Ósýnileg veikindi hafi ekki minna vægi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2025 20:02 Manuela Ósk vill opna umræðuna um ósýnileg veikindi. „Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, sem fékk heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Eins og fjallað hefur verið um hér á Lífinu, var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið reið yfir þann 21. desember 2022. Frænkan bjargaði lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. Síðan þá hefur hún glímt við afleiðingar krónískra veikinda sem hafa djúpstæð áhrif á daglegt líf hennar. Sjá: Í endurhæfingu og erfðarannsókn vegna heilablóðfalls Í samtali við Vísi segir Manuela að markmið hennar sé að opna umræðuna um ósýnileg veikindi og auka skilning samfélagsins á þeim áskorunum sem fylgja langvarandi heilsuvanda. „Það sem ég vil vekja athygli á er að þegar maður glímir við krónísk veikindi þarf maður að skammta orkuna sína. Ég þarf að vanda valið á því hvað ég eyði orkunni minni í. Ég get ekki gert það sama og áður en ég veiktist. Til dæmis geta ferðalög erlendis haft slæm áhrif á heilsuna í marga daga á eftir. Þetta á við um langflest sem ég geri. Ég er mjög viðkvæm fyrir áreiti, hvort sem það er að fara á tónleika erlendis eða á viðburði hér heima, dagarnir á eftir eru oft mjög erfiðir,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Þakklát fyrir það fallega sem lífið býður upp á Manuela birti færslu í hringrásinni (e.story) á Instagram í gær í kjölfar þess að hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún sótti tónleika poppdívunnar Beyoncé, þar sem segist enn vera að ná upp orku eftir ferðalagið. „Á sama tíma og ég er óendanlega þakklát fyrir lífið og að hafa sloppið vel frá heilablóðfalli og slagi, og eiga möguleikana á að njóta þess og upplifa það fallega og skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða þá er lífið með krónísk veikindi oft svo sárt. Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir. Miklir verkir, ég á t.d. mjög erfitt með gang í dag, engin orka og kvíði eru dæmi um það sem það kostar að njóta lífsins fyrir fólk eins og mig. Ég er ekki að skrifa þetta í neinni sjálfsvorkunn heldur til þess eins að minna á að ósýnileg veikindi hafa ekki minna vægi en þau sem við sjáum utan á fólki.“ Heilsa Heilbrigðismál Ástin og lífið Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um hér á Lífinu, var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið reið yfir þann 21. desember 2022. Frænkan bjargaði lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl. Síðan þá hefur hún glímt við afleiðingar krónískra veikinda sem hafa djúpstæð áhrif á daglegt líf hennar. Sjá: Í endurhæfingu og erfðarannsókn vegna heilablóðfalls Í samtali við Vísi segir Manuela að markmið hennar sé að opna umræðuna um ósýnileg veikindi og auka skilning samfélagsins á þeim áskorunum sem fylgja langvarandi heilsuvanda. „Það sem ég vil vekja athygli á er að þegar maður glímir við krónísk veikindi þarf maður að skammta orkuna sína. Ég þarf að vanda valið á því hvað ég eyði orkunni minni í. Ég get ekki gert það sama og áður en ég veiktist. Til dæmis geta ferðalög erlendis haft slæm áhrif á heilsuna í marga daga á eftir. Þetta á við um langflest sem ég geri. Ég er mjög viðkvæm fyrir áreiti, hvort sem það er að fara á tónleika erlendis eða á viðburði hér heima, dagarnir á eftir eru oft mjög erfiðir,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Þakklát fyrir það fallega sem lífið býður upp á Manuela birti færslu í hringrásinni (e.story) á Instagram í gær í kjölfar þess að hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún sótti tónleika poppdívunnar Beyoncé, þar sem segist enn vera að ná upp orku eftir ferðalagið. „Á sama tíma og ég er óendanlega þakklát fyrir lífið og að hafa sloppið vel frá heilablóðfalli og slagi, og eiga möguleikana á að njóta þess og upplifa það fallega og skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða þá er lífið með krónísk veikindi oft svo sárt. Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir. Miklir verkir, ég á t.d. mjög erfitt með gang í dag, engin orka og kvíði eru dæmi um það sem það kostar að njóta lífsins fyrir fólk eins og mig. Ég er ekki að skrifa þetta í neinni sjálfsvorkunn heldur til þess eins að minna á að ósýnileg veikindi hafa ekki minna vægi en þau sem við sjáum utan á fólki.“
Heilsa Heilbrigðismál Ástin og lífið Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira