Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 1. júlí 2025 07:24 Síðustu árin hafa Bandaríkin verið langöflugasta þjóð heims þegar kemur að því að veita fátækari ríkjum aðstoð. AP Photo/Andrew Kasuku Sú ákvörðun Donalds Trump forseta Bandaríkjanna að skrúfa fyrir mestalla þróunaraðstoð til fátækari ríkja heims, gæti orsakað það að ótímabærum dauðsfjöllum fjölgi fjórtán milljónir fram til ársins 2030, eða á næstu fimm árum. Þriðjungur þeirra sem um ræðir eru síðan börn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í hinu virta læknariti The Lancet, en breska ríkisútvarpið greinir frá. Marco Rubio utanríkisráðherra Trumps sagði í mars mánuði að búið væri að skera niður áttatíu prósent af allri aðstoð sem áður var á könnu bandarísku hjálparstofnarinnar, USAID, að útdeila. Bandaríkin hafa hingað til verið langstærsti veitandi þróunaraðstoðar í heiminum og hafa starfað í rúmlega 60 löndum síðustu ártugi. David Rasella, einn af greinarhöfundum, segir að fyrir mörg fátækustu ríki heims sé slík ákvörðun svipað áfall og allsherjarstríð, eða skæður heimsfaraldur. Að auki geti niðurskurðurinn snúið við þróunarvinnu síðustu áratuga þar sem hafi tekist að koma heilu löndunum á réttan kjöl. Skýrsluhöfundar telja að á tuttugu ára tímabili, frá 2001 og til 2021, hafi hjálparstarf USAID bjargað rúmlega níutíu milljón mannslífum í fátækustu ríkjum heimsins. Donald Trump Bandaríkin Þróunarsamvinna Tengdar fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afturkallað fjárhagsaðstoð við fjölmörg þróunar- og mannúðarverkefni og er ákvörðunin tekin í hagræðingarskyni og með hagsmuni ríkisstjórnar Bandaríkjanna að leiðarljósi. Afturköllunin nær til um 5.800 verkefna um heim allan. 28. febrúar 2025 13:28 Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40 Áhyggjuefni ef raddir kvenna hætti að heyrast í þróunaraðstoð Ný könnun leiðir í ljós að nær helmingur kvennasamtaka sem styðja konur í neyð gæti neyðst til að hætta starfsemi innan sex mánaða. Ástæðan er alþjóðlegur niðurskurður í fjárstuðningi til mannúðaraðstoðar. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, segir stöðuna grafalvarlega. 3. júní 2025 23:42 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Þriðjungur þeirra sem um ræðir eru síðan börn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í hinu virta læknariti The Lancet, en breska ríkisútvarpið greinir frá. Marco Rubio utanríkisráðherra Trumps sagði í mars mánuði að búið væri að skera niður áttatíu prósent af allri aðstoð sem áður var á könnu bandarísku hjálparstofnarinnar, USAID, að útdeila. Bandaríkin hafa hingað til verið langstærsti veitandi þróunaraðstoðar í heiminum og hafa starfað í rúmlega 60 löndum síðustu ártugi. David Rasella, einn af greinarhöfundum, segir að fyrir mörg fátækustu ríki heims sé slík ákvörðun svipað áfall og allsherjarstríð, eða skæður heimsfaraldur. Að auki geti niðurskurðurinn snúið við þróunarvinnu síðustu áratuga þar sem hafi tekist að koma heilu löndunum á réttan kjöl. Skýrsluhöfundar telja að á tuttugu ára tímabili, frá 2001 og til 2021, hafi hjálparstarf USAID bjargað rúmlega níutíu milljón mannslífum í fátækustu ríkjum heimsins.
Donald Trump Bandaríkin Þróunarsamvinna Tengdar fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afturkallað fjárhagsaðstoð við fjölmörg þróunar- og mannúðarverkefni og er ákvörðunin tekin í hagræðingarskyni og með hagsmuni ríkisstjórnar Bandaríkjanna að leiðarljósi. Afturköllunin nær til um 5.800 verkefna um heim allan. 28. febrúar 2025 13:28 Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40 Áhyggjuefni ef raddir kvenna hætti að heyrast í þróunaraðstoð Ný könnun leiðir í ljós að nær helmingur kvennasamtaka sem styðja konur í neyð gæti neyðst til að hætta starfsemi innan sex mánaða. Ástæðan er alþjóðlegur niðurskurður í fjárstuðningi til mannúðaraðstoðar. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, segir stöðuna grafalvarlega. 3. júní 2025 23:42 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afturkallað fjárhagsaðstoð við fjölmörg þróunar- og mannúðarverkefni og er ákvörðunin tekin í hagræðingarskyni og með hagsmuni ríkisstjórnar Bandaríkjanna að leiðarljósi. Afturköllunin nær til um 5.800 verkefna um heim allan. 28. febrúar 2025 13:28
Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40
Áhyggjuefni ef raddir kvenna hætti að heyrast í þróunaraðstoð Ný könnun leiðir í ljós að nær helmingur kvennasamtaka sem styðja konur í neyð gæti neyðst til að hætta starfsemi innan sex mánaða. Ástæðan er alþjóðlegur niðurskurður í fjárstuðningi til mannúðaraðstoðar. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, segir stöðuna grafalvarlega. 3. júní 2025 23:42