Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júní 2025 15:01 Sigurbjörn fann vel fyrir nærveru Caulkers á dögunum og saga hans í Stúkunni í gær vakti mikla lukku. Getty/Sýn Sport Þeir Albert Brynjar Ingason og Sigurbjörn Hreiðarsson segjast spenntir fyrir því að sjá Englendinginn Steven Caulker í búningi Stjörnunnar í Bestu deild karla í sumar. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni koma hingað til lands. Stjarnan tilkynnti um komu Caulker til liðsins í vikunni en koma hans í Garðabæinn hafði legið í loftinu um hríð. Caulker fær leikheimild um miðjan mánuðinn þegar félagsskiptaglugginn opnar. Guðmundur Benediktsson spurði þá Albert og Sigurbjörn í Stúkunni í gærkvöld hvort hann myndi styrkja lið Stjörnumanna. „Alveg klárlega. Hann spilaði 33 leiki í B-deildinni í Tyrklandi í fyrra“ sagði Albert umsvifalaust. Sigurbjörn tók þá við boltanum og segist hafa fundið verulega fyrir nærveru Caulkers á dögunum. „Ég held það. Það er svo mikill presence af honum. Ég gekk þarna á hann, hann var eins og ísskápur. Hann var þarna við hliðina á mér. Hann er svo mikill og stór og svo stór nærvera – mér leið bara eins og þegar ég hitti (Nikolaj) Karabatic í Frakklandi í Lindex – þar inni var bara eins og það væri ísskápur við hliðina á mér. Þetta er ekkert smá stykki,“ sagði Sigurbjörn. Svipuð holning á þessum og Caulker.Lars Baron/Getty Images Þeir Guðmundur og Albert furðuðu sig á því að Sigurbjörn hefði rekist á Karabatic í verslun Lindex af öllum stöðum og skellihlóu. „Það þarf eitthvað að fínpússa þessa sögu,“ sagði Albert léttur. Enska úrvalsdeildin innan tíu ára Caulker er hins vegar kominn til Íslands með háleit markmið. Hann samdi við Stjörnuna til eins og hálfs árs og mun sinna töluverðri þjálfun, bæði sem aðstoðarþjálfari aðalliðsins, og með yngri flokkum liðsins. Klippa: Stórskemmtileg umræða Stúkunnar um Caulker Hann var til að mynda með æfingu á Samsung-vellinum strax og leik Stjörnunnar og Breiðabliks lauk í vikunni. „Hann var þarna færandi mörk og ætlaði að ýta Subway-skúrnum okkar út af vellinum,“ sagði Albert Brynjar. „Hann virkar mikill skrokkur og það verður rosalega gaman að sjá hann,“ segir Sigurbjörn. Þá var snert á því að Caulker eigi sér stór markmið í þjálfun og stefni á að vera orðinn aðalþjálfari í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára. Vinnan í átt að því markmiði hefst í Garðabæ. Fleira kemur fram í stórskemmtilegri umræðu Stúkunnar sem sjá má í spilaranum að ofan. Besta deild karla Stúkan Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Stjarnan tilkynnti um komu Caulker til liðsins í vikunni en koma hans í Garðabæinn hafði legið í loftinu um hríð. Caulker fær leikheimild um miðjan mánuðinn þegar félagsskiptaglugginn opnar. Guðmundur Benediktsson spurði þá Albert og Sigurbjörn í Stúkunni í gærkvöld hvort hann myndi styrkja lið Stjörnumanna. „Alveg klárlega. Hann spilaði 33 leiki í B-deildinni í Tyrklandi í fyrra“ sagði Albert umsvifalaust. Sigurbjörn tók þá við boltanum og segist hafa fundið verulega fyrir nærveru Caulkers á dögunum. „Ég held það. Það er svo mikill presence af honum. Ég gekk þarna á hann, hann var eins og ísskápur. Hann var þarna við hliðina á mér. Hann er svo mikill og stór og svo stór nærvera – mér leið bara eins og þegar ég hitti (Nikolaj) Karabatic í Frakklandi í Lindex – þar inni var bara eins og það væri ísskápur við hliðina á mér. Þetta er ekkert smá stykki,“ sagði Sigurbjörn. Svipuð holning á þessum og Caulker.Lars Baron/Getty Images Þeir Guðmundur og Albert furðuðu sig á því að Sigurbjörn hefði rekist á Karabatic í verslun Lindex af öllum stöðum og skellihlóu. „Það þarf eitthvað að fínpússa þessa sögu,“ sagði Albert léttur. Enska úrvalsdeildin innan tíu ára Caulker er hins vegar kominn til Íslands með háleit markmið. Hann samdi við Stjörnuna til eins og hálfs árs og mun sinna töluverðri þjálfun, bæði sem aðstoðarþjálfari aðalliðsins, og með yngri flokkum liðsins. Klippa: Stórskemmtileg umræða Stúkunnar um Caulker Hann var til að mynda með æfingu á Samsung-vellinum strax og leik Stjörnunnar og Breiðabliks lauk í vikunni. „Hann var þarna færandi mörk og ætlaði að ýta Subway-skúrnum okkar út af vellinum,“ sagði Albert Brynjar. „Hann virkar mikill skrokkur og það verður rosalega gaman að sjá hann,“ segir Sigurbjörn. Þá var snert á því að Caulker eigi sér stór markmið í þjálfun og stefni á að vera orðinn aðalþjálfari í ensku úrvalsdeildinni innan tíu ára. Vinnan í átt að því markmiði hefst í Garðabæ. Fleira kemur fram í stórskemmtilegri umræðu Stúkunnar sem sjá má í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Stúkan Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira