Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. júní 2025 08:33 Í umræðu um sjávarútveg og tekjur ríkissjóðs hefur allt of oft sú einfaldaða mynd skapast að greinin eigi að „skila sínu“ – með veiðigjöldum eða öðrum sértækum álögum. Líkt og hún sé sjálfstæð ótæmandi tekjulind sem hægt sé að stýra líkt og skrúfað sé frá krana. En sú sýn nær skammt. Hún horfir framhjá því að sjávarútvegur er ekki bara ein atvinnugrein meðal annarra – hann er, eins og fleiri undirstöðuatvinnugreinar, burðarás í vistkerfi íslensks atvinnulífs. Í raun má líta á sjávarútveg sem orkugjafa margra annarra greina. Þegar hann gengur vel, nýtur fjöldi annarra atvinnugreina góðs af. Þegar hann veikist, þá veikjast þær með honum. Þetta á við um tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hanna sjálfvirknilausnir, gervigreind og vöktunarkerfi fyrir vinnslur og skip. Þetta á við um flutningafyrirtæki sem flytja afurðir á markaði, tryggingafélög sem tryggja skip og rekstur, fjármálafyrirtæki sem fjármagna endurnýjun og fjárfestingar, og ráðgjafa sem vinna að gæðastjórnun, markaðssetningu og umhverfismálum. Þúsundir starfa eru háð virkni sjávarútvegsins – þó þau séu ekki innan útgerðarinnar sjálfrar. Þegar við ræðum um „réttláta“ hlutdeild sjávarútvegs í ríkisrekstri, þurfum við að muna að tekjur ríkissjóðs af greininni koma í gegnum marga farvegi. Það eru ekki aðeins veiðigjöld sem skipta máli, heldur einnig tekjuskattar, tryggingagjöld, virðisaukaskattar og aðrar afleiddar skattgreiðslur frá starfsfólki, þjónustuaðilum og undirverktökum. Þetta afleidda skattspor er víðfeðmt – og það byggir á því að grunnstoðin, sjávarútvegurinn sjálfur, gangi vel. Þegar sjávarútveginum gengur vel, þá slagar skattspor hans upp í 100 milljarða og samsett skattspor hinna fjölmörgu greina er hann þjónusta bætir þar tugum milljarða við. Ef við þrengjum að þessari grunnstoð okkar með of miklum álögum, óstöðugu rekstrarumhverfi eða skorti á langtímahugsun, þá dregur úr getu hennar til að skapa aukin verðmæti. Það hefur keðjuverkandi áhrif – ekki bara á útgerðarfyrirtækin, heldur einnig á tugi annarra greina sem byggja afkomu sína að miklu leyti á virkni sjávarútvegsins. Það dregur úr fjárfestingum, nýsköpun, störfum og á endanum dragast skatttekjur ríkisins saman. Við þurfum því að horfa á heildarmyndina. Sjávarútvegur er ekki eyland. Hann er burðarás í vistkerfi atvinnulífsins – og þegar við styðjum við hann, styðjum við við fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í landinu. Það er ekki spurning um að hlífa greininni eða stunda einhverja sérhagsmunagæslu– heldur að hlúa að verðmætasköpuninni sem hún knýr áfram. Það eru hinir raunverulegu almannahagsmunir. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í umræðu um sjávarútveg og tekjur ríkissjóðs hefur allt of oft sú einfaldaða mynd skapast að greinin eigi að „skila sínu“ – með veiðigjöldum eða öðrum sértækum álögum. Líkt og hún sé sjálfstæð ótæmandi tekjulind sem hægt sé að stýra líkt og skrúfað sé frá krana. En sú sýn nær skammt. Hún horfir framhjá því að sjávarútvegur er ekki bara ein atvinnugrein meðal annarra – hann er, eins og fleiri undirstöðuatvinnugreinar, burðarás í vistkerfi íslensks atvinnulífs. Í raun má líta á sjávarútveg sem orkugjafa margra annarra greina. Þegar hann gengur vel, nýtur fjöldi annarra atvinnugreina góðs af. Þegar hann veikist, þá veikjast þær með honum. Þetta á við um tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hanna sjálfvirknilausnir, gervigreind og vöktunarkerfi fyrir vinnslur og skip. Þetta á við um flutningafyrirtæki sem flytja afurðir á markaði, tryggingafélög sem tryggja skip og rekstur, fjármálafyrirtæki sem fjármagna endurnýjun og fjárfestingar, og ráðgjafa sem vinna að gæðastjórnun, markaðssetningu og umhverfismálum. Þúsundir starfa eru háð virkni sjávarútvegsins – þó þau séu ekki innan útgerðarinnar sjálfrar. Þegar við ræðum um „réttláta“ hlutdeild sjávarútvegs í ríkisrekstri, þurfum við að muna að tekjur ríkissjóðs af greininni koma í gegnum marga farvegi. Það eru ekki aðeins veiðigjöld sem skipta máli, heldur einnig tekjuskattar, tryggingagjöld, virðisaukaskattar og aðrar afleiddar skattgreiðslur frá starfsfólki, þjónustuaðilum og undirverktökum. Þetta afleidda skattspor er víðfeðmt – og það byggir á því að grunnstoðin, sjávarútvegurinn sjálfur, gangi vel. Þegar sjávarútveginum gengur vel, þá slagar skattspor hans upp í 100 milljarða og samsett skattspor hinna fjölmörgu greina er hann þjónusta bætir þar tugum milljarða við. Ef við þrengjum að þessari grunnstoð okkar með of miklum álögum, óstöðugu rekstrarumhverfi eða skorti á langtímahugsun, þá dregur úr getu hennar til að skapa aukin verðmæti. Það hefur keðjuverkandi áhrif – ekki bara á útgerðarfyrirtækin, heldur einnig á tugi annarra greina sem byggja afkomu sína að miklu leyti á virkni sjávarútvegsins. Það dregur úr fjárfestingum, nýsköpun, störfum og á endanum dragast skatttekjur ríkisins saman. Við þurfum því að horfa á heildarmyndina. Sjávarútvegur er ekki eyland. Hann er burðarás í vistkerfi atvinnulífsins – og þegar við styðjum við hann, styðjum við við fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í landinu. Það er ekki spurning um að hlífa greininni eða stunda einhverja sérhagsmunagæslu– heldur að hlúa að verðmætasköpuninni sem hún knýr áfram. Það eru hinir raunverulegu almannahagsmunir. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun