Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar 27. júní 2025 11:32 Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016. Samhliða því hafa ný fyrirtæki hafið rekstur, önnur stækkað við sig og nýr miðbær risið á Selfossi. Allt hefur þetta gjörbreytt allri ásýnd bæjarins. Sveitarfélagið Árborg er þekkt sem þjónustusvæði og óumdeilt að Selfoss er þar í lykilhlutverki sem höfuðstaður verslunar og þjónustu. Ég vil þó með pistli þessum benda á ný tækifæri á Selfossi og í sveitarfélaginu fyrir starfsemi fyrirtækja. Nýjar atvinnulóðir á besta stað Bæjarstjórn Árborgar hefur unnið að því að fjölga atvinnulóðum til úthlutunar og eru hátt í tuttugu atvinnulóðir tilbúnar, eða að verða tilbúnar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð og eru staðsettar við innkomuna á Selfoss (utan ár) við Suðurlandsveg og í Víkurheiði sem liggur meðfram Eyrarbakkavegi. Á myndunum má sjá fjölbreyttar og vel staðsettar lóðir undir atvinnustarfsemi.Aðsend Margir spennandi kostir eru í sveitarfélaginu og nú þegar ný brú yfir Ölfusár er í smíðum skapast enn frekari tækifæri á svæðinu utan ár, næst nýja Suðurlandsveginum. Svæði undir iðnað og aðra atvinnustarfsemi suður af Selfossi og nær Eyrarbakka og Stokkseyri er kjörið fyrir atvinnurekstur sem þarf að vera í grennd við inn- og útflutningshöfn eins og Þorlákshöfn. Framundan er að klára deiliskipulag á nýju atvinnusvæði við Eyrarbakkaveg þar sem í boði verða stærri lóðir undir atvinnustarfsemi sem þarfnast aukins rýmis. Lægri gatnagerðargjöld Fjölbreytt atvinnustarfsemi eykur verðmætasköpun og bætir hag íbúanna. Það er mikilvægt að opinberir aðilar styðji við uppbyggingu atvinnulífs með hóflegri gjaldtöku og nægu lóðaframboði. Bæjaryfirvöld í Árborg vilja með nýsamþykktri atvinnustefnu stuðla að slíkri þróun á svæðinu enda styrkir það samfélagið í heild. Í því ljósi hafa verið gerðar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir atvinnulóðir. Þar er um að ræða fimmtíu prósent lækkun gjalda sem ég tel að geri Sveitarfélagið Árborg samkeppnishæfara og enn áhugaverðari valkost fyrir nýja atvinnustarfsemi í öflugu og vaxandi þéttbýli rétt utan höfuðborgarsvæðisins þar sem er bæði gott að búa og starfa. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016. Samhliða því hafa ný fyrirtæki hafið rekstur, önnur stækkað við sig og nýr miðbær risið á Selfossi. Allt hefur þetta gjörbreytt allri ásýnd bæjarins. Sveitarfélagið Árborg er þekkt sem þjónustusvæði og óumdeilt að Selfoss er þar í lykilhlutverki sem höfuðstaður verslunar og þjónustu. Ég vil þó með pistli þessum benda á ný tækifæri á Selfossi og í sveitarfélaginu fyrir starfsemi fyrirtækja. Nýjar atvinnulóðir á besta stað Bæjarstjórn Árborgar hefur unnið að því að fjölga atvinnulóðum til úthlutunar og eru hátt í tuttugu atvinnulóðir tilbúnar, eða að verða tilbúnar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð og eru staðsettar við innkomuna á Selfoss (utan ár) við Suðurlandsveg og í Víkurheiði sem liggur meðfram Eyrarbakkavegi. Á myndunum má sjá fjölbreyttar og vel staðsettar lóðir undir atvinnustarfsemi.Aðsend Margir spennandi kostir eru í sveitarfélaginu og nú þegar ný brú yfir Ölfusár er í smíðum skapast enn frekari tækifæri á svæðinu utan ár, næst nýja Suðurlandsveginum. Svæði undir iðnað og aðra atvinnustarfsemi suður af Selfossi og nær Eyrarbakka og Stokkseyri er kjörið fyrir atvinnurekstur sem þarf að vera í grennd við inn- og útflutningshöfn eins og Þorlákshöfn. Framundan er að klára deiliskipulag á nýju atvinnusvæði við Eyrarbakkaveg þar sem í boði verða stærri lóðir undir atvinnustarfsemi sem þarfnast aukins rýmis. Lægri gatnagerðargjöld Fjölbreytt atvinnustarfsemi eykur verðmætasköpun og bætir hag íbúanna. Það er mikilvægt að opinberir aðilar styðji við uppbyggingu atvinnulífs með hóflegri gjaldtöku og nægu lóðaframboði. Bæjaryfirvöld í Árborg vilja með nýsamþykktri atvinnustefnu stuðla að slíkri þróun á svæðinu enda styrkir það samfélagið í heild. Í því ljósi hafa verið gerðar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir atvinnulóðir. Þar er um að ræða fimmtíu prósent lækkun gjalda sem ég tel að geri Sveitarfélagið Árborg samkeppnishæfara og enn áhugaverðari valkost fyrir nýja atvinnustarfsemi í öflugu og vaxandi þéttbýli rétt utan höfuðborgarsvæðisins þar sem er bæði gott að búa og starfa. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun