Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2025 09:31 Orri fyririliði og Arnar landsliðsþjálfari fyrir seinni leik Íslands gegn Kósovó Vísir/Getty Fótboltamaðurinn Orri Óskarsson hélt að landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson væri að djóka í sér er hann tilkynnti Orra að hann yrði næsti landsliðsfyrirliði. Eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári kom hann mörgum í opna skjöldu með því að velja hinn tvítuga framherja, Orra Stein sem fyrirliða landsliðsins. Mesti heiður sem landsliðsmaður getur fengið en Orri, sem er leikmaður Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. skilur ákvörðun Arnars. „Nei þegar að hann sagði mér frá þessu fyrst í símanum þá hélt ég að hann væri að djóka í mér. En svo syncaði þetta inn hjá manni og maður var í smá sjokki. En ég skil vissulega af hverju hann myndi vilja gera mig að fyrirliða. Ég er tuttugu ára gamall, er að spila í einni af topp fimm deildum í heiminum og er með smitandi gleði í mér. Ég næ að tengja mjög vel við flestalla sem ég hitti, er mjög góður í samskiptum og að tengjast fólki. Þetta eru ákveðnir eiginleikar sem fyrirliði þarf að hafa.“ Arnar tjáði Orra frá ákvörðuninni símleiðis eftir Evrópuleik Sociedad í Róm undir lok janúar. „Maður var bara einhvern veginn í sjokki restina af ferðinni heim. Ég þurfti að halda þessu leyndu svolítið lengi. Það var mjög erfitt þar sem að þetta er með stærri fréttum sem maður getur fengið sem fótboltamaður. Ég var mjög stoltur, fjölskyldan mjög stolt. Frábær stund.“ Orri bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í útileik gegn Kósovó. Sem framherji er hann vanur pressunni sem fylgir því að leiða sóknarleik liða en sem fyrirliði fann hann mun. „Þetta var aðeins öðruvísi pressa, maður þurfti einhvern veginn að taka ábyrgð fyrir allt liðið en þegar að ég labbaði inn á völlinn gleymdi ég öllu og var bara ég sjálfur. Spilaði bara minn leik, hjálpaði strákunum á minn hátt. Það var ekkert mikið dýpra en það og maður finnur það bara einhvern veginn inn í sér hvernig fyrirliði maður mun vera. Aron Einar var mjög duglegur við að hjálpa mér með þetta. Við töluðum mikið um að ég ætti bara að vera ég sjálfur, ekki breyta mér í einhvern annan sökum þess að ég er fyrirliði.“ Viðtalið við Orra Stein í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári kom hann mörgum í opna skjöldu með því að velja hinn tvítuga framherja, Orra Stein sem fyrirliða landsliðsins. Mesti heiður sem landsliðsmaður getur fengið en Orri, sem er leikmaður Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. skilur ákvörðun Arnars. „Nei þegar að hann sagði mér frá þessu fyrst í símanum þá hélt ég að hann væri að djóka í mér. En svo syncaði þetta inn hjá manni og maður var í smá sjokki. En ég skil vissulega af hverju hann myndi vilja gera mig að fyrirliða. Ég er tuttugu ára gamall, er að spila í einni af topp fimm deildum í heiminum og er með smitandi gleði í mér. Ég næ að tengja mjög vel við flestalla sem ég hitti, er mjög góður í samskiptum og að tengjast fólki. Þetta eru ákveðnir eiginleikar sem fyrirliði þarf að hafa.“ Arnar tjáði Orra frá ákvörðuninni símleiðis eftir Evrópuleik Sociedad í Róm undir lok janúar. „Maður var bara einhvern veginn í sjokki restina af ferðinni heim. Ég þurfti að halda þessu leyndu svolítið lengi. Það var mjög erfitt þar sem að þetta er með stærri fréttum sem maður getur fengið sem fótboltamaður. Ég var mjög stoltur, fjölskyldan mjög stolt. Frábær stund.“ Orri bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í útileik gegn Kósovó. Sem framherji er hann vanur pressunni sem fylgir því að leiða sóknarleik liða en sem fyrirliði fann hann mun. „Þetta var aðeins öðruvísi pressa, maður þurfti einhvern veginn að taka ábyrgð fyrir allt liðið en þegar að ég labbaði inn á völlinn gleymdi ég öllu og var bara ég sjálfur. Spilaði bara minn leik, hjálpaði strákunum á minn hátt. Það var ekkert mikið dýpra en það og maður finnur það bara einhvern veginn inn í sér hvernig fyrirliði maður mun vera. Aron Einar var mjög duglegur við að hjálpa mér með þetta. Við töluðum mikið um að ég ætti bara að vera ég sjálfur, ekki breyta mér í einhvern annan sökum þess að ég er fyrirliði.“ Viðtalið við Orra Stein í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira