Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 12:01 Sergio Francisco gæti notað Orra og Mikel Oyarzabal saman inni í vellinum á næsta tímabili. getty Orri Steinn Óskarsson verður aðalframherji Real Sociedad á næsta tímabili ef hann nýtir undirbúningstímabilið vel. Sparnaðarsumar er framundan hjá liðinu og stór kaup ekki væntanleg, en breyting á leikkerfi liðsins líkleg undir nýjum þjálfara. Orri og Mikel Oyarzabal myndu þá ekki berjast um sömu stöðuna lengur. Mundo Deportivo fjallar um hlutverk Orra á næsta tímabili. Þar segir að miklar vonir séu bundnar við dýrasta leikmann í sögu Real Sociedad fyrir næsta tímabil. Hann hafi fengið góðan tíma til að aðlagast spænska boltanum á síðasta tímabili en nú sé tími kominn til að standa undir væntingunum sem fylgja verðmiðanum. Real Sociedad mun spila undir stjórn nýs þjálfara á næsta tímabili, Sergio Francisco tók við aðalliðinu eftir að hafa náð góðum árangri með varaliðinu, af Imanol Alguaciol sem hafði stýrt liðinu síðustu sex ár. Liðið endaði í ellefta sæti á síðasta tímabili og hefur ekki efni á dýrum kaupum í sumar þar sem það missti af Evrópukeppni og fær fjörutíu milljónum evra minna til að eyða en á síðasta tímabili. Stefnan er þó að styrkja liðið eitthvað, Sociedad hefur augastað á varnarmanninum Igor Julio og mun væntanlega leita að nýjum miðjumanni fyrir Martin Zubimendi, sem er á leið til Arsenal. Kaup á nýjum framherja eru hins vegar ekki í kortunum. Orri mun berjast um stöðuna við Mikel Oyarzabal og tvo leikmenn sem eru að snúa aftur úr láni. Á síðasta tímabili þurfti Orri að berjast við fyrirliðann Oyarzabal um framherjastöðuna í 4-1-4-1 leikkerfi en nýi þjálfarinn notaði 4-2-3-1 leikkerfi þegar hann kom varaliðinu upp um deild á síðasta tímabili. Orri þurfti að sitja töluvert á bekknum á síðasta tímabili en það gæti breyst undir nýjum þjálfara. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Oyarzabal gæti því farið niður í sína náttúrulegu stöðu fyrir aftan framherjann og Orri gæti orðið aðalframherji liðsins, ef hann stendur sig vel á undirbúningstímabilinu. Allt eru þetta auðvitað getgátur að svo stöddu en ljóst er að Orri er í kjörstöðu til að komast í stórt hlutverk hjá nýja þjálfaranum og miklar vonir eru bundnar við hann, dýrasta leikmann í sögu félagsins. Umar Sadiq og Carlos Fernández munu einnig berjast um stöðuna en þeir eru báðir að snúa aftur úr láni og ekki eins hátt skrifaðir hjá félaginu fyrir fram. Orri Steinn settist niður með Aroni Guðmundssyni í síðasta landsleikjaglugga og ræddi, meðal annars, hlutverk sitt hjá Real Sociedad á síðasta tímabili. Viðtalið má finna í spilurunum hér fyrir neðan. Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira
Mundo Deportivo fjallar um hlutverk Orra á næsta tímabili. Þar segir að miklar vonir séu bundnar við dýrasta leikmann í sögu Real Sociedad fyrir næsta tímabil. Hann hafi fengið góðan tíma til að aðlagast spænska boltanum á síðasta tímabili en nú sé tími kominn til að standa undir væntingunum sem fylgja verðmiðanum. Real Sociedad mun spila undir stjórn nýs þjálfara á næsta tímabili, Sergio Francisco tók við aðalliðinu eftir að hafa náð góðum árangri með varaliðinu, af Imanol Alguaciol sem hafði stýrt liðinu síðustu sex ár. Liðið endaði í ellefta sæti á síðasta tímabili og hefur ekki efni á dýrum kaupum í sumar þar sem það missti af Evrópukeppni og fær fjörutíu milljónum evra minna til að eyða en á síðasta tímabili. Stefnan er þó að styrkja liðið eitthvað, Sociedad hefur augastað á varnarmanninum Igor Julio og mun væntanlega leita að nýjum miðjumanni fyrir Martin Zubimendi, sem er á leið til Arsenal. Kaup á nýjum framherja eru hins vegar ekki í kortunum. Orri mun berjast um stöðuna við Mikel Oyarzabal og tvo leikmenn sem eru að snúa aftur úr láni. Á síðasta tímabili þurfti Orri að berjast við fyrirliðann Oyarzabal um framherjastöðuna í 4-1-4-1 leikkerfi en nýi þjálfarinn notaði 4-2-3-1 leikkerfi þegar hann kom varaliðinu upp um deild á síðasta tímabili. Orri þurfti að sitja töluvert á bekknum á síðasta tímabili en það gæti breyst undir nýjum þjálfara. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Oyarzabal gæti því farið niður í sína náttúrulegu stöðu fyrir aftan framherjann og Orri gæti orðið aðalframherji liðsins, ef hann stendur sig vel á undirbúningstímabilinu. Allt eru þetta auðvitað getgátur að svo stöddu en ljóst er að Orri er í kjörstöðu til að komast í stórt hlutverk hjá nýja þjálfaranum og miklar vonir eru bundnar við hann, dýrasta leikmann í sögu félagsins. Umar Sadiq og Carlos Fernández munu einnig berjast um stöðuna en þeir eru báðir að snúa aftur úr láni og ekki eins hátt skrifaðir hjá félaginu fyrir fram. Orri Steinn settist niður með Aroni Guðmundssyni í síðasta landsleikjaglugga og ræddi, meðal annars, hlutverk sitt hjá Real Sociedad á síðasta tímabili. Viðtalið má finna í spilurunum hér fyrir neðan.
Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira