Hvernig hljómar 100.000 kr. mánaðarlegur samgöngustyrkur? Valur Elli Valsson skrifar 25. júní 2025 12:30 Myndu samgönguvenjur á höfuðborgarsvæðinu líta öðruvísi út ef vinnustaðir myndu bjóða starfsfólki sínu upp á 100.000 kr. samgöngustyrk mánaðarlega fyrir að mæta til vinnu með vistvænum hætti? Já, alveg örugglega. Fjárhagslegur hvati upp á 100.000 kr. á mánuði getur vegið ansi þungt þegar kemur að vali fólks á fararmáta, og þættir eins og áreiðanleiki, ferðatími, þægindi, og aðgengi yrðu líklega aukaatriði í þeim samanburði. Í dag nema skattleysismörk á samgöngustyrkjum fyrirtækja 132.000 kr. á ári (eða 11.000 kr. á mánuði). Vinnustöðum er þó heimilt að veita hærri samgöngustyrki en því sem nemur 11.000 kr. á mánuði, en sá hluti samgöngustyrkja yrði skattlagður. Þessi skattleysismörk hafa þó myndað þak á það hversu háa samgöngustyrki vinnustaðir veita starfsmönnum sínum. Í nýlega afstöðnu meistaraverkefni mínu kom það í ljós að vinnustöðum dettur nánast ekki í hug að veita styrki umfram þessi skattleysismörk, en á sama tíma upplifir stór hluti starfsfólks það að upphæð samgöngustyrkja sé ekki nógu há til að hafa áhrif á hegðun þeirra. En hver yrðu áhrifin af því ef skattleysismörk á samgöngustyrkjum yrðu hækkuð úr 11.000 kr. á mánuði upp í 100.000 kr. á mánuði? Áhrifin á hið opinbera Það mætti halda að áhrifin af slíkum skattalagabreytingum gætu haft neikvæð áhrif á skatttekjur og afkomu ríkissjóðs, þar sem einstaklingar væru að fá ríflegar greiðslur frá vinnuveitendum sínum skattfrjálst, en svo er ekki. Áhrifin á stöðu ríkissjóðs gætu orðið jákvæð ef eitthvað er. Þar sem fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ekki samgöngustyrki umfram skattleysismörkin hafa samgöngustyrkirnir ekki gefið af sér neinar skatttekjur, og yrði engin breyting á því með hærri skattleysismörkum. Útgjöld ríkissjóðs í mörgum stórum málaflokkum gætu hins vegar dregist saman vegna margvíslegra jákvæðra ytri áhrifa. Andleg og líkamleg heilsa fólks myndi batna með aukinni hreyfingu og útiveru, sem myndi draga úr útgjöldum til heilbrigðismála. Minni umferð bíla myndi að auki draga úr umferðartöfum, bæta loftgæði, og draga úr sliti á vegakerfinu. Áhrifin á einstaklinga Jákvæðu áhrifin sem hærri skattleysismörk hefðu á einstaklinga yrðu margþætt. Hið augljósa væri að fólk gæti fengið 100.000 kr. launahækkun fyrir að skipta um fararmáta. Fólk væri að ná inn sinni daglegu hreyfingu sem myndi ekki bara bæta heilsu fólks heldur einnig auka vellíðan, gera fólk tilbúnara til að takast á við vinnudaginn, og hjálpa fólki að losna við streitu vinnudagsins á leiðinni heim. Áhrifin á vinnustaði Kostnaður fyrirtækja til samgöngustyrkja myndi eðlilega aukast, ekki bara vegna þess að kostnaður á starfsmenn yrði hærri heldur einnig þar sem fleiri starfsmenn myndu nýta sér styrkina. En á móti koma ýmsir jákvæðir þættir. Starfsfólk sem mætir í vinnuna með sjálfbærum hætti er tilbúnara í daginn þegar það mætir, svo afköst þeirra ættu að vera meiri en hjá þeim sem keyra í vinnuna hálfsofandi og þurfa tvo kaffibolla til að komast í gang. Í rannsókn frá Finnlandi kemur fram að þeir sem hjóla í vinnuna taka að meðaltali 4,5 færri veikindadaga á ári en þeir sem keyra. Vinnustaðir gætu því nýtt það starfsfólk heillri vinnuviku meira í starfi en þeir sem keyra. Líkur á veikindaleyfum til lengri tíma eru einnig 18% minni hjá þeim sem hjóla til vinnu en hjá þeim sem keyra. Útgjöld vinnustaða í bílastæðamálum ættu einnig að dragast saman, þar sem færri ökumenn væru að nýta bílastæðin. 100.000 kr. í mánaðarlega samgöngustyrki er vissulega ansi há upphæð, og jafnvel óraunhæf, en með því að hækka skattleysismörkin sem um þetta nemur þurfa vinnustaðir ekki að hækka sína styrki. Vinnustaðir gætu haldið sínu striki og boðið áfram upp á 11.000 kr. styrki á mánuði. En þeir vinnustaðir sem raunverulega vilja hafa áhrif á ferðavenjur starfsfólks síns gætu hækkað styrkina sína og þar með hvatt þau til að ferðast með sjálfbærum hætti til vinnu. Höfundur er skipulags- og hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Myndu samgönguvenjur á höfuðborgarsvæðinu líta öðruvísi út ef vinnustaðir myndu bjóða starfsfólki sínu upp á 100.000 kr. samgöngustyrk mánaðarlega fyrir að mæta til vinnu með vistvænum hætti? Já, alveg örugglega. Fjárhagslegur hvati upp á 100.000 kr. á mánuði getur vegið ansi þungt þegar kemur að vali fólks á fararmáta, og þættir eins og áreiðanleiki, ferðatími, þægindi, og aðgengi yrðu líklega aukaatriði í þeim samanburði. Í dag nema skattleysismörk á samgöngustyrkjum fyrirtækja 132.000 kr. á ári (eða 11.000 kr. á mánuði). Vinnustöðum er þó heimilt að veita hærri samgöngustyrki en því sem nemur 11.000 kr. á mánuði, en sá hluti samgöngustyrkja yrði skattlagður. Þessi skattleysismörk hafa þó myndað þak á það hversu háa samgöngustyrki vinnustaðir veita starfsmönnum sínum. Í nýlega afstöðnu meistaraverkefni mínu kom það í ljós að vinnustöðum dettur nánast ekki í hug að veita styrki umfram þessi skattleysismörk, en á sama tíma upplifir stór hluti starfsfólks það að upphæð samgöngustyrkja sé ekki nógu há til að hafa áhrif á hegðun þeirra. En hver yrðu áhrifin af því ef skattleysismörk á samgöngustyrkjum yrðu hækkuð úr 11.000 kr. á mánuði upp í 100.000 kr. á mánuði? Áhrifin á hið opinbera Það mætti halda að áhrifin af slíkum skattalagabreytingum gætu haft neikvæð áhrif á skatttekjur og afkomu ríkissjóðs, þar sem einstaklingar væru að fá ríflegar greiðslur frá vinnuveitendum sínum skattfrjálst, en svo er ekki. Áhrifin á stöðu ríkissjóðs gætu orðið jákvæð ef eitthvað er. Þar sem fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ekki samgöngustyrki umfram skattleysismörkin hafa samgöngustyrkirnir ekki gefið af sér neinar skatttekjur, og yrði engin breyting á því með hærri skattleysismörkum. Útgjöld ríkissjóðs í mörgum stórum málaflokkum gætu hins vegar dregist saman vegna margvíslegra jákvæðra ytri áhrifa. Andleg og líkamleg heilsa fólks myndi batna með aukinni hreyfingu og útiveru, sem myndi draga úr útgjöldum til heilbrigðismála. Minni umferð bíla myndi að auki draga úr umferðartöfum, bæta loftgæði, og draga úr sliti á vegakerfinu. Áhrifin á einstaklinga Jákvæðu áhrifin sem hærri skattleysismörk hefðu á einstaklinga yrðu margþætt. Hið augljósa væri að fólk gæti fengið 100.000 kr. launahækkun fyrir að skipta um fararmáta. Fólk væri að ná inn sinni daglegu hreyfingu sem myndi ekki bara bæta heilsu fólks heldur einnig auka vellíðan, gera fólk tilbúnara til að takast á við vinnudaginn, og hjálpa fólki að losna við streitu vinnudagsins á leiðinni heim. Áhrifin á vinnustaði Kostnaður fyrirtækja til samgöngustyrkja myndi eðlilega aukast, ekki bara vegna þess að kostnaður á starfsmenn yrði hærri heldur einnig þar sem fleiri starfsmenn myndu nýta sér styrkina. En á móti koma ýmsir jákvæðir þættir. Starfsfólk sem mætir í vinnuna með sjálfbærum hætti er tilbúnara í daginn þegar það mætir, svo afköst þeirra ættu að vera meiri en hjá þeim sem keyra í vinnuna hálfsofandi og þurfa tvo kaffibolla til að komast í gang. Í rannsókn frá Finnlandi kemur fram að þeir sem hjóla í vinnuna taka að meðaltali 4,5 færri veikindadaga á ári en þeir sem keyra. Vinnustaðir gætu því nýtt það starfsfólk heillri vinnuviku meira í starfi en þeir sem keyra. Líkur á veikindaleyfum til lengri tíma eru einnig 18% minni hjá þeim sem hjóla til vinnu en hjá þeim sem keyra. Útgjöld vinnustaða í bílastæðamálum ættu einnig að dragast saman, þar sem færri ökumenn væru að nýta bílastæðin. 100.000 kr. í mánaðarlega samgöngustyrki er vissulega ansi há upphæð, og jafnvel óraunhæf, en með því að hækka skattleysismörkin sem um þetta nemur þurfa vinnustaðir ekki að hækka sína styrki. Vinnustaðir gætu haldið sínu striki og boðið áfram upp á 11.000 kr. styrki á mánuði. En þeir vinnustaðir sem raunverulega vilja hafa áhrif á ferðavenjur starfsfólks síns gætu hækkað styrkina sína og þar með hvatt þau til að ferðast með sjálfbærum hætti til vinnu. Höfundur er skipulags- og hagfræðingur.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun