Þyngdi dóm fyrir tilraun til manndráps Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 15:17 Landsréttur þyngdi dóm yfir Ásgeiri Þór Önnusyni sem braust inn á heimili í Hafnarfirði á aðfangadag 2023 og skaut úr skammbyssu. Vísir/Viktor Freyr Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Ásgeiri Þór Önnusyni úr fimm árum í sex fyrir skotárás í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld 2023. Ásgeir og annar maður brutust grímuklæddir inn á heimili í Hvaleyrarholti og skaut Ásgeir sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp fimm ára dóm yfir Ásgeiri í júní í fyrra fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Tveir aðrir voru dæmdir fyrir að aðstoða Ásgeir, annar þeirra m.a. fyrir að brjótast inn með honum og hinn fyrir að aka þeim til og frá vettvangi. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar tveimur vikum eftir að dómur féll í héraði. Ákæruvaldið krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur en hinir ákærðu að refsing þeirra yrði milduð eða þeir sýknaðir. Í dómi Landsréttar er fallist á að það hefði verið hending ein að skotin hæfðu ekki brotaþola. Einnig segir að Ásgeiri hafi hlotið að vera ljóst að lífshættulegt sé að skjóta sex skotum úr skammbyssu í átt að fólki af stuttu færi, án neinnar vissu um hvar skotin lendi. Því hafi Ásgeiri hlotið að gera sér grein fyrir því að bani gæti hlotist af háttsemi hans. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu Ásgeirs fyrir tilraun til manndráps gagnvart feðginunum, hættubrot gagnvart öðrum tveimur brotaþolum og vopnalagabrot. Var dómurinn yfir Ásgeiri þyngdur úr fimm árum í sex. Þá staðfesti Landsréttur þrjátíu mánaða fangelsisdóm yfir karlmanninum sem tók þátt í árásinni og eins árs skilorðsbundinn dóm yfir átján ára pilti sem ók árásarmönnunum á vettvang. Ákæru um húsbrot var vísað frá dómi. Árásarmennirnir voru dæmdir til að greiða feðginunum samtals fjórar og hálfa milljón króna í miskabætur. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp fimm ára dóm yfir Ásgeiri í júní í fyrra fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Tveir aðrir voru dæmdir fyrir að aðstoða Ásgeir, annar þeirra m.a. fyrir að brjótast inn með honum og hinn fyrir að aka þeim til og frá vettvangi. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar tveimur vikum eftir að dómur féll í héraði. Ákæruvaldið krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur en hinir ákærðu að refsing þeirra yrði milduð eða þeir sýknaðir. Í dómi Landsréttar er fallist á að það hefði verið hending ein að skotin hæfðu ekki brotaþola. Einnig segir að Ásgeiri hafi hlotið að vera ljóst að lífshættulegt sé að skjóta sex skotum úr skammbyssu í átt að fólki af stuttu færi, án neinnar vissu um hvar skotin lendi. Því hafi Ásgeiri hlotið að gera sér grein fyrir því að bani gæti hlotist af háttsemi hans. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu Ásgeirs fyrir tilraun til manndráps gagnvart feðginunum, hættubrot gagnvart öðrum tveimur brotaþolum og vopnalagabrot. Var dómurinn yfir Ásgeiri þyngdur úr fimm árum í sex. Þá staðfesti Landsréttur þrjátíu mánaða fangelsisdóm yfir karlmanninum sem tók þátt í árásinni og eins árs skilorðsbundinn dóm yfir átján ára pilti sem ók árásarmönnunum á vettvang. Ákæru um húsbrot var vísað frá dómi. Árásarmennirnir voru dæmdir til að greiða feðginunum samtals fjórar og hálfa milljón króna í miskabætur.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira