Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 2. júlí 2025 21:32 Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars. Lagafrumvarp þetta kom fram á síðasta þingi og meginmarkmið er að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi. Tilgangur þess er að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun úr sjóðnum, einfalda skipulag sjóðsins og stuðla að því að hann fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Einnig er markmið að endurskoðunin verði jafnframt að auka jöfnuð sem styður við langtímastefnumótun, m.a. á sviði opinberra fjármála. Þetta eru allt skiljanleg og skynsamleg markmið. En það er eins með þetta lagafrumvarp og flest önnur mannanna verk að það er ekki fullkomið. Hvað varðar það sveitarfélag sem við erum í fyrirsvari fyrir, Mosfellsbæ, vantar talsvert upp á. Samkvæmt upphaflegu frumvarpi sem var lagt fram árið 2023 áttu framlög til Mosfellsbæjar að lækka um 50 milljónir. Frumvarpið var síðan lagt fram aftur í janúar 2025 og þá nam lækkunin um 400 milljónum. Ástæðan var meðal annars sú að vægi svokallaðs stærðarhagkvæmnihlutfalls var hækkað, úr 20 % í 26 %. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir er niðurstaðan 250 milljóna lækkun framlags. Jú auðvitað er það betra en 400 milljóna lækkun en samt sem áður, þetta er of stór biti fyrir bæjarsjóð í bæ sem telur tæplega 14 þúsund íbúa. Flestir sem skoðað hafa málið benda á að þessi niðurstaða sé ósanngjörn. Ósanngjarna útdeilingu opinberra fjármuna er erfitt að sætta sig við. Eitt af markmiðum þessarar endurskoðunar er að leiðrétta hlut þeirra sveitarfélaga sem kallast fjölkjarna, þ.e. sveitarfélög þar sem eru fleiri en einn þéttbýliskjarni. Það er mjög skiljanlegt markmið enda verða sveitarfélög sem þannig er ástatt um að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er jú viss kostnaður fólginn í því að reka fleiri en einn þéttbýlisstað. Við viljum taka það fram að við skiljum þá áherslu og að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. Það sem við áttum okkur ekki á er að fjölkjarna sveitarfélag á Suðurlandi af svipaðri stærð, ívið færri íbúar þó, skuli fá 900 milljónum króna hærra framlag úr Jöfnunarsjóði en Mosfellsbær. Þarna virðist vera einhver skekkja. Mosfellsbær lendir í þessum mikla niðurskurði þrátt fyrir t.d. hlutfallslega mikinn fjölda barna og fatlaðs fólks og að sveitarfélagið hafi fullnýtt útsvarsprósentu undanfarin ár. Vægi barnafjölda bæði á leikskóla- og grunnskólaaldri inn í útreikninga sjóðsins er lækkað og okkur þykir lítið tillit tekið til þess að í Mosfellsbæ búa hlutfallslega margir fatlaðir íbúar. Sem dæmi má nefna að hlutfallið hjá okkur er 0,578% en er til dæmis 0.29% í Kópavogi. Á árinu 2024 er mismunur á milli framlaga frá ríkinu í málaflokk fatlaðs fólks og útgjalda vegna málaflokksins um 450 milljónir króna. Þá virðist sem svo að sá stuðull sem notaður er til að meta stærðarhagkvæmni sveitarfélaga sé afar óhagstæður Mosfellsbæ sem kemur sér illa í hraðvaxandi sveitarfélagi. Við höfum komið áhyggjum okkar á framfæri við þingmenn og vonumst til þess að það takist að finna einhverja leið til að milda þetta högg fyrir Mosfellsbæ. Það er auðvitað löngu orðið tímabært að endurskoða hið flókna og ógagnsæja regluverk um Jöfnunarsjóðinn en tiltektin má ekki vera svo hressileg að hluta barnanna sé skolað út með baðvatninu. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Alþingi Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars. Lagafrumvarp þetta kom fram á síðasta þingi og meginmarkmið er að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi. Tilgangur þess er að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun úr sjóðnum, einfalda skipulag sjóðsins og stuðla að því að hann fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Einnig er markmið að endurskoðunin verði jafnframt að auka jöfnuð sem styður við langtímastefnumótun, m.a. á sviði opinberra fjármála. Þetta eru allt skiljanleg og skynsamleg markmið. En það er eins með þetta lagafrumvarp og flest önnur mannanna verk að það er ekki fullkomið. Hvað varðar það sveitarfélag sem við erum í fyrirsvari fyrir, Mosfellsbæ, vantar talsvert upp á. Samkvæmt upphaflegu frumvarpi sem var lagt fram árið 2023 áttu framlög til Mosfellsbæjar að lækka um 50 milljónir. Frumvarpið var síðan lagt fram aftur í janúar 2025 og þá nam lækkunin um 400 milljónum. Ástæðan var meðal annars sú að vægi svokallaðs stærðarhagkvæmnihlutfalls var hækkað, úr 20 % í 26 %. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir er niðurstaðan 250 milljóna lækkun framlags. Jú auðvitað er það betra en 400 milljóna lækkun en samt sem áður, þetta er of stór biti fyrir bæjarsjóð í bæ sem telur tæplega 14 þúsund íbúa. Flestir sem skoðað hafa málið benda á að þessi niðurstaða sé ósanngjörn. Ósanngjarna útdeilingu opinberra fjármuna er erfitt að sætta sig við. Eitt af markmiðum þessarar endurskoðunar er að leiðrétta hlut þeirra sveitarfélaga sem kallast fjölkjarna, þ.e. sveitarfélög þar sem eru fleiri en einn þéttbýliskjarni. Það er mjög skiljanlegt markmið enda verða sveitarfélög sem þannig er ástatt um að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er jú viss kostnaður fólginn í því að reka fleiri en einn þéttbýlisstað. Við viljum taka það fram að við skiljum þá áherslu og að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. Það sem við áttum okkur ekki á er að fjölkjarna sveitarfélag á Suðurlandi af svipaðri stærð, ívið færri íbúar þó, skuli fá 900 milljónum króna hærra framlag úr Jöfnunarsjóði en Mosfellsbær. Þarna virðist vera einhver skekkja. Mosfellsbær lendir í þessum mikla niðurskurði þrátt fyrir t.d. hlutfallslega mikinn fjölda barna og fatlaðs fólks og að sveitarfélagið hafi fullnýtt útsvarsprósentu undanfarin ár. Vægi barnafjölda bæði á leikskóla- og grunnskólaaldri inn í útreikninga sjóðsins er lækkað og okkur þykir lítið tillit tekið til þess að í Mosfellsbæ búa hlutfallslega margir fatlaðir íbúar. Sem dæmi má nefna að hlutfallið hjá okkur er 0,578% en er til dæmis 0.29% í Kópavogi. Á árinu 2024 er mismunur á milli framlaga frá ríkinu í málaflokk fatlaðs fólks og útgjalda vegna málaflokksins um 450 milljónir króna. Þá virðist sem svo að sá stuðull sem notaður er til að meta stærðarhagkvæmni sveitarfélaga sé afar óhagstæður Mosfellsbæ sem kemur sér illa í hraðvaxandi sveitarfélagi. Við höfum komið áhyggjum okkar á framfæri við þingmenn og vonumst til þess að það takist að finna einhverja leið til að milda þetta högg fyrir Mosfellsbæ. Það er auðvitað löngu orðið tímabært að endurskoða hið flókna og ógagnsæja regluverk um Jöfnunarsjóðinn en tiltektin má ekki vera svo hressileg að hluta barnanna sé skolað út með baðvatninu. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun