„Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Agnar Már Másson skrifar 1. júlí 2025 11:51 Af þéttsetnum íbúafundi Þingeyringar í gær, mánufag, vegna áforma Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Félagsheimilið Þingeyri Þingeyringar fundu ekki fyrir miklum skilningi á íbúafundi Arctic Fish að mati formanns íbúasamtaka Þingeyringa, sem segist ekki hafa fengið skýr svör um hvers vegna fyrirtækið hyggst færa fóðurstöð sína frá Þingeyri til Ísafjarðar, en með henni flytjast níu störf frá Þingeyri. Fullt var út úr dyrum á íbúafundi í félagsheimilinu á Þingeyri í gærkvöldi vegna ákvörðunar Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Að sögn staðarmiðlisins Bæjarins besta kom fram á fundinum að breytingin yrði 1. nóvember 2025. Fram að þessu hefur vaxtarmiðstöðin verið til húsa í Blábankanum á Þingeyri og þar starfa nú níu manns. Að sögn Arctic Fish var öllu starfsfólki boðið að halda starfi sínu á nýjum stað auk þess sem boðið væri upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk, en tilfærslan fer þó fyrir brjóstið á Þingeyringum enda er fá störf að finna á Þingeyri. Af fundinum í gær.Félagsheimilið Þingeyri „Það skiptir miklu máli að hafa samfélagið með sér fyrir svona fyrirtæki sem er að festa sig í sessi og ætlar vonandi að koma hér um ókomna framtíð,“ segir Guðrún Steinþórsdóttir, formaður íbúasamtakanna Átaks, sem er hverfisráð Þingeyringa innan Ísafjarðarbæjar og í raun síðustu leifar af fyrrum stjórnsýslunni á Þingeyri frá sameiningunni við Ísafjarðarbæ árið 1996. Hún bendir á að fiskeldisfyrirtækinu hafi verið tekið opnum örmum þegar það kom til Vestfjarða enda hafi fiskeldið skapað störf í annars brothættum byggðum fyrir vestan sem voru að rísa upp úr öldudal eftir að togararnir hurfu. „Hér var bara ekkert að ske,“ segir hún. „Fólki sárnar þetta, eðlilega. Það er búið að taka svona fyrirtækjum opnum örmum og bjóða þau velkomna. Þetta var ótrúleg breyting á þessu litla samfélagi þegar atvinnulífið tók við sér.“ Af fundinum í gær. Guðrún hefur eftir Daníel Jakobssyni, forstjóra Arctic fish, sem mun hafa sagt á íbúafundinum að fyrirtækið hafi skapað 29 störf á Þingeyri. En nú flyst þriðjungur þeirra starfa að óbreyttu til Ísafjarðarbæjar. „Þetta eru fjörutíu mínútur hér á milli,“ segir hún um fjarlægðina milli Ísafjarðarbæjar og Þingeyrar. Hún nefnir að alvarlegustu afleiðingarnar af flutningnum séu að tveir sjúkraflutningamenn á Þingeyri verði nú starfandi í Ísafjarðarbæ. „Og svo eru þetta bara ekki svo mörg störf hér á Þingeyri, hver og einn skiptir rosalega miklu máli.“ Guðrún segir að fjöldi fólks hafi lýst áhyggjum sínum, en sennilega fyrir daufum eyrum forsvarsmanna Arctic Fish, sem hafi lýst því yfir fyrir fundinn að ákvörðunin væri komin til að vera. „En vonandi, þegar hann sá hvað þetta hafði mikil áhrif á samfélagið, var fólk miður sín yfir þessu og það var fullt út úr dyrum. Ég held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir hún. „Fólk er bara miður sín yfir þessu.“ Guðrún hefði viljað sjá sterkari viðbrögð frá bæjaryfirvöldum. „Bæjarstjórinn sagði jú í gær að hún styddi við sitt fólk og óskaði eftir því við Daníel að fara í einhverjar viðræður um þetta mál, sem ég vona að verði. En vissulega hefði ég viljað sjá Ísafjarðarbæ standa með okkur.“ Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Sjókvíaeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Fullt var út úr dyrum á íbúafundi í félagsheimilinu á Þingeyri í gærkvöldi vegna ákvörðunar Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Að sögn staðarmiðlisins Bæjarins besta kom fram á fundinum að breytingin yrði 1. nóvember 2025. Fram að þessu hefur vaxtarmiðstöðin verið til húsa í Blábankanum á Þingeyri og þar starfa nú níu manns. Að sögn Arctic Fish var öllu starfsfólki boðið að halda starfi sínu á nýjum stað auk þess sem boðið væri upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk, en tilfærslan fer þó fyrir brjóstið á Þingeyringum enda er fá störf að finna á Þingeyri. Af fundinum í gær.Félagsheimilið Þingeyri „Það skiptir miklu máli að hafa samfélagið með sér fyrir svona fyrirtæki sem er að festa sig í sessi og ætlar vonandi að koma hér um ókomna framtíð,“ segir Guðrún Steinþórsdóttir, formaður íbúasamtakanna Átaks, sem er hverfisráð Þingeyringa innan Ísafjarðarbæjar og í raun síðustu leifar af fyrrum stjórnsýslunni á Þingeyri frá sameiningunni við Ísafjarðarbæ árið 1996. Hún bendir á að fiskeldisfyrirtækinu hafi verið tekið opnum örmum þegar það kom til Vestfjarða enda hafi fiskeldið skapað störf í annars brothættum byggðum fyrir vestan sem voru að rísa upp úr öldudal eftir að togararnir hurfu. „Hér var bara ekkert að ske,“ segir hún. „Fólki sárnar þetta, eðlilega. Það er búið að taka svona fyrirtækjum opnum örmum og bjóða þau velkomna. Þetta var ótrúleg breyting á þessu litla samfélagi þegar atvinnulífið tók við sér.“ Af fundinum í gær. Guðrún hefur eftir Daníel Jakobssyni, forstjóra Arctic fish, sem mun hafa sagt á íbúafundinum að fyrirtækið hafi skapað 29 störf á Þingeyri. En nú flyst þriðjungur þeirra starfa að óbreyttu til Ísafjarðarbæjar. „Þetta eru fjörutíu mínútur hér á milli,“ segir hún um fjarlægðina milli Ísafjarðarbæjar og Þingeyrar. Hún nefnir að alvarlegustu afleiðingarnar af flutningnum séu að tveir sjúkraflutningamenn á Þingeyri verði nú starfandi í Ísafjarðarbæ. „Og svo eru þetta bara ekki svo mörg störf hér á Þingeyri, hver og einn skiptir rosalega miklu máli.“ Guðrún segir að fjöldi fólks hafi lýst áhyggjum sínum, en sennilega fyrir daufum eyrum forsvarsmanna Arctic Fish, sem hafi lýst því yfir fyrir fundinn að ákvörðunin væri komin til að vera. „En vonandi, þegar hann sá hvað þetta hafði mikil áhrif á samfélagið, var fólk miður sín yfir þessu og það var fullt út úr dyrum. Ég held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir hún. „Fólk er bara miður sín yfir þessu.“ Guðrún hefði viljað sjá sterkari viðbrögð frá bæjaryfirvöldum. „Bæjarstjórinn sagði jú í gær að hún styddi við sitt fólk og óskaði eftir því við Daníel að fara í einhverjar viðræður um þetta mál, sem ég vona að verði. En vissulega hefði ég viljað sjá Ísafjarðarbæ standa með okkur.“
Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Sjókvíaeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent