Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2025 08:27 Rafael Grossi, formaður Aljóðakjarnorkumálastofnunarinnar, telur yfirlýsingar um gjöreyðileggingu íranskra kjarnorkuinnviða ekki réttar. Getty Formaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) segir Írani hafa bolmagn til að hefja auðgun úrans að nýju, fyrir mögulega kjarnorkusprengju, á „nokkrum mánuðum“ og að kjarnorkuinnviðir landsins séu ekki eins eyðilagðir og Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Rafael Grossi, formaður IAEA, sagði loftárásir Bandaríkjamanna á þrjú kjarnorkumannvirki Írana síðustu helgi hafa valdið töluverðri en „ekki algerri“ eyðileggingu. Yfirlýsingin stangast á við orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sagði kjarnorkustöðvar Írana gjöreyðilagðar. „Í sannleika sagt er ekki hægt halda því fram að allt hafi horfið og það sé ekkert þarna,“ sagði Grossi við fjölmiðla á laugardag. Ísraelar réðust á kjarnorku- og herstöðvar Írana þann 13. júní síðastliðinn og héldu því fram að ástæðan væri að Íranir væru að byggja kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn vörpuðu síðan sprengjum á þrjár kjarnorkustöðvar Írana í Fordo, Natanz og Isfahan. Síðan þá hafa komið fram misvísandi upplýsingar um umfang eyðileggingarinnar og raunverulega stöðu mála. Grossi hélt því fram við CBS News að á nokkrum mánuðum gætu Íranir verið komnir með nokkrar skilvindur sem væru byrjaðar að snúast og framleiða auðgað úran. Rossi sagði einnig að Íranir byggju enn yfir „iðnaðargetu og tæknikunnáttu... svo ef þeir vilja, geta þeir byrjað að geta þetta aftur“. Misvísandi upplýsingar um stöðuna Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er ekki fyrsta stofnunin sem lýsir yfir því að Íranir geti haldið áfram auðgun sinni því fyrr í vikunni birtist skýrsla frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem kom fram að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu aðeins seinkað framleiðslunni um einhverja mánuði. Trump brást við fréttunum með því að lýsa því yfir að kjarnorkustöðvar Írana væru „algjörlega eyðilagðar“ og sakaði hann fjölmiðla um „tilraun til að gera lítið úr einni best heppnuðu hernaðarárás sögunnar“. Hann lýsti því síðan yfir að hann væri tilbúinn til að varpa sprengjum á Íran á ný ef þeir héldu áfram að auðga úran. Íranir hafa ekki heldur talað skýrt um skaðann sem hlaust af loftárásunum. Æðstiklerkurinn Ali Khamenei sagði afleiðingar loftárásirnar ekki vera neitt til að tala um. Utanríkisráðherrann Abbas Araghchi sagði þær hins vegar hafa valdið töluverðum skaða. Íranir hafa átt í strembnu sambandi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og á miðvikudag ákvað íranska þingið að slíta samstarfi við stofnunina og sakaði hana um að skipa sér í lið með Ísraelum og Bandaríkjamönnum. Löndin tvö gerðu árás eftir að stofnunin ályktaði um að ráðamenn í Íran væru ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Íranir halda því fram að kjarnorkuverkefni þeirra sé friðsamlegt og ekki hernaðarlegt. Þrátt fyrir ákvörðun Írana um að slíta samstarfinu segist Grossi vongóður um að semja Írani því það verði að finna einhverja langtíma lausn á málinu. Íran Kjarnorka Bandaríkin Ísrael Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Rafael Grossi, formaður IAEA, sagði loftárásir Bandaríkjamanna á þrjú kjarnorkumannvirki Írana síðustu helgi hafa valdið töluverðri en „ekki algerri“ eyðileggingu. Yfirlýsingin stangast á við orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sagði kjarnorkustöðvar Írana gjöreyðilagðar. „Í sannleika sagt er ekki hægt halda því fram að allt hafi horfið og það sé ekkert þarna,“ sagði Grossi við fjölmiðla á laugardag. Ísraelar réðust á kjarnorku- og herstöðvar Írana þann 13. júní síðastliðinn og héldu því fram að ástæðan væri að Íranir væru að byggja kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn vörpuðu síðan sprengjum á þrjár kjarnorkustöðvar Írana í Fordo, Natanz og Isfahan. Síðan þá hafa komið fram misvísandi upplýsingar um umfang eyðileggingarinnar og raunverulega stöðu mála. Grossi hélt því fram við CBS News að á nokkrum mánuðum gætu Íranir verið komnir með nokkrar skilvindur sem væru byrjaðar að snúast og framleiða auðgað úran. Rossi sagði einnig að Íranir byggju enn yfir „iðnaðargetu og tæknikunnáttu... svo ef þeir vilja, geta þeir byrjað að geta þetta aftur“. Misvísandi upplýsingar um stöðuna Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er ekki fyrsta stofnunin sem lýsir yfir því að Íranir geti haldið áfram auðgun sinni því fyrr í vikunni birtist skýrsla frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem kom fram að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu aðeins seinkað framleiðslunni um einhverja mánuði. Trump brást við fréttunum með því að lýsa því yfir að kjarnorkustöðvar Írana væru „algjörlega eyðilagðar“ og sakaði hann fjölmiðla um „tilraun til að gera lítið úr einni best heppnuðu hernaðarárás sögunnar“. Hann lýsti því síðan yfir að hann væri tilbúinn til að varpa sprengjum á Íran á ný ef þeir héldu áfram að auðga úran. Íranir hafa ekki heldur talað skýrt um skaðann sem hlaust af loftárásunum. Æðstiklerkurinn Ali Khamenei sagði afleiðingar loftárásirnar ekki vera neitt til að tala um. Utanríkisráðherrann Abbas Araghchi sagði þær hins vegar hafa valdið töluverðum skaða. Íranir hafa átt í strembnu sambandi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og á miðvikudag ákvað íranska þingið að slíta samstarfi við stofnunina og sakaði hana um að skipa sér í lið með Ísraelum og Bandaríkjamönnum. Löndin tvö gerðu árás eftir að stofnunin ályktaði um að ráðamenn í Íran væru ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Íranir halda því fram að kjarnorkuverkefni þeirra sé friðsamlegt og ekki hernaðarlegt. Þrátt fyrir ákvörðun Írana um að slíta samstarfinu segist Grossi vongóður um að semja Írani því það verði að finna einhverja langtíma lausn á málinu.
Íran Kjarnorka Bandaríkin Ísrael Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira