Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 23:40 Gunnar Smári Egilsson var aðalmótorinn í Sósíalistaflokki Íslands fram að hallarbyltingunni á aðalfundi flokksins í maí. Vísir/Anton Brink Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. Í tölvupóstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem skilja má sem svo að hafi haldið utan um rekstur Sósíalistaflokksins, sýslað með peninga flokksins og borgað meðal annars fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti skuggastjórn fyrrverandi stjórnenda flokksins. Sagt er að fyrrverandi stjórn flokksins hafi boðað aðalfund, sem ný stjórn segir ólöglegan, í Vorstjörnunni á mánudaginn næstkomandi. Fullyrt er að fyrir liggi hótanir fyrrverandi stjórnar um að nema á brott fjármagn flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. „Við munum ekki leyfa því að gerast,“ segir ný stjórn í tölvupóstinum. Höfnuðu sáttarboði nýrrar stjórnar Enn fremur segir að fyrrverandi framkvæmdastjórn hafi hafnað sáttarboði nýju stjórnarinnar, sem ný stjórn bauð þeirri gömlu með milligöngu lögfræðinga. „Þar var þess krafist að peningum sem teknir voru í óleyfi af reikningum flokksins eftir aðalfund yrði skilað. Að öðru leyti myndi Vorstjarnan áfram borga leigu húsnæðisins og engir frekari eftirmálar yrðu af málinu.“ „Þess í stað hafa þau meðal annars krafist þess að flokkurinn greiði Vorstjörnunni hátt í 20 milljónir af ríkisstyrk flokksins og dráttarvexti, að flokkurinn borgi endurreiknað „markaðsverð“ leigu „afturvirkt“ og loks að „SÍ rými húsnæðið fyrir 15. júlí nk,“ segir í tölvupóstinum. Þá segir að fyrrverandi stjórn ætli að „tæma algerlega alla sjóði flokksins, hlaupa á burt með þá undir sinni skuggastjórn og gera flokkinn heimilislausan.“ Nýkjörin stjórn flokksins segist ekki taka þetta í mál og hvetur alla félaga til að mæta á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar 30. júní næstkomandi. Leigan hækki afturvirkt úr 217.500 í 930.000 Kröfur Vorstjörnunnar á hendur nýrri stjórn flokksins eru tíundaðar í bréfi sem lögfræðingur Vorstjörnunnar sendi flokknum. Þess er krafist að flokkurinn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi, og reyni ekki yfirtöku á húsnæðinu með neinum hætti. Einnig er þess krafist að látið verði þegar við undirritun samkomulags af persónuárásum og skætingi milli fylkinga í fjölmiðlum og „fasbók.“ Í bréfinu segir að náist ekki samkomulag um skiptingu fjár og eigna verði hugsanlegar kröfur Vorstjörnunnar á hendur Sósíalistaflokknum meðal annars þær að mánaðarlegt leiguframlag flokksins til Vorstjörnunnar hækki afturvirkt úr 217,500 þúsundum í 930,000 á mánuði afturvirkt, með vísan til markaðsverðs, forsendubrests og 36. greinar samningalaga. Bréf Vorstjörnunnar til nýrrar stjórnar Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í tölvupóstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem skilja má sem svo að hafi haldið utan um rekstur Sósíalistaflokksins, sýslað með peninga flokksins og borgað meðal annars fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti skuggastjórn fyrrverandi stjórnenda flokksins. Sagt er að fyrrverandi stjórn flokksins hafi boðað aðalfund, sem ný stjórn segir ólöglegan, í Vorstjörnunni á mánudaginn næstkomandi. Fullyrt er að fyrir liggi hótanir fyrrverandi stjórnar um að nema á brott fjármagn flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. „Við munum ekki leyfa því að gerast,“ segir ný stjórn í tölvupóstinum. Höfnuðu sáttarboði nýrrar stjórnar Enn fremur segir að fyrrverandi framkvæmdastjórn hafi hafnað sáttarboði nýju stjórnarinnar, sem ný stjórn bauð þeirri gömlu með milligöngu lögfræðinga. „Þar var þess krafist að peningum sem teknir voru í óleyfi af reikningum flokksins eftir aðalfund yrði skilað. Að öðru leyti myndi Vorstjarnan áfram borga leigu húsnæðisins og engir frekari eftirmálar yrðu af málinu.“ „Þess í stað hafa þau meðal annars krafist þess að flokkurinn greiði Vorstjörnunni hátt í 20 milljónir af ríkisstyrk flokksins og dráttarvexti, að flokkurinn borgi endurreiknað „markaðsverð“ leigu „afturvirkt“ og loks að „SÍ rými húsnæðið fyrir 15. júlí nk,“ segir í tölvupóstinum. Þá segir að fyrrverandi stjórn ætli að „tæma algerlega alla sjóði flokksins, hlaupa á burt með þá undir sinni skuggastjórn og gera flokkinn heimilislausan.“ Nýkjörin stjórn flokksins segist ekki taka þetta í mál og hvetur alla félaga til að mæta á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar 30. júní næstkomandi. Leigan hækki afturvirkt úr 217.500 í 930.000 Kröfur Vorstjörnunnar á hendur nýrri stjórn flokksins eru tíundaðar í bréfi sem lögfræðingur Vorstjörnunnar sendi flokknum. Þess er krafist að flokkurinn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi, og reyni ekki yfirtöku á húsnæðinu með neinum hætti. Einnig er þess krafist að látið verði þegar við undirritun samkomulags af persónuárásum og skætingi milli fylkinga í fjölmiðlum og „fasbók.“ Í bréfinu segir að náist ekki samkomulag um skiptingu fjár og eigna verði hugsanlegar kröfur Vorstjörnunnar á hendur Sósíalistaflokknum meðal annars þær að mánaðarlegt leiguframlag flokksins til Vorstjörnunnar hækki afturvirkt úr 217,500 þúsundum í 930,000 á mánuði afturvirkt, með vísan til markaðsverðs, forsendubrests og 36. greinar samningalaga. Bréf Vorstjörnunnar til nýrrar stjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08
Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09
Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04