Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2025 12:26 Þeir Jacob Elordi, Tom Holland og Harris Dickinson eru taldir líklegastir til að hreppa hlutverk James Bond. Getty Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. Þetta kemur fram í frétt Varietyum málið. Í fyrradag var greint frá því að fransk-kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve hefði verið ráðinn sem leikstjóri næstu myndar um James Bond, þeirrar 26. í röðinni. Sökum þess að Villeneuve er enn að vinna að Dune: Messiah og framleiðslan er skammt á veg komin mun myndin ekki koma út fyrr en í fyrsta lagi 2028. Næsta skref er að finna handritshöfund fyrir myndina og síðan leikarann sem mun bregða sér í hlutverk spæjarans sjarmerandi. Heimildarmenn Variety segja framleiðendurna vilja breskan leikara undir þrítugu og að þeir Tom Holland, sem er þekktastur fyrir að leika Köngulóarmanninn; Jacob Elordi, sem lék í Saltburn, Euphoria og Priscilla og Harris Dickinson, sem lék nýlega í Babygirl og mun leika John Lennon í ævisögulegri mynd um tónlistarmanninn. Elordi er vissulega Ástrali en það virðist í lagi hjá framleiðendunum enda hefur Ástrali áður leikið Bond þó það hafi bara verið í einni mynd, George Lazenby lék einungis í On Her Majesty’s Secret Service. Séu þessi aldursviðmið ströng er ljóst að hinn 35 ára Aaron Taylor-Johnson, sem fréttastofa Sky fullyrti í fyrra að hefði fengið boð um að leika Bond, er úr leik. Það sama má segja um hinn 52 ára Idris Elba, hinn 47 ára Tom Hardy og hinn 42 ára Henry Cavill sem hafa líka verið sterklega orðaður við hlutverkið. Henry Cavill, Aaron Taylor-Johnson og Idris Elba þykja ólíklegir kostir í ljósi nýjustu frétta.Getty Það verður áhugavert að fylgjast með leitinni að næsta Bond og ljóst að framleiðendurnir geta ekki dólað of lengi. James Bond Bíó og sjónvarp Bretland Hollywood Amazon Tengdar fréttir „Hann er með svona Connery áru yfir sér“ Breska götublaðið The Sun fullyrti í vikunni að breska leikaranum Aaron Taylor-Johnson hefði verið boðið hlutverk njósnara hennar hátignar James Bond. Aðdáendurnir Pétur Ívarsson og Marín Eydal Sigurðardóttir eru bæði ánægð með valið og ganga svo langt að segja að það sé svipur með Aaron og hinum upprunalega Bond, sjálfum Sean Connery. 24. mars 2024 17:00 Hardy sagður líklegastur sem næsti Bond Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. 20. september 2020 22:12 Idris Elba kyndir undir orðrómum um að hann verði næsti Bond Breski leikarinn sló í og úr orðrómunum á Twitter í dag. 12. ágúst 2018 13:18 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Varietyum málið. Í fyrradag var greint frá því að fransk-kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve hefði verið ráðinn sem leikstjóri næstu myndar um James Bond, þeirrar 26. í röðinni. Sökum þess að Villeneuve er enn að vinna að Dune: Messiah og framleiðslan er skammt á veg komin mun myndin ekki koma út fyrr en í fyrsta lagi 2028. Næsta skref er að finna handritshöfund fyrir myndina og síðan leikarann sem mun bregða sér í hlutverk spæjarans sjarmerandi. Heimildarmenn Variety segja framleiðendurna vilja breskan leikara undir þrítugu og að þeir Tom Holland, sem er þekktastur fyrir að leika Köngulóarmanninn; Jacob Elordi, sem lék í Saltburn, Euphoria og Priscilla og Harris Dickinson, sem lék nýlega í Babygirl og mun leika John Lennon í ævisögulegri mynd um tónlistarmanninn. Elordi er vissulega Ástrali en það virðist í lagi hjá framleiðendunum enda hefur Ástrali áður leikið Bond þó það hafi bara verið í einni mynd, George Lazenby lék einungis í On Her Majesty’s Secret Service. Séu þessi aldursviðmið ströng er ljóst að hinn 35 ára Aaron Taylor-Johnson, sem fréttastofa Sky fullyrti í fyrra að hefði fengið boð um að leika Bond, er úr leik. Það sama má segja um hinn 52 ára Idris Elba, hinn 47 ára Tom Hardy og hinn 42 ára Henry Cavill sem hafa líka verið sterklega orðaður við hlutverkið. Henry Cavill, Aaron Taylor-Johnson og Idris Elba þykja ólíklegir kostir í ljósi nýjustu frétta.Getty Það verður áhugavert að fylgjast með leitinni að næsta Bond og ljóst að framleiðendurnir geta ekki dólað of lengi.
James Bond Bíó og sjónvarp Bretland Hollywood Amazon Tengdar fréttir „Hann er með svona Connery áru yfir sér“ Breska götublaðið The Sun fullyrti í vikunni að breska leikaranum Aaron Taylor-Johnson hefði verið boðið hlutverk njósnara hennar hátignar James Bond. Aðdáendurnir Pétur Ívarsson og Marín Eydal Sigurðardóttir eru bæði ánægð með valið og ganga svo langt að segja að það sé svipur með Aaron og hinum upprunalega Bond, sjálfum Sean Connery. 24. mars 2024 17:00 Hardy sagður líklegastur sem næsti Bond Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. 20. september 2020 22:12 Idris Elba kyndir undir orðrómum um að hann verði næsti Bond Breski leikarinn sló í og úr orðrómunum á Twitter í dag. 12. ágúst 2018 13:18 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
„Hann er með svona Connery áru yfir sér“ Breska götublaðið The Sun fullyrti í vikunni að breska leikaranum Aaron Taylor-Johnson hefði verið boðið hlutverk njósnara hennar hátignar James Bond. Aðdáendurnir Pétur Ívarsson og Marín Eydal Sigurðardóttir eru bæði ánægð með valið og ganga svo langt að segja að það sé svipur með Aaron og hinum upprunalega Bond, sjálfum Sean Connery. 24. mars 2024 17:00
Hardy sagður líklegastur sem næsti Bond Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. 20. september 2020 22:12
Idris Elba kyndir undir orðrómum um að hann verði næsti Bond Breski leikarinn sló í og úr orðrómunum á Twitter í dag. 12. ágúst 2018 13:18