Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 13:46 Mads Mikkelsen (t.h.) var með meme af JD Vance (t.v.) í símanum sínum þegar starfsmenn landamæraeftirlitsins stöðvuðu hann. Mynd af viðarpípu hafi þó verið það sem kom Mads í koll. Starfsmenn tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna neita því að hafa meinað norskum ferðamanni inngöngu í landið vegna myndar í síma hans af afskræmdum varaforsetanum JD Vance. Maðurinn hafi ekki fengið inngöngu vegna fyrri vímuefnanotkunar. Þetta kemur fram í færslu Tolla- og landamæraeftirlitsins (CBP) á X (áður Twitter) þar sem stofnunin bregst við fréttaflutningi Daily Mail af málinu. „Staðreyndatékk: RANGT. Mads Mikkelsen var ekki meinuð innganga vegna nokkurra meme-a eða af pólitískum ástæðum, það var vegna fíkniefnanotkunar sem hann gekkst við,“ sagði í færslunni. Fact Check: FALSE Mads Mikkelsen was not denied entry for any memes or political reasons, it was for his admitted drug use. pic.twitter.com/is9eGqILUq— CBP (@CBP) June 24, 2025 Stofnunin er ekki að vísa í danska leikarann Mads Mikkelsen heldur norskan nafna hans, 21 árs gamla ferðamanninn Mads, sem var meinuð innganga til Bandaríkjanna á Newark Liberty-alþjóðaflugvelli þann 11. júní síðastliðinn. Norski fjölmiðillinn Nordlys fjallaði um málið í vikunni og fékk það síðan mikla umfjöllun í norskum, breskum og bandarískum miðlum. Mikkelsen sagði pólitískar skoðanir sínar og grínmynd af varaforsetanum JD Vance hafa verið þess valdandi að honum var ekki hleypt inn í landið. Sköllóttur varaforseti og viðarpípa Umfjöllun Nordlys bar fyrirsögnina „Tvær myndir eyðilögðu draumafrí Mads“ en þar sagði Mikkelsen að starfsmenn landamæraeftirlitsins hefðu hótað að sekta hann um fimm þúsund Bandaríkjadali (600 þúsund í íslenskum krónum) eða senda hann í fimm ára fangelsi ef hann gæfi ekki upp lykilorðið að símanum sínum. Mads segist hafa á endanum samþykkt að hleypa þeim inn í símann og þeir fundið tvær myndir. Á annarri myndinni var búið að eiga við brjóstmynd af JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, þannig hann væri bæði sköllóttur og feitur. Grínmyndir af afskræmdum Vance fóru í dreifingu í mars eftir hitafund bandarískra ráðamanna með Selenskí Úkraínuforseta. Hin myndin var að sögn Mikkelsen af viðarpípu sem hann hafði búið til einhverjum árum fyrr. Hann hafi í kjölfarið varið spurður „spurninga um eiturlyfjasmygl, hryðjuverkaáform og öfgahægristefnu“ og síðan verið látinn gefa þeim blóðprufu. Mikkelsen játaði við starfsmennina að hafa reykt kannabis í tvö skipti, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Nýju-Mexíkó. Þar sem neysla kannabis er lögleg á báðum stöðum taldi Mikkelsen að reykingarnar kæmu málinu ekki við. Nú virðist sem þessar játningar hans hafi komið honum í koll. Ekki liggur þó fyrir af hverju Mikkelsen var tekinn sérstaklega fyrir. Frá því Donald Trump tók við sem forseti hefur borið á fréttum af harðara landamæraeftirliti og fleiri fréttum af fólki sem er snúið við á landamærunum. Bandaríkin Noregur Landamæri Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Tolla- og landamæraeftirlitsins (CBP) á X (áður Twitter) þar sem stofnunin bregst við fréttaflutningi Daily Mail af málinu. „Staðreyndatékk: RANGT. Mads Mikkelsen var ekki meinuð innganga vegna nokkurra meme-a eða af pólitískum ástæðum, það var vegna fíkniefnanotkunar sem hann gekkst við,“ sagði í færslunni. Fact Check: FALSE Mads Mikkelsen was not denied entry for any memes or political reasons, it was for his admitted drug use. pic.twitter.com/is9eGqILUq— CBP (@CBP) June 24, 2025 Stofnunin er ekki að vísa í danska leikarann Mads Mikkelsen heldur norskan nafna hans, 21 árs gamla ferðamanninn Mads, sem var meinuð innganga til Bandaríkjanna á Newark Liberty-alþjóðaflugvelli þann 11. júní síðastliðinn. Norski fjölmiðillinn Nordlys fjallaði um málið í vikunni og fékk það síðan mikla umfjöllun í norskum, breskum og bandarískum miðlum. Mikkelsen sagði pólitískar skoðanir sínar og grínmynd af varaforsetanum JD Vance hafa verið þess valdandi að honum var ekki hleypt inn í landið. Sköllóttur varaforseti og viðarpípa Umfjöllun Nordlys bar fyrirsögnina „Tvær myndir eyðilögðu draumafrí Mads“ en þar sagði Mikkelsen að starfsmenn landamæraeftirlitsins hefðu hótað að sekta hann um fimm þúsund Bandaríkjadali (600 þúsund í íslenskum krónum) eða senda hann í fimm ára fangelsi ef hann gæfi ekki upp lykilorðið að símanum sínum. Mads segist hafa á endanum samþykkt að hleypa þeim inn í símann og þeir fundið tvær myndir. Á annarri myndinni var búið að eiga við brjóstmynd af JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, þannig hann væri bæði sköllóttur og feitur. Grínmyndir af afskræmdum Vance fóru í dreifingu í mars eftir hitafund bandarískra ráðamanna með Selenskí Úkraínuforseta. Hin myndin var að sögn Mikkelsen af viðarpípu sem hann hafði búið til einhverjum árum fyrr. Hann hafi í kjölfarið varið spurður „spurninga um eiturlyfjasmygl, hryðjuverkaáform og öfgahægristefnu“ og síðan verið látinn gefa þeim blóðprufu. Mikkelsen játaði við starfsmennina að hafa reykt kannabis í tvö skipti, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Nýju-Mexíkó. Þar sem neysla kannabis er lögleg á báðum stöðum taldi Mikkelsen að reykingarnar kæmu málinu ekki við. Nú virðist sem þessar játningar hans hafi komið honum í koll. Ekki liggur þó fyrir af hverju Mikkelsen var tekinn sérstaklega fyrir. Frá því Donald Trump tók við sem forseti hefur borið á fréttum af harðara landamæraeftirliti og fleiri fréttum af fólki sem er snúið við á landamærunum.
Bandaríkin Noregur Landamæri Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira