa. Meðfylgjandi eru tvö lögfræðiálit, annars vegar það álit sem var unnið af umhverfis, orku og loftslagsráðuneytinu 2022 sem eftir breytingar á stjórnarráðinu er nú ráðuneyti allra málaflokka ríkisins sem rammaáætlun tekur til og svo jafnframt nýtt óháð lögfræðiálit. Niðurstöður þessar álita er afdráttarlaust. Tillaga verkefnisstjórnar um flokkun þessa tiltekna virkjunarkosts (StG: verndarflokkur) sem hér er sett fram, rökstudd af gögnum frá faghópum hennar, er fullnægjandi fagleg meðferð í samræmi við ákvæði laganna. Ekkert í skoðun verkefnisstjórnar á málefnum virkjunarkostsins bendir til annars.“ Verkefnastjórn segir sem sagt að engin ástæða sé til að breyta því að Norðlingaölduveita sé í verndarflokki, þó búið sé að pakka henni í glanspappír og gefa nýtt nafn. Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að að láta undan hræðsluáróðri Landsvirkjunar og færa og færa Norðlingaölduveitu 2.0 í biðflokk (úr verndarflokki). Bæði Landsvirkjun og ríkisstjórnin eiga að skammast sín fyrir svona vinnubrögð. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Stefán Georgsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Stundum þegar illa gengur að selja vöru eða þjónustu er viðkomandi vöru pakkað í nýjar umbúðir og jafnvel gefið nýtt nafn í þeirri von að betur gangi. Þetta er Landsvirkjun að reyna með því að gefa virkjun (miðlunarlóni) í Þjórsárverum nýtt nafn og kallar virkjunina nú Kjalölduveitu. Eftir langa baráttu var almenn sátt um að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk í Rammaáætlun 2014 og friðlandið í Þjórsárverum var svo stækkað 2017. Nú reynir Landsvirkjun að fá leyfi til að virkja í Þjórsárverum með því að pakka Norðlingaölduveitu í nýjar umbúðir, en innihaldið er það sama og áður. Vissulega er búið að hnika lóninu til, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að komast hjá ákvæðum friðlýsingarinnar frá 2017. Verkefnisstjórn Rammaáætlunar tók þetta trix Landsvirkjunar fyrir og hafnaði því - þetta væri eingöngu auglýsingaskrum. Í skýrslu verkefnisstjórnar segir meðal annars: „Verkefnisstjórn leitaði jafnframt lögfræðilegs álits þessa. Meðfylgjandi eru tvö lögfræðiálit, annars vegar það álit sem var unnið af umhverfis, orku og loftslagsráðuneytinu 2022 sem eftir breytingar á stjórnarráðinu er nú ráðuneyti allra málaflokka ríkisins sem rammaáætlun tekur til og svo jafnframt nýtt óháð lögfræðiálit. Niðurstöður þessar álita er afdráttarlaust. Tillaga verkefnisstjórnar um flokkun þessa tiltekna virkjunarkosts (StG: verndarflokkur) sem hér er sett fram, rökstudd af gögnum frá faghópum hennar, er fullnægjandi fagleg meðferð í samræmi við ákvæði laganna. Ekkert í skoðun verkefnisstjórnar á málefnum virkjunarkostsins bendir til annars.“ Verkefnastjórn segir sem sagt að engin ástæða sé til að breyta því að Norðlingaölduveita sé í verndarflokki, þó búið sé að pakka henni í glanspappír og gefa nýtt nafn. Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að að láta undan hræðsluáróðri Landsvirkjunar og færa og færa Norðlingaölduveitu 2.0 í biðflokk (úr verndarflokki). Bæði Landsvirkjun og ríkisstjórnin eiga að skammast sín fyrir svona vinnubrögð. Höfundur er verkfræðingur
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar