33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2025 06:38 Hinn 33 ára Zohran Mamdani yrði fyrsti músliminn til að stýra New York-borg, verði hann kjörinn í nóvember næstkomandi. AP Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka í forkosningum Demókrata um hver verður frambjóðandi flokksins í borgarstjórakosningum í New York sem fram fara í nóvember. Ákvörðun Cuomo þýðir að allt bendi til að hinn 33 ára Zohran Mamdani, sósíalisti og þingmaður á ríkisþingi New York, verði frambjóðandi Demókrata. Verði Mamdami kjörinn borgarstjóri verður hann fyrsti músliminn og Bandaríkjamaðurinn af indverskum uppruna til að stýra þessari einni af stærstu borgum Bandaríkjanna. Cuomo hafði sett stefnuna á óvænta pólitíska endurkomu eftir að hann sagði af sér sem ríkisstjóri fyrir fjórum árum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var ríkisstjóri New York á árunum 2011 til 2021. Fréttaskýrendur vestanhafs segja ósigur Cuomo einn þann óvæntasta í sögu New York-borgar. Fluttist til Bandaríkjanna sjö ára Mamdami fæddist í Úganda en fjölskylda hans fluttist til New York þegar hann var sjö ára gamall. Í frétt BBC segir að í kosningabaráttunni hafi hann meðal annars birt kosningamyndbönd þar sem hann talar urdu og þar sem hann nýtti myndefni úr Bollywood-myndum. Í öðru myndbandi ávarpaði hann kjósendur á spænsku. Mamdami hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við baráttu Palesínumanna við Ísraela og hefur málflutningur hans sætt gagnrýni innan raða Demókrataflokksins. Hann hefur sömuleiðis talað fyrir fríum almenningssamgöngum og heilbrigðisþjónustu, frystingu leiguverðs og einnig að borgin reki matvöruverslanir. Andrew Cuomo var ríkisstjóri New York-ríkis á árunum 2011 til 2021 en sagði af sér í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann hugði á endurkomu í pólitíkina.AP Mamdami „vann“ Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði hinn 67 ára Cuomo að Mamdano hafi „unnið“ forkosningarnar og að Cuomo ætli sér nú að endurmeta stöðuna og „taka ákvarðanir“. Forkosningar Demókrata eru almennt taldar ákvarða hver verður borgarstjóri New York-borgar, en borgin er eitt helsta vígi Demókrata og meirihluti íbúa frjálslyndir í skoðunum. Niðurstöður gærkvöldsins sýndu Mamdami með öruggt forskot en þó ekki þann hreina meirihluta sem þarf til að hljóta útnefningu. Tilkynning Cuomo kom nokkuð á óvart þar sem talning mun halda áfram eitthvað fram í næstu viku. Í forkosningunum mega flokksmenn raða fimm frambjóðendum í röð og er talning fyrir vikið tímafrek. Í samtali við New York Times segir Cuomo að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvort að hann muni bjóða sig fram sem óháður í kosningunum sem fram fara í nóvember. Bandaríkin Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Ákvörðun Cuomo þýðir að allt bendi til að hinn 33 ára Zohran Mamdani, sósíalisti og þingmaður á ríkisþingi New York, verði frambjóðandi Demókrata. Verði Mamdami kjörinn borgarstjóri verður hann fyrsti músliminn og Bandaríkjamaðurinn af indverskum uppruna til að stýra þessari einni af stærstu borgum Bandaríkjanna. Cuomo hafði sett stefnuna á óvænta pólitíska endurkomu eftir að hann sagði af sér sem ríkisstjóri fyrir fjórum árum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var ríkisstjóri New York á árunum 2011 til 2021. Fréttaskýrendur vestanhafs segja ósigur Cuomo einn þann óvæntasta í sögu New York-borgar. Fluttist til Bandaríkjanna sjö ára Mamdami fæddist í Úganda en fjölskylda hans fluttist til New York þegar hann var sjö ára gamall. Í frétt BBC segir að í kosningabaráttunni hafi hann meðal annars birt kosningamyndbönd þar sem hann talar urdu og þar sem hann nýtti myndefni úr Bollywood-myndum. Í öðru myndbandi ávarpaði hann kjósendur á spænsku. Mamdami hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við baráttu Palesínumanna við Ísraela og hefur málflutningur hans sætt gagnrýni innan raða Demókrataflokksins. Hann hefur sömuleiðis talað fyrir fríum almenningssamgöngum og heilbrigðisþjónustu, frystingu leiguverðs og einnig að borgin reki matvöruverslanir. Andrew Cuomo var ríkisstjóri New York-ríkis á árunum 2011 til 2021 en sagði af sér í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann hugði á endurkomu í pólitíkina.AP Mamdami „vann“ Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði hinn 67 ára Cuomo að Mamdano hafi „unnið“ forkosningarnar og að Cuomo ætli sér nú að endurmeta stöðuna og „taka ákvarðanir“. Forkosningar Demókrata eru almennt taldar ákvarða hver verður borgarstjóri New York-borgar, en borgin er eitt helsta vígi Demókrata og meirihluti íbúa frjálslyndir í skoðunum. Niðurstöður gærkvöldsins sýndu Mamdami með öruggt forskot en þó ekki þann hreina meirihluta sem þarf til að hljóta útnefningu. Tilkynning Cuomo kom nokkuð á óvart þar sem talning mun halda áfram eitthvað fram í næstu viku. Í forkosningunum mega flokksmenn raða fimm frambjóðendum í röð og er talning fyrir vikið tímafrek. Í samtali við New York Times segir Cuomo að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvort að hann muni bjóða sig fram sem óháður í kosningunum sem fram fara í nóvember.
Bandaríkin Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira