Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. júní 2025 08:33 Í umræðu um sjávarútveg og tekjur ríkissjóðs hefur allt of oft sú einfaldaða mynd skapast að greinin eigi að „skila sínu“ – með veiðigjöldum eða öðrum sértækum álögum. Líkt og hún sé sjálfstæð ótæmandi tekjulind sem hægt sé að stýra líkt og skrúfað sé frá krana. En sú sýn nær skammt. Hún horfir framhjá því að sjávarútvegur er ekki bara ein atvinnugrein meðal annarra – hann er, eins og fleiri undirstöðuatvinnugreinar, burðarás í vistkerfi íslensks atvinnulífs. Í raun má líta á sjávarútveg sem orkugjafa margra annarra greina. Þegar hann gengur vel, nýtur fjöldi annarra atvinnugreina góðs af. Þegar hann veikist, þá veikjast þær með honum. Þetta á við um tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hanna sjálfvirknilausnir, gervigreind og vöktunarkerfi fyrir vinnslur og skip. Þetta á við um flutningafyrirtæki sem flytja afurðir á markaði, tryggingafélög sem tryggja skip og rekstur, fjármálafyrirtæki sem fjármagna endurnýjun og fjárfestingar, og ráðgjafa sem vinna að gæðastjórnun, markaðssetningu og umhverfismálum. Þúsundir starfa eru háð virkni sjávarútvegsins – þó þau séu ekki innan útgerðarinnar sjálfrar. Þegar við ræðum um „réttláta“ hlutdeild sjávarútvegs í ríkisrekstri, þurfum við að muna að tekjur ríkissjóðs af greininni koma í gegnum marga farvegi. Það eru ekki aðeins veiðigjöld sem skipta máli, heldur einnig tekjuskattar, tryggingagjöld, virðisaukaskattar og aðrar afleiddar skattgreiðslur frá starfsfólki, þjónustuaðilum og undirverktökum. Þetta afleidda skattspor er víðfeðmt – og það byggir á því að grunnstoðin, sjávarútvegurinn sjálfur, gangi vel. Þegar sjávarútveginum gengur vel, þá slagar skattspor hans upp í 100 milljarða og samsett skattspor hinna fjölmörgu greina er hann þjónusta bætir þar tugum milljarða við. Ef við þrengjum að þessari grunnstoð okkar með of miklum álögum, óstöðugu rekstrarumhverfi eða skorti á langtímahugsun, þá dregur úr getu hennar til að skapa aukin verðmæti. Það hefur keðjuverkandi áhrif – ekki bara á útgerðarfyrirtækin, heldur einnig á tugi annarra greina sem byggja afkomu sína að miklu leyti á virkni sjávarútvegsins. Það dregur úr fjárfestingum, nýsköpun, störfum og á endanum dragast skatttekjur ríkisins saman. Við þurfum því að horfa á heildarmyndina. Sjávarútvegur er ekki eyland. Hann er burðarás í vistkerfi atvinnulífsins – og þegar við styðjum við hann, styðjum við við fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í landinu. Það er ekki spurning um að hlífa greininni eða stunda einhverja sérhagsmunagæslu– heldur að hlúa að verðmætasköpuninni sem hún knýr áfram. Það eru hinir raunverulegu almannahagsmunir. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um sjávarútveg og tekjur ríkissjóðs hefur allt of oft sú einfaldaða mynd skapast að greinin eigi að „skila sínu“ – með veiðigjöldum eða öðrum sértækum álögum. Líkt og hún sé sjálfstæð ótæmandi tekjulind sem hægt sé að stýra líkt og skrúfað sé frá krana. En sú sýn nær skammt. Hún horfir framhjá því að sjávarútvegur er ekki bara ein atvinnugrein meðal annarra – hann er, eins og fleiri undirstöðuatvinnugreinar, burðarás í vistkerfi íslensks atvinnulífs. Í raun má líta á sjávarútveg sem orkugjafa margra annarra greina. Þegar hann gengur vel, nýtur fjöldi annarra atvinnugreina góðs af. Þegar hann veikist, þá veikjast þær með honum. Þetta á við um tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hanna sjálfvirknilausnir, gervigreind og vöktunarkerfi fyrir vinnslur og skip. Þetta á við um flutningafyrirtæki sem flytja afurðir á markaði, tryggingafélög sem tryggja skip og rekstur, fjármálafyrirtæki sem fjármagna endurnýjun og fjárfestingar, og ráðgjafa sem vinna að gæðastjórnun, markaðssetningu og umhverfismálum. Þúsundir starfa eru háð virkni sjávarútvegsins – þó þau séu ekki innan útgerðarinnar sjálfrar. Þegar við ræðum um „réttláta“ hlutdeild sjávarútvegs í ríkisrekstri, þurfum við að muna að tekjur ríkissjóðs af greininni koma í gegnum marga farvegi. Það eru ekki aðeins veiðigjöld sem skipta máli, heldur einnig tekjuskattar, tryggingagjöld, virðisaukaskattar og aðrar afleiddar skattgreiðslur frá starfsfólki, þjónustuaðilum og undirverktökum. Þetta afleidda skattspor er víðfeðmt – og það byggir á því að grunnstoðin, sjávarútvegurinn sjálfur, gangi vel. Þegar sjávarútveginum gengur vel, þá slagar skattspor hans upp í 100 milljarða og samsett skattspor hinna fjölmörgu greina er hann þjónusta bætir þar tugum milljarða við. Ef við þrengjum að þessari grunnstoð okkar með of miklum álögum, óstöðugu rekstrarumhverfi eða skorti á langtímahugsun, þá dregur úr getu hennar til að skapa aukin verðmæti. Það hefur keðjuverkandi áhrif – ekki bara á útgerðarfyrirtækin, heldur einnig á tugi annarra greina sem byggja afkomu sína að miklu leyti á virkni sjávarútvegsins. Það dregur úr fjárfestingum, nýsköpun, störfum og á endanum dragast skatttekjur ríkisins saman. Við þurfum því að horfa á heildarmyndina. Sjávarútvegur er ekki eyland. Hann er burðarás í vistkerfi atvinnulífsins – og þegar við styðjum við hann, styðjum við við fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í landinu. Það er ekki spurning um að hlífa greininni eða stunda einhverja sérhagsmunagæslu– heldur að hlúa að verðmætasköpuninni sem hún knýr áfram. Það eru hinir raunverulegu almannahagsmunir. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun