Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 16:01 Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg. Dómarar þar færðu sitjandi forseta stóran sigur í hendur í dag. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna sló eitt helsta lagalega vopnið úr höndum andstæðinga Bandaríkjaforseta í dag þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að lægri dómsstólar hefðu ekki vald til þess að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans. Dómari sem var á öndverðum meiði sagði niðurstöðuna ógna réttarríkinu í Bandaríkjunum. Dómurinn í dag féll í máli sem varðaði tilskipun sem Bandaríkjaforseti gaf út á fyrsta degi sínum í embætti og svipti einstaklinga sem fæðast í Bandaríkjunum ríkisborgararétti ef foreldrar þeirra voru dvöldu ólöglega eða á skammtímadvalarleyfi í landinu. Niðurstaðan þýðir að forsetinn getur framfylgt tilskipunininni að óbreyttu og að einstaka dómarar á lægri dómstigum geta ekki lengur gefið út lögbönn á landsvísu. Hæstiréttur tók ekki endanlega afstöðu til lögmætis tilskipunarinnar um ríkisborgararétt. Vísaði meirihlutinn því til lægri dómstiga að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til þess að setja lögbann á tilskipunina á landsvísu ef stjórnir einstakra ríkja höfðuðu mál til þess. Engin nýjung en færst í aukana Alríkisdómarar vítt og breitt um Bandaríkin hafa gefið út tímabundin lögbönn við fjölda aðgerða ríkisstjórnar repúblikana frá forsetaskiptum í janúar. Þessi lögbönn hafa verið þyrnir í augum forsetans og bandamanna hans. Alríkisumdæmisdómstólar komu í veg fyrir að tilskipu forsetans um ríkisborgararétt tæki gildi með lögbanni á landsvísu þar sem þeir töldu hana þverbrjóta fjórtánda viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hann kveður á um að allir þeir sem fæðast í Bandaríkjunum teljist ríkisborgarar. Tilskipunin samræmdist heldur ekki dómafordæmi hæstaréttar. Lögbönn á landsvísu af þessu tagi eru ekki nýjung þótt þau hafi orðið tíðari á fyrstu mánuðum sitjandi ríkisstjórnar. Dómarar beittu þeim í tuga skipta gegn ríkisstjórn Joe Biden, fyrrverandi forseta, og á fyrra kjörtímabili núverandi forseta. Saka réttinn um að afsala sér skyldum sínum Í rökstuðningi sínum sögðu sex íhaldsmennirnir við hæstarétt, sem voru allir skipaðir af repúblikönum, að umdæmisdómarar gætu aðeins veitt einstaklingum eða hópum sem höfðuðu mál lögbann. Þeir mættu ekki veita öðrum þá vernd nema í hópmálsóknum. Þessu andmæltu frjálslyndu dómarar þrír við réttinn harðlega. Í minnihlutaáliti þeirra sagði að allir dómstólar sem hefðu tekið tilskipun forsetans fyrir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hún bryti klárlega gegn stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði vikið sér undan skyldu sinni að halda uppi lögum. Í þessu ljósi reyndi Bandaríkjastjórn ekki einu sinni að halda því fram að tilskipunin stæðist stjórnarskrá heldur bæði hún réttinn um að komast að þeirri niðurstöðu að „sama hversu ólögleg lög eða stefna er megi dómstólar aldrei einfaldlega segja framkvæmdavaldinu að hætta að framfylgja henni gagnvart öllum“. Ketanji Brown Jackson sem Joe BIden skipaði hæstaréttardómara.AP/J. Scott Applewhite Sonya Sotomayor, dómarinn sem skrifaði minnihlutaálitið, las það upp í dómsal en slíkt er sagt afar fátítt og til marks um hversu áköf andstaða minnihlutans var. Ketanji Brown Jackson, einn dómaranna þriggja, bætti um betur í öðru séráliti. Þar tók hún undir með frjálslyndum félögum sínum en bætti við að ákvörðun réttarins að leyfa framkvæmdastjórninni að brjóta stjórnarskrárvarin réttindi allra þeirra sem ekki hefðu höfðað mál fyrir dómstólum sjálfir væri „tilvistarleg ógn við réttarríkið“. Valdatilfærsla til framkvæmdavaldsins Pam Bondi, dómsmálaráðherra, fagnaði niðurstöðunni og að hæstiréttur hefði skipað dómstólum að hætta að taka fram fyrir hendurnar á forsetanum. Ráðuneyti hennar ætli að halda áfram að verja stefnumál hans og rétt til að framfylgja þeim af hörku. Demókratar deila hart á dómarana og saka þá um að ganga erinda Repúblikanaflokksins sem skipaði þá. Niðurstaðan leiddi til þess að brotið yrði á réttindum landsmanna til fjölda ára og framkvæmdavaldið fengi enn meiri völd í hendur. Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Dómurinn í dag féll í máli sem varðaði tilskipun sem Bandaríkjaforseti gaf út á fyrsta degi sínum í embætti og svipti einstaklinga sem fæðast í Bandaríkjunum ríkisborgararétti ef foreldrar þeirra voru dvöldu ólöglega eða á skammtímadvalarleyfi í landinu. Niðurstaðan þýðir að forsetinn getur framfylgt tilskipunininni að óbreyttu og að einstaka dómarar á lægri dómstigum geta ekki lengur gefið út lögbönn á landsvísu. Hæstiréttur tók ekki endanlega afstöðu til lögmætis tilskipunarinnar um ríkisborgararétt. Vísaði meirihlutinn því til lægri dómstiga að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til þess að setja lögbann á tilskipunina á landsvísu ef stjórnir einstakra ríkja höfðuðu mál til þess. Engin nýjung en færst í aukana Alríkisdómarar vítt og breitt um Bandaríkin hafa gefið út tímabundin lögbönn við fjölda aðgerða ríkisstjórnar repúblikana frá forsetaskiptum í janúar. Þessi lögbönn hafa verið þyrnir í augum forsetans og bandamanna hans. Alríkisumdæmisdómstólar komu í veg fyrir að tilskipu forsetans um ríkisborgararétt tæki gildi með lögbanni á landsvísu þar sem þeir töldu hana þverbrjóta fjórtánda viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hann kveður á um að allir þeir sem fæðast í Bandaríkjunum teljist ríkisborgarar. Tilskipunin samræmdist heldur ekki dómafordæmi hæstaréttar. Lögbönn á landsvísu af þessu tagi eru ekki nýjung þótt þau hafi orðið tíðari á fyrstu mánuðum sitjandi ríkisstjórnar. Dómarar beittu þeim í tuga skipta gegn ríkisstjórn Joe Biden, fyrrverandi forseta, og á fyrra kjörtímabili núverandi forseta. Saka réttinn um að afsala sér skyldum sínum Í rökstuðningi sínum sögðu sex íhaldsmennirnir við hæstarétt, sem voru allir skipaðir af repúblikönum, að umdæmisdómarar gætu aðeins veitt einstaklingum eða hópum sem höfðuðu mál lögbann. Þeir mættu ekki veita öðrum þá vernd nema í hópmálsóknum. Þessu andmæltu frjálslyndu dómarar þrír við réttinn harðlega. Í minnihlutaáliti þeirra sagði að allir dómstólar sem hefðu tekið tilskipun forsetans fyrir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hún bryti klárlega gegn stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði vikið sér undan skyldu sinni að halda uppi lögum. Í þessu ljósi reyndi Bandaríkjastjórn ekki einu sinni að halda því fram að tilskipunin stæðist stjórnarskrá heldur bæði hún réttinn um að komast að þeirri niðurstöðu að „sama hversu ólögleg lög eða stefna er megi dómstólar aldrei einfaldlega segja framkvæmdavaldinu að hætta að framfylgja henni gagnvart öllum“. Ketanji Brown Jackson sem Joe BIden skipaði hæstaréttardómara.AP/J. Scott Applewhite Sonya Sotomayor, dómarinn sem skrifaði minnihlutaálitið, las það upp í dómsal en slíkt er sagt afar fátítt og til marks um hversu áköf andstaða minnihlutans var. Ketanji Brown Jackson, einn dómaranna þriggja, bætti um betur í öðru séráliti. Þar tók hún undir með frjálslyndum félögum sínum en bætti við að ákvörðun réttarins að leyfa framkvæmdastjórninni að brjóta stjórnarskrárvarin réttindi allra þeirra sem ekki hefðu höfðað mál fyrir dómstólum sjálfir væri „tilvistarleg ógn við réttarríkið“. Valdatilfærsla til framkvæmdavaldsins Pam Bondi, dómsmálaráðherra, fagnaði niðurstöðunni og að hæstiréttur hefði skipað dómstólum að hætta að taka fram fyrir hendurnar á forsetanum. Ráðuneyti hennar ætli að halda áfram að verja stefnumál hans og rétt til að framfylgja þeim af hörku. Demókratar deila hart á dómarana og saka þá um að ganga erinda Repúblikanaflokksins sem skipaði þá. Niðurstaðan leiddi til þess að brotið yrði á réttindum landsmanna til fjölda ára og framkvæmdavaldið fengi enn meiri völd í hendur.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira