Stóðhryssur ekki moldvörpur Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 25. júní 2025 14:31 Antílópur eru ekki heldur mýs. Þetta vita dýralæknar og þeir þekkja muninn á blóðhag dýra. Mér finnst ekki gaman að skrifa þessa grein, enda ekki mitt hlutverk að útskýra blóðtöku, en ég vil sannarlega varna íslenskum stóðhryssum frá því að vera attar auri sem illa haldin dýr. Þær eru það ekki. Og helst að þær fái að lifa. Markmiðið með greininni er að koma grunduðum upplýsingum til almennings. Fræðilegur hluti greinarinnar er yfirlesin af tveim dýralæknum. Helstu ósannindin sem almenningur hefur verið mataður á um blóðtökuna eru að folöldin séu óeðlilega lítil við slátrun af því hryssurnar geti ekki mjólkað eðlilega, að það sé tekið allt of mikið blóð, að hryssurnar séu í yfirliðum, deyjandi eða miður sín af skelfingu. Ég skil vel að fólk sé reitt ef það trúir þessu. Hryssurnar mjólka vel, enda hraustar. Fallþungi folalda við slátrun miðað við aldur þeirra hefur ekkert breyst, þær tölur eru til langt aftur í tímann. Atvinnuvegaráðuneytið fól Keldum árið 2022 að gera vísindarannsókn á áhrifum blóðtöku á blóðhag hryssnanna. Rannsóknin sýndi að hryssurnar standa sig vel og þær örfáu hryssur sem ná neðri viðmiðunarmörkum við fyrstu blóðtöku jafna sig fljótt. Niðurstaða rannsóknarinnar er að áhrifin eru mild og skammvinn. Nei hryssurnar eru hvorki í yfirliðum né deyja þær vegna blóðmagnsins sem er tekið. Þannig yrði aldrei farið með dýr hér. Stór hluti af áróðrinum hefur verið að þeim sé tekið of mikið blóð. Þar er bent á viðmið úr annarri rannsókn sem eiga við um blóðhag litilla nagdýra, sem og apakatta og smásvína sem haldin eru í búrum á tilraunastofum. Eftir því sem dýr eru smærri þeim mun viðkvæmara er jafnvægið á blóðbúskap þeirra og því eðlilegt að varúðarviðmið hjá þeim sé lægra en hjá stærri dýrum. Viðmið við smádýrin eru að taka ekki meira en 7,5% af blóðmagni þeirra vikulega – og árið um kring, semsagt í 52 skipti öll árin sem dýrinu er tekið blóð. Úr hryssunum okkar hér eru teknir 5 lítrar vikulega síðsumarsí mest 8 skipti, meðaltalið er 6 skipti. Það er um það bil 16-18% af blóði þeirra. En hér er það sem dýralæknar vita og þið þurfið líka að vita: þar sem hestar eru þróunarsögulega flóttadýr sem þurtu að þola að geta hlaupið lengi á berangri undan rándýrum, halda þeir verulegan varabirgðir af rauðum blóðkornum í miltanu til að grípa til og dæla út í blóðið. Blóðmyndun er því hröð. Svona er blóðhagur hesta, en ekki manna. Né músa. Hestar geyma um það bil 30% af blóði sínu sem tiltækan varaforða í miltanu og þetta er ein aðalástæðan fyrir að hryssurnar okkar þola blóðtökuna vel. Þetta truflar ekki blóðhaginn hjá þeim þannig að þær eigi erfitt að bæta sér það. En myndi trufla mýs. Og menn. Nei, þær eru ekki miður sín af skelfingu og ekki í lærðu hjálparleysi. Þær svara fyrir sig, eru pirraðar og leiðist þetta, frekar en annað. Eins og kindur þegar þær eru klaufaklipptar: finnst það ekki gaman. Eða hundar sem þarf að bursta flækurnar úr. Ekki gaman. Öllum dýrum finnst óþægilegt að láta setja höfuð sitt í þvingaða stöðu, líka hestum, hvort sem það er upp á við eða niður á við með taumtogun. En gagnvart hryssunum er það nauðsynlegt öryggis þeirra vegna. Svona vinna hryssurnar fyrir sér, sem búfé, örfáa daga á ári. Tilvik illrar meðferðar eru fá, enda tók það þrjú ár og fleiri hundruði klukkustunda upptökur með njósnabúnaði á fjölda bæja að finna fáein tilvik. Auðvitað á að taka á slíku, en tilvik illrar meðferðar eru ekki ástæða til að banna dýrahaldið. Þá þyrfti raunar að banna allt dýrahald. Já og barneignir. Höfum einnig í huga að þetta eru örfáar (mjög vel stílfærðar) mínútur, en upptökurnar mörg þúsund mínútur þar sem er ekkert að frétta. Ykkur er ekki sýnt það. Það er jafnframt ástæða til að skoða fleiri þætti áróðurs sem hefur verið borinn í ykkur frá Evrópu og næsta grein er um það. Stöndum með hryssunum. Látum ekki taka þær frá okkur. Já, bætum dýrahald, en gerum það með faglegri þekkingu að leiðarljósi. Ef þið viljið fá frumheimildir þá er ykkur velkomið að hafa samband. Höfundur var formaður Dýraverndarsambands Íslands og vinnur að stofnun nýs félagsafls í þágu dýravelferðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Dýr Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Antílópur eru ekki heldur mýs. Þetta vita dýralæknar og þeir þekkja muninn á blóðhag dýra. Mér finnst ekki gaman að skrifa þessa grein, enda ekki mitt hlutverk að útskýra blóðtöku, en ég vil sannarlega varna íslenskum stóðhryssum frá því að vera attar auri sem illa haldin dýr. Þær eru það ekki. Og helst að þær fái að lifa. Markmiðið með greininni er að koma grunduðum upplýsingum til almennings. Fræðilegur hluti greinarinnar er yfirlesin af tveim dýralæknum. Helstu ósannindin sem almenningur hefur verið mataður á um blóðtökuna eru að folöldin séu óeðlilega lítil við slátrun af því hryssurnar geti ekki mjólkað eðlilega, að það sé tekið allt of mikið blóð, að hryssurnar séu í yfirliðum, deyjandi eða miður sín af skelfingu. Ég skil vel að fólk sé reitt ef það trúir þessu. Hryssurnar mjólka vel, enda hraustar. Fallþungi folalda við slátrun miðað við aldur þeirra hefur ekkert breyst, þær tölur eru til langt aftur í tímann. Atvinnuvegaráðuneytið fól Keldum árið 2022 að gera vísindarannsókn á áhrifum blóðtöku á blóðhag hryssnanna. Rannsóknin sýndi að hryssurnar standa sig vel og þær örfáu hryssur sem ná neðri viðmiðunarmörkum við fyrstu blóðtöku jafna sig fljótt. Niðurstaða rannsóknarinnar er að áhrifin eru mild og skammvinn. Nei hryssurnar eru hvorki í yfirliðum né deyja þær vegna blóðmagnsins sem er tekið. Þannig yrði aldrei farið með dýr hér. Stór hluti af áróðrinum hefur verið að þeim sé tekið of mikið blóð. Þar er bent á viðmið úr annarri rannsókn sem eiga við um blóðhag litilla nagdýra, sem og apakatta og smásvína sem haldin eru í búrum á tilraunastofum. Eftir því sem dýr eru smærri þeim mun viðkvæmara er jafnvægið á blóðbúskap þeirra og því eðlilegt að varúðarviðmið hjá þeim sé lægra en hjá stærri dýrum. Viðmið við smádýrin eru að taka ekki meira en 7,5% af blóðmagni þeirra vikulega – og árið um kring, semsagt í 52 skipti öll árin sem dýrinu er tekið blóð. Úr hryssunum okkar hér eru teknir 5 lítrar vikulega síðsumarsí mest 8 skipti, meðaltalið er 6 skipti. Það er um það bil 16-18% af blóði þeirra. En hér er það sem dýralæknar vita og þið þurfið líka að vita: þar sem hestar eru þróunarsögulega flóttadýr sem þurtu að þola að geta hlaupið lengi á berangri undan rándýrum, halda þeir verulegan varabirgðir af rauðum blóðkornum í miltanu til að grípa til og dæla út í blóðið. Blóðmyndun er því hröð. Svona er blóðhagur hesta, en ekki manna. Né músa. Hestar geyma um það bil 30% af blóði sínu sem tiltækan varaforða í miltanu og þetta er ein aðalástæðan fyrir að hryssurnar okkar þola blóðtökuna vel. Þetta truflar ekki blóðhaginn hjá þeim þannig að þær eigi erfitt að bæta sér það. En myndi trufla mýs. Og menn. Nei, þær eru ekki miður sín af skelfingu og ekki í lærðu hjálparleysi. Þær svara fyrir sig, eru pirraðar og leiðist þetta, frekar en annað. Eins og kindur þegar þær eru klaufaklipptar: finnst það ekki gaman. Eða hundar sem þarf að bursta flækurnar úr. Ekki gaman. Öllum dýrum finnst óþægilegt að láta setja höfuð sitt í þvingaða stöðu, líka hestum, hvort sem það er upp á við eða niður á við með taumtogun. En gagnvart hryssunum er það nauðsynlegt öryggis þeirra vegna. Svona vinna hryssurnar fyrir sér, sem búfé, örfáa daga á ári. Tilvik illrar meðferðar eru fá, enda tók það þrjú ár og fleiri hundruði klukkustunda upptökur með njósnabúnaði á fjölda bæja að finna fáein tilvik. Auðvitað á að taka á slíku, en tilvik illrar meðferðar eru ekki ástæða til að banna dýrahaldið. Þá þyrfti raunar að banna allt dýrahald. Já og barneignir. Höfum einnig í huga að þetta eru örfáar (mjög vel stílfærðar) mínútur, en upptökurnar mörg þúsund mínútur þar sem er ekkert að frétta. Ykkur er ekki sýnt það. Það er jafnframt ástæða til að skoða fleiri þætti áróðurs sem hefur verið borinn í ykkur frá Evrópu og næsta grein er um það. Stöndum með hryssunum. Látum ekki taka þær frá okkur. Já, bætum dýrahald, en gerum það með faglegri þekkingu að leiðarljósi. Ef þið viljið fá frumheimildir þá er ykkur velkomið að hafa samband. Höfundur var formaður Dýraverndarsambands Íslands og vinnur að stofnun nýs félagsafls í þágu dýravelferðar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar