Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 21:46 Fyrir miðju situr Sean Combs og rýnir í minnisblaðs kviðdómenda ásamt verjendum sínum. AP/Elizabeth Williams Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. Kviðdómurinn hafði ráðið ráðum sínum í um tólf klukkustundir þegar hann sendi dómara skeyti um að hann hefði komið sér saman um ákæruliði er varða mansal og vændi en gat ekki komist að niðurstöðu um þann lið er lýtur að þátttöku Combs í skipulagðri glæpastarfsemi. Kviðdómi sagt að halda áfram New York Times greinir frá því að dómara hafi borist þessar upplýsingar um áttaleytið að íslenskum tíma en réttarhöldin fara fram á Manhattan. Í minnisblaði kviðdómsins hafi komið fram að meðal þeirra væru kviðdómendur með ósamræmanlegar afstöður sem ekki væri unnt að sannfæra. Samkvæmt ákæruliðnum er varðar skipulagða glæpastarfsemi er Combs gefið að sök að hafa nýtt sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynerðislega og fjárhagslega, auk þess að fremja aðra ofbeldisglæpi og hindra framgang réttvísinnar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að áður en Arun Subramanian dómari tilkynnti innihald minnisblaðs kviðdómanda hafi allir átta lögmenn Combs hnappast saman í kringum skjólstæðing sinn alvörugefnir á svip. Combs sjálfur hafi hengt haus á meðan lögmennirnir rýndu í minnisblaðið og pískruðu sín á milli. Þegar minnisblaðið hafði verið tilkynnt dómnum ráðlögðu verjendur og saksóknarar dómaranum um næstu skref. Dómari sagði kviðdómendum að halda áfram viðræðum sínum og freista þess að ná saman. Ógeðfelldar lýsingar á ógeðfelldar lýsingar ofan Mikið hefur verið fjallað um mál Sean Combs frá hándtöku hans í september síðastliðnum. Réttarhöldin voru sett í byrjun maí og hafa vakið mikla athygli enda eru ákæruliðir í máli þessa víðfræga tónlistarmanns hver öðrum ógeðfelldari. Auk ákæru ákæruvalda í New York-ríki hafa tugir einkamála verið höfðaðir á hendur honum, þar af þónokkur sem höfðuð voru áður en hann var ákærður. Í þeim er eru tíundaðar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi á hendur kvenna, karla og barna niður í tíu ára aldur. Ákæruliðirnir eru allir alvarlegir og varða langar fangelsisvistir. Endanleg refsing Combs verði hann sakfelldur er í höndum dómara. Ákæruliðurinn um skipulagða glæpastarfsemi felur í sér hámarksrefsingu lífstíðarfangelsis, sem og liðurinn um mansal með nauðung. Báðir ákæruliðir bera með sér lágmarksrefsingu upp á fimmtán ár í fangelsi. Hinir ákæruliðirnir hafa hámarksrefsingu sem nemur tíu ára fangelsisvist. Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Kviðdómurinn hafði ráðið ráðum sínum í um tólf klukkustundir þegar hann sendi dómara skeyti um að hann hefði komið sér saman um ákæruliði er varða mansal og vændi en gat ekki komist að niðurstöðu um þann lið er lýtur að þátttöku Combs í skipulagðri glæpastarfsemi. Kviðdómi sagt að halda áfram New York Times greinir frá því að dómara hafi borist þessar upplýsingar um áttaleytið að íslenskum tíma en réttarhöldin fara fram á Manhattan. Í minnisblaði kviðdómsins hafi komið fram að meðal þeirra væru kviðdómendur með ósamræmanlegar afstöður sem ekki væri unnt að sannfæra. Samkvæmt ákæruliðnum er varðar skipulagða glæpastarfsemi er Combs gefið að sök að hafa nýtt sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynerðislega og fjárhagslega, auk þess að fremja aðra ofbeldisglæpi og hindra framgang réttvísinnar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að áður en Arun Subramanian dómari tilkynnti innihald minnisblaðs kviðdómanda hafi allir átta lögmenn Combs hnappast saman í kringum skjólstæðing sinn alvörugefnir á svip. Combs sjálfur hafi hengt haus á meðan lögmennirnir rýndu í minnisblaðið og pískruðu sín á milli. Þegar minnisblaðið hafði verið tilkynnt dómnum ráðlögðu verjendur og saksóknarar dómaranum um næstu skref. Dómari sagði kviðdómendum að halda áfram viðræðum sínum og freista þess að ná saman. Ógeðfelldar lýsingar á ógeðfelldar lýsingar ofan Mikið hefur verið fjallað um mál Sean Combs frá hándtöku hans í september síðastliðnum. Réttarhöldin voru sett í byrjun maí og hafa vakið mikla athygli enda eru ákæruliðir í máli þessa víðfræga tónlistarmanns hver öðrum ógeðfelldari. Auk ákæru ákæruvalda í New York-ríki hafa tugir einkamála verið höfðaðir á hendur honum, þar af þónokkur sem höfðuð voru áður en hann var ákærður. Í þeim er eru tíundaðar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi á hendur kvenna, karla og barna niður í tíu ára aldur. Ákæruliðirnir eru allir alvarlegir og varða langar fangelsisvistir. Endanleg refsing Combs verði hann sakfelldur er í höndum dómara. Ákæruliðurinn um skipulagða glæpastarfsemi felur í sér hámarksrefsingu lífstíðarfangelsis, sem og liðurinn um mansal með nauðung. Báðir ákæruliðir bera með sér lágmarksrefsingu upp á fimmtán ár í fangelsi. Hinir ákæruliðirnir hafa hámarksrefsingu sem nemur tíu ára fangelsisvist.
Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09
Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01
Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05