Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar 30. júní 2025 09:00 Það snarkaði í heitum kolunum undir hvissandi hrossalundinni sem mér hafði áskotnast þrátt fyrir auknar vinsældir og dýrtíð. á þeirri stundu varð mér hugsað til orða Þorgeirs Ljósvetningagoða í snilldar ræðu sinni á Alþingi árið 1000 ".. og við munum áfram borða hrossakjöt.." Í nýlegri grein um leiðsögn og leiðsögunám sem aðjúnkt við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ, Guðmundur Björnsson sendi inn í skoðanadálk á Vísi.is fer hann mikinn í andúð sinni á erlendum leiðsögumönnum og vænir þá alla um fáfræði og fagleysi. Mér þótti þessi grein með ólíkindum og stór furðuleg frá þeim sem á að teljast einna fremstur í fagmennsku og vönduðum vinnubrögðum innan ferðaþjónustu. Hún sýndi andúð á útlendingum en einnig alvarlega vankunnáttu um íslenskt samfélag ofan á hroka í garð þeirra erlendu leiðsögumanna sem valið hafa að starfa hér á Íslandi og bjargað okkur frá mönnunarvanda innan greinarinnnar. Fúsk ofurfræðinganna Guðmundur tekur fyrir í grein sinni sögu af erlendum leiðsögumanni sem varð það á að spyrja Íslenskan sprenglærðan leiðsögumann eðlilegrar og góðrar spurningar um hrossakjötsát Íslendinga. í stað þess að svara af heiðarleika og gera það sem okkur leiðsögumönnum ber, að leita sannleika í hverju máli og fræða sem best, var gripið til hneykslunnar og Guðmundur notar þetta sem dæmi um fúskara innan leiðsagnar. Því miður er fúskið á hans hlið. Guðmundur og hinn sprenglærði hefðu þannig í stað þess að ljúga til um þá fegruðu sögu að við nýtum hesta einvörðungu til gamans, getað sagt viðkomandi leiðsögumanni söguna af Þorgeiri Ljósvettningagoða og þannig slegið tvær flugur í einu höggi og frætt hann um kristnitökuna í leiðinni. Þeir ofurfræðingar hefðu líka getað sagt viðkomandi erlendum fáfærðingi að vegna íhlutunar kirkjunar sem taldi hrossakjötsát tengd helgum siðum og blóti þá vildi kirkjan leggja af slíkt át og banna það. Þeir félagar hefðu líka getað leitað sér upplýsinga rétt eins og alvöru akademikar gera og fengið þær upplýsingar að árið 2024 fluttu Íslendingar út 330 tonn af hrossakjöti, en það er töluvert minna en flutt var út fyrir Covid. Þeir hefðu líka getað fjallað um þann siðfræðilega hluta að vegna blóðmerahalds er aukið magn af folaldakjöti á boðstólum þar sem folöldin eru ekki hugsuð til faglegrar ræktunar á eðalhrossum. Allt þetta hefði verið hægt að upplýsa hinn fúskandi leiðsögumann um þegar hann gerðist svo djarfur að spyrja einfaldrar spurningar en í stað þess drógu menn fram hroka og hleypidóma og ég vil segja andúð á þeim útlendingum sem okkur sárvantar til starfa og við viljum að séu sem fróðastir. Fúsk eða fagmennska Ég sem fúskari innan leiðsagnar hafði jafnvel hugsað mér að taka mig nú til, sjálfum mér til skemmtunar, og ljúka því námi sem ég hóf í EHÍ 2008. Þegar ég hinsvegar sé svona grein frá aðjúnkt við EHÍ þá er ég aldeilis óviss um að ég vilji klára námið þar enda er ég gjarn á að spyrja um það sem ég ekki veit og hef fyrir reglu sem ég segi gestum mínum, að engin spurning er heimsk spurning því ef maður ekki spyr þá lærir maður ekkert. Ég mun því að minnsta kosti í bili halda mig við það að fúskast við að svara þeim spurningum sem ég get, horfa opnum augum á alla einstaklinga, njóta þess að vinna með þeim margfróðu erlendu leiðsögumönnum sem ég hef lært ýmislegt af og safna áfram fimm stjörnu ummsögnum frá ferðamönnum með þá þekkingu sem ég hef viðað að mér sjálfur. Það er von mín að framtíð menntunar og endurmenntunar í leiðsögn verði í höndum víðsýnni manna en þeirra sem nú virðast fremstir í flokki náms og fara stórum í kröfu um lögverndun starfsheitisins. Það er þörf á fagmennsku jafnt sem fjölbreyttni en henni verður ekki náð fram með hroka og hleypidómum. Höfundur er leiðsögufúskari og ljósmyndari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það snarkaði í heitum kolunum undir hvissandi hrossalundinni sem mér hafði áskotnast þrátt fyrir auknar vinsældir og dýrtíð. á þeirri stundu varð mér hugsað til orða Þorgeirs Ljósvetningagoða í snilldar ræðu sinni á Alþingi árið 1000 ".. og við munum áfram borða hrossakjöt.." Í nýlegri grein um leiðsögn og leiðsögunám sem aðjúnkt við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ, Guðmundur Björnsson sendi inn í skoðanadálk á Vísi.is fer hann mikinn í andúð sinni á erlendum leiðsögumönnum og vænir þá alla um fáfræði og fagleysi. Mér þótti þessi grein með ólíkindum og stór furðuleg frá þeim sem á að teljast einna fremstur í fagmennsku og vönduðum vinnubrögðum innan ferðaþjónustu. Hún sýndi andúð á útlendingum en einnig alvarlega vankunnáttu um íslenskt samfélag ofan á hroka í garð þeirra erlendu leiðsögumanna sem valið hafa að starfa hér á Íslandi og bjargað okkur frá mönnunarvanda innan greinarinnnar. Fúsk ofurfræðinganna Guðmundur tekur fyrir í grein sinni sögu af erlendum leiðsögumanni sem varð það á að spyrja Íslenskan sprenglærðan leiðsögumann eðlilegrar og góðrar spurningar um hrossakjötsát Íslendinga. í stað þess að svara af heiðarleika og gera það sem okkur leiðsögumönnum ber, að leita sannleika í hverju máli og fræða sem best, var gripið til hneykslunnar og Guðmundur notar þetta sem dæmi um fúskara innan leiðsagnar. Því miður er fúskið á hans hlið. Guðmundur og hinn sprenglærði hefðu þannig í stað þess að ljúga til um þá fegruðu sögu að við nýtum hesta einvörðungu til gamans, getað sagt viðkomandi leiðsögumanni söguna af Þorgeiri Ljósvettningagoða og þannig slegið tvær flugur í einu höggi og frætt hann um kristnitökuna í leiðinni. Þeir ofurfræðingar hefðu líka getað sagt viðkomandi erlendum fáfærðingi að vegna íhlutunar kirkjunar sem taldi hrossakjötsát tengd helgum siðum og blóti þá vildi kirkjan leggja af slíkt át og banna það. Þeir félagar hefðu líka getað leitað sér upplýsinga rétt eins og alvöru akademikar gera og fengið þær upplýsingar að árið 2024 fluttu Íslendingar út 330 tonn af hrossakjöti, en það er töluvert minna en flutt var út fyrir Covid. Þeir hefðu líka getað fjallað um þann siðfræðilega hluta að vegna blóðmerahalds er aukið magn af folaldakjöti á boðstólum þar sem folöldin eru ekki hugsuð til faglegrar ræktunar á eðalhrossum. Allt þetta hefði verið hægt að upplýsa hinn fúskandi leiðsögumann um þegar hann gerðist svo djarfur að spyrja einfaldrar spurningar en í stað þess drógu menn fram hroka og hleypidóma og ég vil segja andúð á þeim útlendingum sem okkur sárvantar til starfa og við viljum að séu sem fróðastir. Fúsk eða fagmennska Ég sem fúskari innan leiðsagnar hafði jafnvel hugsað mér að taka mig nú til, sjálfum mér til skemmtunar, og ljúka því námi sem ég hóf í EHÍ 2008. Þegar ég hinsvegar sé svona grein frá aðjúnkt við EHÍ þá er ég aldeilis óviss um að ég vilji klára námið þar enda er ég gjarn á að spyrja um það sem ég ekki veit og hef fyrir reglu sem ég segi gestum mínum, að engin spurning er heimsk spurning því ef maður ekki spyr þá lærir maður ekkert. Ég mun því að minnsta kosti í bili halda mig við það að fúskast við að svara þeim spurningum sem ég get, horfa opnum augum á alla einstaklinga, njóta þess að vinna með þeim margfróðu erlendu leiðsögumönnum sem ég hef lært ýmislegt af og safna áfram fimm stjörnu ummsögnum frá ferðamönnum með þá þekkingu sem ég hef viðað að mér sjálfur. Það er von mín að framtíð menntunar og endurmenntunar í leiðsögn verði í höndum víðsýnni manna en þeirra sem nú virðast fremstir í flokki náms og fara stórum í kröfu um lögverndun starfsheitisins. Það er þörf á fagmennsku jafnt sem fjölbreyttni en henni verður ekki náð fram með hroka og hleypidómum. Höfundur er leiðsögufúskari og ljósmyndari.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun