Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2025 08:27 Rafael Grossi, formaður Aljóðakjarnorkumálastofnunarinnar, telur yfirlýsingar um gjöreyðileggingu íranskra kjarnorkuinnviða ekki réttar. Getty Formaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) segir Írani hafa bolmagn til að hefja auðgun úrans að nýju, fyrir mögulega kjarnorkusprengju, á „nokkrum mánuðum“ og að kjarnorkuinnviðir landsins séu ekki eins eyðilagðir og Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Rafael Grossi, formaður IAEA, sagði loftárásir Bandaríkjamanna á þrjú kjarnorkumannvirki Írana síðustu helgi hafa valdið töluverðri en „ekki algerri“ eyðileggingu. Yfirlýsingin stangast á við orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sagði kjarnorkustöðvar Írana gjöreyðilagðar. „Í sannleika sagt er ekki hægt halda því fram að allt hafi horfið og það sé ekkert þarna,“ sagði Grossi við fjölmiðla á laugardag. Ísraelar réðust á kjarnorku- og herstöðvar Írana þann 13. júní síðastliðinn og héldu því fram að ástæðan væri að Íranir væru að byggja kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn vörpuðu síðan sprengjum á þrjár kjarnorkustöðvar Írana í Fordo, Natanz og Isfahan. Síðan þá hafa komið fram misvísandi upplýsingar um umfang eyðileggingarinnar og raunverulega stöðu mála. Grossi hélt því fram við CBS News að á nokkrum mánuðum gætu Íranir verið komnir með nokkrar skilvindur sem væru byrjaðar að snúast og framleiða auðgað úran. Rossi sagði einnig að Íranir byggju enn yfir „iðnaðargetu og tæknikunnáttu... svo ef þeir vilja, geta þeir byrjað að geta þetta aftur“. Misvísandi upplýsingar um stöðuna Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er ekki fyrsta stofnunin sem lýsir yfir því að Íranir geti haldið áfram auðgun sinni því fyrr í vikunni birtist skýrsla frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem kom fram að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu aðeins seinkað framleiðslunni um einhverja mánuði. Trump brást við fréttunum með því að lýsa því yfir að kjarnorkustöðvar Írana væru „algjörlega eyðilagðar“ og sakaði hann fjölmiðla um „tilraun til að gera lítið úr einni best heppnuðu hernaðarárás sögunnar“. Hann lýsti því síðan yfir að hann væri tilbúinn til að varpa sprengjum á Íran á ný ef þeir héldu áfram að auðga úran. Íranir hafa ekki heldur talað skýrt um skaðann sem hlaust af loftárásunum. Æðstiklerkurinn Ali Khamenei sagði afleiðingar loftárásirnar ekki vera neitt til að tala um. Utanríkisráðherrann Abbas Araghchi sagði þær hins vegar hafa valdið töluverðum skaða. Íranir hafa átt í strembnu sambandi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og á miðvikudag ákvað íranska þingið að slíta samstarfi við stofnunina og sakaði hana um að skipa sér í lið með Ísraelum og Bandaríkjamönnum. Löndin tvö gerðu árás eftir að stofnunin ályktaði um að ráðamenn í Íran væru ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Íranir halda því fram að kjarnorkuverkefni þeirra sé friðsamlegt og ekki hernaðarlegt. Þrátt fyrir ákvörðun Írana um að slíta samstarfinu segist Grossi vongóður um að semja Írani því það verði að finna einhverja langtíma lausn á málinu. Íran Kjarnorka Bandaríkin Ísrael Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Rafael Grossi, formaður IAEA, sagði loftárásir Bandaríkjamanna á þrjú kjarnorkumannvirki Írana síðustu helgi hafa valdið töluverðri en „ekki algerri“ eyðileggingu. Yfirlýsingin stangast á við orð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sagði kjarnorkustöðvar Írana gjöreyðilagðar. „Í sannleika sagt er ekki hægt halda því fram að allt hafi horfið og það sé ekkert þarna,“ sagði Grossi við fjölmiðla á laugardag. Ísraelar réðust á kjarnorku- og herstöðvar Írana þann 13. júní síðastliðinn og héldu því fram að ástæðan væri að Íranir væru að byggja kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn vörpuðu síðan sprengjum á þrjár kjarnorkustöðvar Írana í Fordo, Natanz og Isfahan. Síðan þá hafa komið fram misvísandi upplýsingar um umfang eyðileggingarinnar og raunverulega stöðu mála. Grossi hélt því fram við CBS News að á nokkrum mánuðum gætu Íranir verið komnir með nokkrar skilvindur sem væru byrjaðar að snúast og framleiða auðgað úran. Rossi sagði einnig að Íranir byggju enn yfir „iðnaðargetu og tæknikunnáttu... svo ef þeir vilja, geta þeir byrjað að geta þetta aftur“. Misvísandi upplýsingar um stöðuna Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er ekki fyrsta stofnunin sem lýsir yfir því að Íranir geti haldið áfram auðgun sinni því fyrr í vikunni birtist skýrsla frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna þar sem kom fram að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu aðeins seinkað framleiðslunni um einhverja mánuði. Trump brást við fréttunum með því að lýsa því yfir að kjarnorkustöðvar Írana væru „algjörlega eyðilagðar“ og sakaði hann fjölmiðla um „tilraun til að gera lítið úr einni best heppnuðu hernaðarárás sögunnar“. Hann lýsti því síðan yfir að hann væri tilbúinn til að varpa sprengjum á Íran á ný ef þeir héldu áfram að auðga úran. Íranir hafa ekki heldur talað skýrt um skaðann sem hlaust af loftárásunum. Æðstiklerkurinn Ali Khamenei sagði afleiðingar loftárásirnar ekki vera neitt til að tala um. Utanríkisráðherrann Abbas Araghchi sagði þær hins vegar hafa valdið töluverðum skaða. Íranir hafa átt í strembnu sambandi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og á miðvikudag ákvað íranska þingið að slíta samstarfi við stofnunina og sakaði hana um að skipa sér í lið með Ísraelum og Bandaríkjamönnum. Löndin tvö gerðu árás eftir að stofnunin ályktaði um að ráðamenn í Íran væru ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Íranir halda því fram að kjarnorkuverkefni þeirra sé friðsamlegt og ekki hernaðarlegt. Þrátt fyrir ákvörðun Írana um að slíta samstarfinu segist Grossi vongóður um að semja Írani því það verði að finna einhverja langtíma lausn á málinu.
Íran Kjarnorka Bandaríkin Ísrael Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira