Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 16:28 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Spánverjum með tvöföldum tollum eftir að þeir höfnuðu tillögu NATO-forrystunnar um að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hafnaði tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála yrðu hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu og sagðist vilja sveigjanlegri formúlu. Slík markmið væru ekki aðeins ósanngjörn heldur hefðu einnig þveröfug áhrif. Trump ósáttur Spánverjar voru eina landið sem vildi ekki uppfylla fimm prósenta markmiðið sem Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafði lagt til. Þeir vilja frekar verja 2,1 prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Sanhcéz hafði hrósað sigri eftir að hafa hafnað kröfunni og sagðist hafa sparað þjóð sinni fúlgu fjár. „Ef við hefðum samþykkt fimm prósentin, þá hefðum við þurft að ráðstafa auka 300 milljörðum evra í varnarmál fyrir 2038,“ hefur El País eftir Sánchez, sem bætti við að það fæli í sér niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu. Trump er vægast sagt ósáttur. „Spánn, þetta er hræðilegt það sem þeir hafa gert,“ svaraði Bandaríkjaforseti þegar spænskur blaðamaður spurði hann um viðbrögð við afstöðu Spánverja. Trump benti á að efnahagskerfi Spánar væri gott en að það gæti auðveldlega farið á hliðina ef „eitthvað slæmt gerðist“. Hann hélt áfram: „Veistu hvað við ætlum að gera? Við erum að semja við Spánverja um viðskiptasamning, við ætlum að lát þá borga tvöfalt meira,“ sagði hann þá. „Og mér er í alvörunni alvara um þetta.“ Trump sagðist ætla að semja beint við Spán, ætli jafnvel að gera það sjálfur. „Þeir munu borga meiri pening svona,“ sagði forsetinn og skipaði svo blaðamanninum að segja Spánverjum að leggja eins mikið til og hin NATO-ríkin. Getur hann hækkað tolla? Sem fyrr segir gefur í skyn að Spánn muni borga í formi hærri tolla á spænskar vörur sem spænsk fyrirtæki selja til Bandaríkjanna. En það er hægra sagt en gert fyrir Trump að leggja tolla á Spán einan, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Þegar Bandaríkin hafa lagt tolla á vörur frá Evrópu síðustu mánuði hafa þeir tollar verið lagðir á vörur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Bandaríkin hafa enga sérstaka bandaríska tolla á spænskar vörur eins og er. Bandaríkin gætu þó lagt sérstaka tolla á vörur sem aðeins Spánn selur til Bandaríkjanna, til dæmis sérstaka skinku sem aðeins er framleidd á Spáni. Það verður aftur á móti erfitt að leggja tolla á vörur framleiddar bæði á Spáni og annars staðar, eins og bíla sem framleiddir eru á Spáni, þar sem Bandaríkin myndu þá þurfa að leggja tolla á allt ESB, og þá er hætta á því að ESB svari með tollum á bandarískar vörur eins og við sáum í síðustu viðureign tollastríðsins. Trump hafði þegar frestað tollahækkunum á Evrópusambandið til 9. júlí til þess að rýmka fyrir umræðu um nýjan fríverslunarsamning. Spánn Donald Trump NATO Skattar og tollar Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hafnaði tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála yrðu hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu og sagðist vilja sveigjanlegri formúlu. Slík markmið væru ekki aðeins ósanngjörn heldur hefðu einnig þveröfug áhrif. Trump ósáttur Spánverjar voru eina landið sem vildi ekki uppfylla fimm prósenta markmiðið sem Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafði lagt til. Þeir vilja frekar verja 2,1 prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Sanhcéz hafði hrósað sigri eftir að hafa hafnað kröfunni og sagðist hafa sparað þjóð sinni fúlgu fjár. „Ef við hefðum samþykkt fimm prósentin, þá hefðum við þurft að ráðstafa auka 300 milljörðum evra í varnarmál fyrir 2038,“ hefur El País eftir Sánchez, sem bætti við að það fæli í sér niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu. Trump er vægast sagt ósáttur. „Spánn, þetta er hræðilegt það sem þeir hafa gert,“ svaraði Bandaríkjaforseti þegar spænskur blaðamaður spurði hann um viðbrögð við afstöðu Spánverja. Trump benti á að efnahagskerfi Spánar væri gott en að það gæti auðveldlega farið á hliðina ef „eitthvað slæmt gerðist“. Hann hélt áfram: „Veistu hvað við ætlum að gera? Við erum að semja við Spánverja um viðskiptasamning, við ætlum að lát þá borga tvöfalt meira,“ sagði hann þá. „Og mér er í alvörunni alvara um þetta.“ Trump sagðist ætla að semja beint við Spán, ætli jafnvel að gera það sjálfur. „Þeir munu borga meiri pening svona,“ sagði forsetinn og skipaði svo blaðamanninum að segja Spánverjum að leggja eins mikið til og hin NATO-ríkin. Getur hann hækkað tolla? Sem fyrr segir gefur í skyn að Spánn muni borga í formi hærri tolla á spænskar vörur sem spænsk fyrirtæki selja til Bandaríkjanna. En það er hægra sagt en gert fyrir Trump að leggja tolla á Spán einan, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Þegar Bandaríkin hafa lagt tolla á vörur frá Evrópu síðustu mánuði hafa þeir tollar verið lagðir á vörur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Bandaríkin hafa enga sérstaka bandaríska tolla á spænskar vörur eins og er. Bandaríkin gætu þó lagt sérstaka tolla á vörur sem aðeins Spánn selur til Bandaríkjanna, til dæmis sérstaka skinku sem aðeins er framleidd á Spáni. Það verður aftur á móti erfitt að leggja tolla á vörur framleiddar bæði á Spáni og annars staðar, eins og bíla sem framleiddir eru á Spáni, þar sem Bandaríkin myndu þá þurfa að leggja tolla á allt ESB, og þá er hætta á því að ESB svari með tollum á bandarískar vörur eins og við sáum í síðustu viðureign tollastríðsins. Trump hafði þegar frestað tollahækkunum á Evrópusambandið til 9. júlí til þess að rýmka fyrir umræðu um nýjan fríverslunarsamning.
Spánn Donald Trump NATO Skattar og tollar Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira