Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 21:59 Sindri Þór Sigríðarson hefur játað að hafa dregið að sér fé í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Vísir/Vilhelm Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast. „Við drógum kæruna til baka í fyrradag,“ segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það í janúar á Vísi að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt og að kæra hefði verið lögð fram. Grunur um fjárdrátt kviknaði eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ sagði Snæbjörn í viðtali í janúar og að allt starfsfólk leikhússins væri í miklu áfalli. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem styrkir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Játning liggi fyrir „Það liggur fyrir játning og við höfum náð að semja hvernig hann greiði til baka. Þetta mun allt verða skýrt í ársreikningi í nóvember,“ segir Snæbjörn. Hann segir trúnaðarákvæði í samningnum sem gerður var við Sindra Þór og því geti hann ekki upplýst um nákvæma upphæð en staðfestir þó að leikhúsið hafi endurheimt stóran hluta fjármagnsins sem var stolið. „Ég get alveg sagt að hagsmunum félagsins hafi verið vel gætt.“ Reglulega hafa verið fluttar fréttir af því að fjárhagur leikhússins væri slæmur og framtíð þess í hættu. Snæbjörn segir fjárdráttinn hafa haft mikil áhrif á bæði rekstur og sálræna líðan starfsfólksins. Reksturinn stöðugur í dag „Sérstaklega á alla sem hafa unnið náið með Sindra. Hann var starfsmaður hérna í fimm ár. Ég kem inn sem nýr stjórnandi í haust og þekki hann ekki, þannig ég er kannski sá sem þetta fær minnst á, en auðvitað fær maður sjokk þegar maður uppgötvar svona. Ég var í mjög erfiðri stöðu fyrstu mánuðina mína í starfi með reksturinn. En ég get alveg sagt að reksturinn hjá Tjarnarbíó er mjög stöðugur núna. Ég á ekki von á því að það verði fréttir á næstunni um að Tjarnarbíó sé í fjárhagsvanda. Ég á von á því að hann haldi áfram stöðugur.“ Snæbjörn er sjálfur í fríi núna en er að vinna að markaðsefni fyrir næsta leikár. Hann segir margt skemmtilegt á döfinni. Eitthvað haldi áfram frá síðasta ári en svo taki margar nýjar sýningar við. Síðasta sýning leikársins var í síðustu viku og sú næsta verður á Hinsegin dögum í ágúst. „Þá verður geggjuð áströlsk grúppa sem Margrét Maack er að flytja inn. Þetta er svona Full Monty. Mjög hýrt og mjög fyndið.“ Leikhús Fjárdráttur í Tjarnarbíói Efnahagsbrot Lögreglumál Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Við drógum kæruna til baka í fyrradag,“ segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það í janúar á Vísi að Sindri Þór væri grunaður um fjárdrátt og að kæra hefði verið lögð fram. Grunur um fjárdrátt kviknaði eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. „Þessi fjárdráttur hefur átt sér stað síðan 2021 og er að lágmarki 13 milljónir og gæti verið meira,“ sagði Snæbjörn í viðtali í janúar og að allt starfsfólk leikhússins væri í miklu áfalli. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem styrkir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Játning liggi fyrir „Það liggur fyrir játning og við höfum náð að semja hvernig hann greiði til baka. Þetta mun allt verða skýrt í ársreikningi í nóvember,“ segir Snæbjörn. Hann segir trúnaðarákvæði í samningnum sem gerður var við Sindra Þór og því geti hann ekki upplýst um nákvæma upphæð en staðfestir þó að leikhúsið hafi endurheimt stóran hluta fjármagnsins sem var stolið. „Ég get alveg sagt að hagsmunum félagsins hafi verið vel gætt.“ Reglulega hafa verið fluttar fréttir af því að fjárhagur leikhússins væri slæmur og framtíð þess í hættu. Snæbjörn segir fjárdráttinn hafa haft mikil áhrif á bæði rekstur og sálræna líðan starfsfólksins. Reksturinn stöðugur í dag „Sérstaklega á alla sem hafa unnið náið með Sindra. Hann var starfsmaður hérna í fimm ár. Ég kem inn sem nýr stjórnandi í haust og þekki hann ekki, þannig ég er kannski sá sem þetta fær minnst á, en auðvitað fær maður sjokk þegar maður uppgötvar svona. Ég var í mjög erfiðri stöðu fyrstu mánuðina mína í starfi með reksturinn. En ég get alveg sagt að reksturinn hjá Tjarnarbíó er mjög stöðugur núna. Ég á ekki von á því að það verði fréttir á næstunni um að Tjarnarbíó sé í fjárhagsvanda. Ég á von á því að hann haldi áfram stöðugur.“ Snæbjörn er sjálfur í fríi núna en er að vinna að markaðsefni fyrir næsta leikár. Hann segir margt skemmtilegt á döfinni. Eitthvað haldi áfram frá síðasta ári en svo taki margar nýjar sýningar við. Síðasta sýning leikársins var í síðustu viku og sú næsta verður á Hinsegin dögum í ágúst. „Þá verður geggjuð áströlsk grúppa sem Margrét Maack er að flytja inn. Þetta er svona Full Monty. Mjög hýrt og mjög fyndið.“
Leikhús Fjárdráttur í Tjarnarbíói Efnahagsbrot Lögreglumál Tengdar fréttir Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Sindri grunaður um fjárdrátt Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. 23. janúar 2025 11:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent