Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2025 13:01 Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður RÚV. vísir/EPA Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kemur saman í London á fimmtudag og föstudag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður meðal annars til umræðu. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir ólíðandi að söngvakeppnin sé notuð í pólitísku áróðursstríði og að ekkert réttlæti þátttöku Ísraels. Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður Ríkisútvarpsins birti skoðanagrein á Vísi í dag þar sem vera Ísrael í söngvakeppninni er gagnrýnd harðlega. Þar greinir hann frá því að stjórn RÚV hafi beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef komi fram tillaga á komandi fundi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr keppninni skuli RÚV styðja slíka tillögu. Málflutningur EBU óskiljanlegur Stefán Jón segist hafa miklar áhyggjur af því að EBU taki málið vettlingatökum. „Ég hef miklar áhyggjur af því að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði. Við getum látið okkar samstarfsmenn í EBU vita af þessari afstöðu og það hefur verið gert að vissu marki og verður áframhaldið í þeim efnum.“ Hann hvetur EBU til að taka málið alvarlega. „Ég hef ekki skilið þeirra málflutning eins og hann hefur verið mótsagnakenndur að undanförnu. Ég ætlast bara til þess að menn geri hreint fyrir sínum dyrum á þessari samkomu núna í London í vikunni. Ég tek fram að ég tala ekki fyrir hönd stjórnar Ríkisútvarpsins í þessu máli,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Ekki viss að það verði leyfð kosning Þú villt að RÚV greiði atkvæði með því að Ísrael verði meinuð þátttaka að Eurovision? „Ég er ekki viss um að það verði leyfð kosning.“ En getur RÚV lagt fram sína eigin tillögu þess efnis? „Ég er ekki viss um að það sé hægt formlega á þessum vettvangi. Ég þekki það ekki. Satt að segja þegar ég les dagskrá EBU fundarins þá er mér ekki alveg ljóst hvernig þessi umræða á að fara fram. Það er ein inngangsræða og svo pallborðsumræður. Það er ekki sagt hverjir verða í pallborðinu og svo framvegis. Og hvað á að gerast nákvæmlega er ekki alveg ljóst.“ Ekkert réttlæti áróður og þátttöku Ísraels Hann segir EBU hafa sett skýrt fordæmi þegar að Rússlandi var vísað úr keppni árið 2022. Að hans mati sé ljóst að ekki það sama eigi við um stríð á evrópskri grundu og fyrir botnið Miðjarðarhafs. „Að sönnu eru þetta ekki algjörlega sambærileg átök þessara tveggja stríðandi þjóða. En sársauki fórnarlambanna í Úkraínu og Palestínu er gjörsamlega sambærilegur og við eigum ekki að líða svona framkomu gagnvart saklausum borgurum. Hvorki í Úkraínu né á Gasasvæðinu.“ Hann segir það ólíðandi að Evrópska söngvakeppnin sé notuð í pólitísku skyni. „Þjáningarnar eru framdar og búnar til af miklu offorsi Ísraelsstjórnar, sem notar síðan söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að upphefja sig. Notar hana í pólitísku áróðurstríði sínu. Það þýðir ekkert að hengja sig á það að Ísraelska ríkisútvarpið standi að þessari söngvakeppni. Stjórn Ísraels hefur notað keppnina í áróðursskyni á mjög nakinn hátt,“ segir hann. „Núna þurfa samtök evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða afstöðu sína frá því fyrir tveimur árum að leyfa Ísrael að vera með. Vegna þess að allur siðferðislegur grunnur undir þeirri ákvörðun hefur nú endanlega hrunið. Það er ekkert sem getur réttlætt það að leyfa Ísrael þátttöku í söngvakeppninni áfram.“ Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2026 Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður Ríkisútvarpsins birti skoðanagrein á Vísi í dag þar sem vera Ísrael í söngvakeppninni er gagnrýnd harðlega. Þar greinir hann frá því að stjórn RÚV hafi beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef komi fram tillaga á komandi fundi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr keppninni skuli RÚV styðja slíka tillögu. Málflutningur EBU óskiljanlegur Stefán Jón segist hafa miklar áhyggjur af því að EBU taki málið vettlingatökum. „Ég hef miklar áhyggjur af því að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði. Við getum látið okkar samstarfsmenn í EBU vita af þessari afstöðu og það hefur verið gert að vissu marki og verður áframhaldið í þeim efnum.“ Hann hvetur EBU til að taka málið alvarlega. „Ég hef ekki skilið þeirra málflutning eins og hann hefur verið mótsagnakenndur að undanförnu. Ég ætlast bara til þess að menn geri hreint fyrir sínum dyrum á þessari samkomu núna í London í vikunni. Ég tek fram að ég tala ekki fyrir hönd stjórnar Ríkisútvarpsins í þessu máli,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Ekki viss að það verði leyfð kosning Þú villt að RÚV greiði atkvæði með því að Ísrael verði meinuð þátttaka að Eurovision? „Ég er ekki viss um að það verði leyfð kosning.“ En getur RÚV lagt fram sína eigin tillögu þess efnis? „Ég er ekki viss um að það sé hægt formlega á þessum vettvangi. Ég þekki það ekki. Satt að segja þegar ég les dagskrá EBU fundarins þá er mér ekki alveg ljóst hvernig þessi umræða á að fara fram. Það er ein inngangsræða og svo pallborðsumræður. Það er ekki sagt hverjir verða í pallborðinu og svo framvegis. Og hvað á að gerast nákvæmlega er ekki alveg ljóst.“ Ekkert réttlæti áróður og þátttöku Ísraels Hann segir EBU hafa sett skýrt fordæmi þegar að Rússlandi var vísað úr keppni árið 2022. Að hans mati sé ljóst að ekki það sama eigi við um stríð á evrópskri grundu og fyrir botnið Miðjarðarhafs. „Að sönnu eru þetta ekki algjörlega sambærileg átök þessara tveggja stríðandi þjóða. En sársauki fórnarlambanna í Úkraínu og Palestínu er gjörsamlega sambærilegur og við eigum ekki að líða svona framkomu gagnvart saklausum borgurum. Hvorki í Úkraínu né á Gasasvæðinu.“ Hann segir það ólíðandi að Evrópska söngvakeppnin sé notuð í pólitísku skyni. „Þjáningarnar eru framdar og búnar til af miklu offorsi Ísraelsstjórnar, sem notar síðan söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að upphefja sig. Notar hana í pólitísku áróðurstríði sínu. Það þýðir ekkert að hengja sig á það að Ísraelska ríkisútvarpið standi að þessari söngvakeppni. Stjórn Ísraels hefur notað keppnina í áróðursskyni á mjög nakinn hátt,“ segir hann. „Núna þurfa samtök evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða afstöðu sína frá því fyrir tveimur árum að leyfa Ísrael að vera með. Vegna þess að allur siðferðislegur grunnur undir þeirri ákvörðun hefur nú endanlega hrunið. Það er ekkert sem getur réttlætt það að leyfa Ísrael þátttöku í söngvakeppninni áfram.“
Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2026 Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira