Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 09:31 Gunnar Nelson hefur fundið neistann á ný og er tilbúinn í næsta bardaga. Vísir/Sigurjón Nú líður að því að Gunnar Nelson stígi aftur inn í UFC bardagabúrið og hann æfir á kunnuglegum slóðum, í Írlandi, í aðdraganda bardagans gegn Neal Magny sem fer fram eftir tæpar þrjár vikur. Gunnar ætlar svo að gefa sér góðan tíma fyrir bardagann til að venjast aðstæðum í New Orleans. Eftir tap gegn Kevin Holland í mars síðastliðnum vildi Gunnar komast eins fljótt inn í búrið og mögulegt væri. Hann hefur fundið neista sem bjó í honum fyrr á ferlinum og stefnir á að taka fleiri bardaga áður en árið rennur sitt skeið. Nú er orðið ljóst að Gunnar mætir reynsluboltanum Neal Magny í New Orleans þann 19.júlí næstkomandi, sá er þekkt nafn innan UFC senunnar. „Skemmtilegur andstæðingur. Reynslumikill strákur og helvíti góður. Hann er líkur Holland varðandi vöxt og svoleiðis, langur en aðeins öðruvísi pace í honum. Hann líður á meðan að Holland var með mikinn sprengikraft. Magny heldur meira stöðugu pace-i og er helvíti stöðugur alls staðar.“ Líkt og er raunin hjá öðrum bardagamönnum er Magny með sína veikleika. „Það er hellingur af holum í hans leik, ég mun koma til með að reyna nýta mér það. Eins og oft áður er planið að reyna fá manninn til að taka einhver skref sem hann ætlaði sér ekki og með því komast í hengingu. Það er eitthvað sem mér finnst tiltölulega auðvelt og hefur hentað mér mjög vel...“ Gunnar mun verja miklum tíma á Írlandi hjá SBG þar sem að hann hittir fyrir þjálfara sinn John Kavanagh, þaðan liggur leiðin svo til New Orleans. Fyrir síðasta bardaga varði hann miklum tíma hjá ATT í Króatíu. „Það var frábært og ég kem til með að fara þangað aftur, ekki spurning. Fyrir þennan bardaga mun ég fara til Dublin og fara svo fyrr en vanalega út til New Orleans til þess að venjast hitanum og rakanum. Það er fínt að fara aðeins fyrr.“ MMA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Eftir tap gegn Kevin Holland í mars síðastliðnum vildi Gunnar komast eins fljótt inn í búrið og mögulegt væri. Hann hefur fundið neista sem bjó í honum fyrr á ferlinum og stefnir á að taka fleiri bardaga áður en árið rennur sitt skeið. Nú er orðið ljóst að Gunnar mætir reynsluboltanum Neal Magny í New Orleans þann 19.júlí næstkomandi, sá er þekkt nafn innan UFC senunnar. „Skemmtilegur andstæðingur. Reynslumikill strákur og helvíti góður. Hann er líkur Holland varðandi vöxt og svoleiðis, langur en aðeins öðruvísi pace í honum. Hann líður á meðan að Holland var með mikinn sprengikraft. Magny heldur meira stöðugu pace-i og er helvíti stöðugur alls staðar.“ Líkt og er raunin hjá öðrum bardagamönnum er Magny með sína veikleika. „Það er hellingur af holum í hans leik, ég mun koma til með að reyna nýta mér það. Eins og oft áður er planið að reyna fá manninn til að taka einhver skref sem hann ætlaði sér ekki og með því komast í hengingu. Það er eitthvað sem mér finnst tiltölulega auðvelt og hefur hentað mér mjög vel...“ Gunnar mun verja miklum tíma á Írlandi hjá SBG þar sem að hann hittir fyrir þjálfara sinn John Kavanagh, þaðan liggur leiðin svo til New Orleans. Fyrir síðasta bardaga varði hann miklum tíma hjá ATT í Króatíu. „Það var frábært og ég kem til með að fara þangað aftur, ekki spurning. Fyrir þennan bardaga mun ég fara til Dublin og fara svo fyrr en vanalega út til New Orleans til þess að venjast hitanum og rakanum. Það er fínt að fara aðeins fyrr.“
MMA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira