Ábyrg stefna í útlendingamálum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. júní 2025 11:02 Landamærin okkar eru orðin pólitískt átakaefni. Engum gagnast að hunsa þá staðreynd. Við verðum að geta rætt málin. Opnum landamærum er mótmælt af einum hópi og lokuðum landamærum mótmælt af öðrum. Þetta eru jaðrarnir. Hlutverk stjórnvalda er að setja sér og fylgja ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Kjarni málsins er þessi: Við getum ekki tekið við öllum. Við eigum hins vegar að taka vel á móti því fólki sem fær leyfi til að setjast hér að. Mikilvægast af öllu er að veita börnum af erlendum uppruna jöfn tækifæri á við íslensk börn. Börn sem hafa flúið hörmungar eiga að fá raunveruleg tækifæri. Aðgangur að tungumálinu er mikilvægasta verkfærið í þeim efnum. Þessum hópi þurfum við að gæta sérstaklega vel að. Mikil fólksfjölgun Á árunum 2022-2024 tók Útlendingastofnun á móti tæplega 28 þúsund umsóknum um dvalarleyfi, rúmlega helmingi fleiri en á árunum á undan. Fjöldi umsókna á árinu 2024 tvöfaldaðist frá árinu 2020. Þessi sömu ár voru metár hvað varðar fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Allt hefur þetta haft áhrif á málsmeðferðartíma hjá stjórnvöldum. Kostnaður ríkissjóðs við umsækjendur um alþjóðlega vernd árin 2022–2024 voru rúmlega 48 milljarðar kr. Miklir fólksflutningar hafa verið til landsins í þágu atvinnulífs undanfarin ár. Á sama tíma hefur mikill fjöldi fólks sótt hér um alþjóðlega vernd. Þetta hefur gerst hratt. Þessu fylgja áskoranir og álag á innviði. Ég heyri þetta í samtölum við kennara, við heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn. Og tölurnar tala sínu máli. Samræmum reglur við nágrannaríkin Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Mín fyrstu skref í þessa átt er frumvarp sem liggur fyrir Alþingi núna. Frumvarpið gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla vernd þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér. Með því er líka afnumin hin svokallaða 18 mánaða regla, séríslensk regla um að útlendingur fái sjálfkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð. Þetta eru nauðsynlegar breytingar. Ég hef líka kynnt áform mín um að efla embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Á næsta haustþingi mun ég leggja fram frumvarp um brottfarastöð ásamt því að færa móttökustöð og framkvæmd ákvarðana um brottvísun og frávísun til lögregluembættisins. Með því verður meðferð mála skilvirkari. Samhliða uppfyllum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Nú eru útlendingar í ólögmætri dvöl vistaðir í fangelsi. Sú framkvæmd hefur verið gagnrýnd og réttilega lýst sem ómannúðlegri. Endurskoðun á dvalarleyfum Á vormánuðum skipaði ég starfshóp um dvalarleyfi með það skýra markmið að rýna reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Mér varð strax ljós á fyrstu dögum mínum í embætti að okkur skortir yfirsýn í þessum málum. Hópurinn færir mér skýrslu og tillögur að úrbótum í sumar. Niðurstöðurnar mun ég kynna sérstaklega. Helsta markmiðið er að loka fyrir misnotkun á dvalarleyfum, tryggja betri úrræði fyrir þolendur mansals og samræma kerfið við Norðurlöndin. Þá er brýnt að einfalda reglur og laða til landsins nauðsynlega starfskrafta. Það á vera erfitt að svindla en létt að gera rétt. Allt eru þetta mikilvæg skref til að ná stjórn á aðstæðum og vinna eftir ábyrgri stefnu. Á Alþingi liggur núna fyrir mikilvægt fyrsta skref. Ríkisstjórnin er samhent um þessar aðgerðir, en nú veltur á stjórnarandstöðunni að bretta hendur fram úr ermum og hætta tafarleikjum. Það er nauðsynlegt svo við getum haldið vinnunni áfram í haust. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Landamæri Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Landamærin okkar eru orðin pólitískt átakaefni. Engum gagnast að hunsa þá staðreynd. Við verðum að geta rætt málin. Opnum landamærum er mótmælt af einum hópi og lokuðum landamærum mótmælt af öðrum. Þetta eru jaðrarnir. Hlutverk stjórnvalda er að setja sér og fylgja ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Kjarni málsins er þessi: Við getum ekki tekið við öllum. Við eigum hins vegar að taka vel á móti því fólki sem fær leyfi til að setjast hér að. Mikilvægast af öllu er að veita börnum af erlendum uppruna jöfn tækifæri á við íslensk börn. Börn sem hafa flúið hörmungar eiga að fá raunveruleg tækifæri. Aðgangur að tungumálinu er mikilvægasta verkfærið í þeim efnum. Þessum hópi þurfum við að gæta sérstaklega vel að. Mikil fólksfjölgun Á árunum 2022-2024 tók Útlendingastofnun á móti tæplega 28 þúsund umsóknum um dvalarleyfi, rúmlega helmingi fleiri en á árunum á undan. Fjöldi umsókna á árinu 2024 tvöfaldaðist frá árinu 2020. Þessi sömu ár voru metár hvað varðar fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Allt hefur þetta haft áhrif á málsmeðferðartíma hjá stjórnvöldum. Kostnaður ríkissjóðs við umsækjendur um alþjóðlega vernd árin 2022–2024 voru rúmlega 48 milljarðar kr. Miklir fólksflutningar hafa verið til landsins í þágu atvinnulífs undanfarin ár. Á sama tíma hefur mikill fjöldi fólks sótt hér um alþjóðlega vernd. Þetta hefur gerst hratt. Þessu fylgja áskoranir og álag á innviði. Ég heyri þetta í samtölum við kennara, við heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn. Og tölurnar tala sínu máli. Samræmum reglur við nágrannaríkin Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Mín fyrstu skref í þessa átt er frumvarp sem liggur fyrir Alþingi núna. Frumvarpið gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla vernd þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér. Með því er líka afnumin hin svokallaða 18 mánaða regla, séríslensk regla um að útlendingur fái sjálfkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð. Þetta eru nauðsynlegar breytingar. Ég hef líka kynnt áform mín um að efla embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Á næsta haustþingi mun ég leggja fram frumvarp um brottfarastöð ásamt því að færa móttökustöð og framkvæmd ákvarðana um brottvísun og frávísun til lögregluembættisins. Með því verður meðferð mála skilvirkari. Samhliða uppfyllum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Nú eru útlendingar í ólögmætri dvöl vistaðir í fangelsi. Sú framkvæmd hefur verið gagnrýnd og réttilega lýst sem ómannúðlegri. Endurskoðun á dvalarleyfum Á vormánuðum skipaði ég starfshóp um dvalarleyfi með það skýra markmið að rýna reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Mér varð strax ljós á fyrstu dögum mínum í embætti að okkur skortir yfirsýn í þessum málum. Hópurinn færir mér skýrslu og tillögur að úrbótum í sumar. Niðurstöðurnar mun ég kynna sérstaklega. Helsta markmiðið er að loka fyrir misnotkun á dvalarleyfum, tryggja betri úrræði fyrir þolendur mansals og samræma kerfið við Norðurlöndin. Þá er brýnt að einfalda reglur og laða til landsins nauðsynlega starfskrafta. Það á vera erfitt að svindla en létt að gera rétt. Allt eru þetta mikilvæg skref til að ná stjórn á aðstæðum og vinna eftir ábyrgri stefnu. Á Alþingi liggur núna fyrir mikilvægt fyrsta skref. Ríkisstjórnin er samhent um þessar aðgerðir, en nú veltur á stjórnarandstöðunni að bretta hendur fram úr ermum og hætta tafarleikjum. Það er nauðsynlegt svo við getum haldið vinnunni áfram í haust. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun