Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2025 00:06 Selenskí var fyrr í dag á leiðtogafundi NATO-ríkjanna í Haag. AP Volódimír Selenskí Úkraínuforseti og Alain Berset aðalritari Evrópuráðsins skrifuðu undir samkomulag um stofnun sérstaks dómstóls vegna árásarglæpa á hendur Úkraínu í Strassborg í dag. Frá þessu greinir Selenskí í samfélagsmiðlafærslu. „Samkomulagið og dómstóllinn gefa okkur raunverulegt tækifæri til að tryggja réttlæti vegna árásarglæpa. Við verðum að senda skýr skilaboð: Árás leiðir til refsingar. Evrópa öll þarf að vinna þetta í sameiningu. [Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í] Haag bíður þeirra sem bera ábyrgð. Það er nauðsynlegt að tekin verði ábyrgð. Við erum þakklát Evrópuráðinu fyrir að taka af skarið í þessu ferli. Réttlæti verður sannarlega náð,“ segir í færslunni. Ekki liggur fyrir hvar dómstóllinn verður staðsettur eða hvenær réttarhöld færu fram. Í færslu á Instagram-síðu Evrópuráðsins segir að tilgangurinn með dómstólnum verði að sakfella hátt setta leiðtoga sem eru ábyrgir fyrir árásarglæpum Rússa gegn Úkraínu. Árásarglæpir vísi til ólögmætrar beitingar hervalds á hendur öðru ríki. Í maí árið 2023 skrifuðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þáverandi utanríkisráðherra og Dmytro Kuleba, þáverandi utanríkisráðherra Úkraínu, undir sameiginlega yfirlýsingu sem fól í sér stofnun sérstaks dómstóls sem tryggði ábyrgðarskyldu vegna árásarglæpa. Friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna hafa enn og aftur siglt í strand en á síðasta viðræðufundi, sem fór fram í Istanbúl, lögðu rússneskir erindrekar fram kröfur sem Úkraínumenn höfðu áður sagt óásættanlegar og fela í sér uppgjöf gagnvart Rússlandi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. 25. júní 2025 19:16 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Frá þessu greinir Selenskí í samfélagsmiðlafærslu. „Samkomulagið og dómstóllinn gefa okkur raunverulegt tækifæri til að tryggja réttlæti vegna árásarglæpa. Við verðum að senda skýr skilaboð: Árás leiðir til refsingar. Evrópa öll þarf að vinna þetta í sameiningu. [Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í] Haag bíður þeirra sem bera ábyrgð. Það er nauðsynlegt að tekin verði ábyrgð. Við erum þakklát Evrópuráðinu fyrir að taka af skarið í þessu ferli. Réttlæti verður sannarlega náð,“ segir í færslunni. Ekki liggur fyrir hvar dómstóllinn verður staðsettur eða hvenær réttarhöld færu fram. Í færslu á Instagram-síðu Evrópuráðsins segir að tilgangurinn með dómstólnum verði að sakfella hátt setta leiðtoga sem eru ábyrgir fyrir árásarglæpum Rússa gegn Úkraínu. Árásarglæpir vísi til ólögmætrar beitingar hervalds á hendur öðru ríki. Í maí árið 2023 skrifuðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þáverandi utanríkisráðherra og Dmytro Kuleba, þáverandi utanríkisráðherra Úkraínu, undir sameiginlega yfirlýsingu sem fól í sér stofnun sérstaks dómstóls sem tryggði ábyrgðarskyldu vegna árásarglæpa. Friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna hafa enn og aftur siglt í strand en á síðasta viðræðufundi, sem fór fram í Istanbúl, lögðu rússneskir erindrekar fram kröfur sem Úkraínumenn höfðu áður sagt óásættanlegar og fela í sér uppgjöf gagnvart Rússlandi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. 25. júní 2025 19:16 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. 25. júní 2025 19:16