„Augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júní 2025 12:13 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala á meðan að Samfylkingin bætir við sig í nýjustu könnun Maskínu. Þó að Miðflokkurinn sé hástökkvari mánaðarins segir stjórnmálafræðingur könnuna skýrt merki um að málflutningur stjórnarandstöðunnar sé ekki að borga sig. Miðflokkurinn bætir mest við sig á milli mánaða í nýjustu könnun Maskínu eða 3,3 prósentustig og mælist nú með 13 prósenta fylgi. Miðflokkur og Samfylking bæta við sig Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi eftir að hafa fengið 20,8 prósent atkvæða í alþingiskosningum í lok nóvember. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala sem mælist nú með 17,3 prósenta fylgi eftir að hafa hlotið 19,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi frá könnun í maímánuði og mælist nú með 6,6 prósent atkvæða sem er rúmlega helmingur af atkvæðum flokksins í síðustu kosningum. Fylgi Viðreisnar dalar einnig og mælist nú 15,3 prósent. Lítil sem engin breyting hefur orðið á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Gengi ríkisstjórnarinnar það besta frá hruni Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir það merkilegt að ríkisstjórnin haldi enn um 50 prósenta fylgi sem sé óvenjulegt þegar meira en sex mánuðir eru liðnir frá kosningum ef litið er til síðustu ára. „Það lang merkilegasta við þessa könnun er að eftir sjö mánuði frá kosningum hafa styrkleika hlutföllin á milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna ekkert breyst. Allar götur frá hruni hefur það verið þannig að ríkisstjórnin byrjar með mjög gott gengi, kannski 60 prósent stuðning alveg eins og núverandi ríkisstjórn. Þetta hefur farið mjög hratt niður hjá öllum öðrum ríkisstjórnum. Það að ríkisstjórnin hafi haldið sínu fylgi í sjö mánuði er heldur betra en hjá öllum öðrum ríkisstjórnum eftir hrun. Stjórnarandstaðan getur ekki verið ánægð með þessar tölur.“ Hann bendir á að í síðustu kosningum hlutu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír sem nú eru á þingi um 37 prósent atkvæða samtals og mælast nú með svipað fylgi. „Þegar Miðflokkurinn fer upp þá fer Sjálfstæðisflokkurinn niður og öfugt. Það bendir til þess að þessir tveir hægriflokkar séu að sækja í sama kjósendamarkaðinn en þeim hefur ekkert tekist að stækka þann markað á þessum sjö mánuðum sem liðnir eru frá kosningum.“ Tafarleiki og málþóf borgi sig ekki Hann segir könnuna merki um að barátta stjórnarandstöðunnar á þingi sé ekki að skila sér í auknu fylgi. „Það er náttúrulega bara augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist að ná til sín einhverjum nýjum kjósendum. Hún hefur verið með mjög harkalega stjórnarandstöðu á þingi og hefur verið með tafarleika og málþóf en það virðist ekki vera að skila stjórnarandstöðunni nokkrum sköpuðum hlut. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort Flokkur fólksins sé kominn í fallbaráttu þó að fylgi flokksins hafi dalað frá kosningum. „Flokkur fólksins hefur tapað verulegu fylgi frá kosningunum svo líklega hefur töluvert fylgi farið af Flokki fólksins til Samfylkingarinnar. Þó skal hafa í huga að á undanförnum árum hefur það oft gerst að fylgi Samfylkingarinnar er ofmælt í könnunum á milli kosninga og Flokkur fólksins er vanmældur. Hann hefur lent í nokkrum stórsjóum, Flokkur fólksins, en aðallega held ég að þeir muni hugga sig við að vita að fylgi Flokk fólksins alveg frá því að flokkurinn kom fyrst fram hefur fylgið mælst mun minna í könnunum en Flokkur fólksins hefur svo fengið upp úr kössunum.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Miðflokkurinn bætir mest við sig á milli mánaða í nýjustu könnun Maskínu eða 3,3 prósentustig og mælist nú með 13 prósenta fylgi. Miðflokkur og Samfylking bæta við sig Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi eftir að hafa fengið 20,8 prósent atkvæða í alþingiskosningum í lok nóvember. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala sem mælist nú með 17,3 prósenta fylgi eftir að hafa hlotið 19,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi frá könnun í maímánuði og mælist nú með 6,6 prósent atkvæða sem er rúmlega helmingur af atkvæðum flokksins í síðustu kosningum. Fylgi Viðreisnar dalar einnig og mælist nú 15,3 prósent. Lítil sem engin breyting hefur orðið á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Gengi ríkisstjórnarinnar það besta frá hruni Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir það merkilegt að ríkisstjórnin haldi enn um 50 prósenta fylgi sem sé óvenjulegt þegar meira en sex mánuðir eru liðnir frá kosningum ef litið er til síðustu ára. „Það lang merkilegasta við þessa könnun er að eftir sjö mánuði frá kosningum hafa styrkleika hlutföllin á milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna ekkert breyst. Allar götur frá hruni hefur það verið þannig að ríkisstjórnin byrjar með mjög gott gengi, kannski 60 prósent stuðning alveg eins og núverandi ríkisstjórn. Þetta hefur farið mjög hratt niður hjá öllum öðrum ríkisstjórnum. Það að ríkisstjórnin hafi haldið sínu fylgi í sjö mánuði er heldur betra en hjá öllum öðrum ríkisstjórnum eftir hrun. Stjórnarandstaðan getur ekki verið ánægð með þessar tölur.“ Hann bendir á að í síðustu kosningum hlutu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír sem nú eru á þingi um 37 prósent atkvæða samtals og mælast nú með svipað fylgi. „Þegar Miðflokkurinn fer upp þá fer Sjálfstæðisflokkurinn niður og öfugt. Það bendir til þess að þessir tveir hægriflokkar séu að sækja í sama kjósendamarkaðinn en þeim hefur ekkert tekist að stækka þann markað á þessum sjö mánuðum sem liðnir eru frá kosningum.“ Tafarleiki og málþóf borgi sig ekki Hann segir könnuna merki um að barátta stjórnarandstöðunnar á þingi sé ekki að skila sér í auknu fylgi. „Það er náttúrulega bara augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist að ná til sín einhverjum nýjum kjósendum. Hún hefur verið með mjög harkalega stjórnarandstöðu á þingi og hefur verið með tafarleika og málþóf en það virðist ekki vera að skila stjórnarandstöðunni nokkrum sköpuðum hlut. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort Flokkur fólksins sé kominn í fallbaráttu þó að fylgi flokksins hafi dalað frá kosningum. „Flokkur fólksins hefur tapað verulegu fylgi frá kosningunum svo líklega hefur töluvert fylgi farið af Flokki fólksins til Samfylkingarinnar. Þó skal hafa í huga að á undanförnum árum hefur það oft gerst að fylgi Samfylkingarinnar er ofmælt í könnunum á milli kosninga og Flokkur fólksins er vanmældur. Hann hefur lent í nokkrum stórsjóum, Flokkur fólksins, en aðallega held ég að þeir muni hugga sig við að vita að fylgi Flokk fólksins alveg frá því að flokkurinn kom fyrst fram hefur fylgið mælst mun minna í könnunum en Flokkur fólksins hefur svo fengið upp úr kössunum.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira