Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 2. júlí 2025 21:32 Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars. Lagafrumvarp þetta kom fram á síðasta þingi og meginmarkmið er að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi. Tilgangur þess er að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun úr sjóðnum, einfalda skipulag sjóðsins og stuðla að því að hann fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Einnig er markmið að endurskoðunin verði jafnframt að auka jöfnuð sem styður við langtímastefnumótun, m.a. á sviði opinberra fjármála. Þetta eru allt skiljanleg og skynsamleg markmið. En það er eins með þetta lagafrumvarp og flest önnur mannanna verk að það er ekki fullkomið. Hvað varðar það sveitarfélag sem við erum í fyrirsvari fyrir, Mosfellsbæ, vantar talsvert upp á. Samkvæmt upphaflegu frumvarpi sem var lagt fram árið 2023 áttu framlög til Mosfellsbæjar að lækka um 50 milljónir. Frumvarpið var síðan lagt fram aftur í janúar 2025 og þá nam lækkunin um 400 milljónum. Ástæðan var meðal annars sú að vægi svokallaðs stærðarhagkvæmnihlutfalls var hækkað, úr 20 % í 26 %. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir er niðurstaðan 250 milljóna lækkun framlags. Jú auðvitað er það betra en 400 milljóna lækkun en samt sem áður, þetta er of stór biti fyrir bæjarsjóð í bæ sem telur tæplega 14 þúsund íbúa. Flestir sem skoðað hafa málið benda á að þessi niðurstaða sé ósanngjörn. Ósanngjarna útdeilingu opinberra fjármuna er erfitt að sætta sig við. Eitt af markmiðum þessarar endurskoðunar er að leiðrétta hlut þeirra sveitarfélaga sem kallast fjölkjarna, þ.e. sveitarfélög þar sem eru fleiri en einn þéttbýliskjarni. Það er mjög skiljanlegt markmið enda verða sveitarfélög sem þannig er ástatt um að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er jú viss kostnaður fólginn í því að reka fleiri en einn þéttbýlisstað. Við viljum taka það fram að við skiljum þá áherslu og að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. Það sem við áttum okkur ekki á er að fjölkjarna sveitarfélag á Suðurlandi af svipaðri stærð, ívið færri íbúar þó, skuli fá 900 milljónum króna hærra framlag úr Jöfnunarsjóði en Mosfellsbær. Þarna virðist vera einhver skekkja. Mosfellsbær lendir í þessum mikla niðurskurði þrátt fyrir t.d. hlutfallslega mikinn fjölda barna og fatlaðs fólks og að sveitarfélagið hafi fullnýtt útsvarsprósentu undanfarin ár. Vægi barnafjölda bæði á leikskóla- og grunnskólaaldri inn í útreikninga sjóðsins er lækkað og okkur þykir lítið tillit tekið til þess að í Mosfellsbæ búa hlutfallslega margir fatlaðir íbúar. Sem dæmi má nefna að hlutfallið hjá okkur er 0,578% en er til dæmis 0.29% í Kópavogi. Á árinu 2024 er mismunur á milli framlaga frá ríkinu í málaflokk fatlaðs fólks og útgjalda vegna málaflokksins um 450 milljónir króna. Þá virðist sem svo að sá stuðull sem notaður er til að meta stærðarhagkvæmni sveitarfélaga sé afar óhagstæður Mosfellsbæ sem kemur sér illa í hraðvaxandi sveitarfélagi. Við höfum komið áhyggjum okkar á framfæri við þingmenn og vonumst til þess að það takist að finna einhverja leið til að milda þetta högg fyrir Mosfellsbæ. Það er auðvitað löngu orðið tímabært að endurskoða hið flókna og ógagnsæja regluverk um Jöfnunarsjóðinn en tiltektin má ekki vera svo hressileg að hluta barnanna sé skolað út með baðvatninu. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Alþingi Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars. Lagafrumvarp þetta kom fram á síðasta þingi og meginmarkmið er að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi. Tilgangur þess er að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun úr sjóðnum, einfalda skipulag sjóðsins og stuðla að því að hann fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Einnig er markmið að endurskoðunin verði jafnframt að auka jöfnuð sem styður við langtímastefnumótun, m.a. á sviði opinberra fjármála. Þetta eru allt skiljanleg og skynsamleg markmið. En það er eins með þetta lagafrumvarp og flest önnur mannanna verk að það er ekki fullkomið. Hvað varðar það sveitarfélag sem við erum í fyrirsvari fyrir, Mosfellsbæ, vantar talsvert upp á. Samkvæmt upphaflegu frumvarpi sem var lagt fram árið 2023 áttu framlög til Mosfellsbæjar að lækka um 50 milljónir. Frumvarpið var síðan lagt fram aftur í janúar 2025 og þá nam lækkunin um 400 milljónum. Ástæðan var meðal annars sú að vægi svokallaðs stærðarhagkvæmnihlutfalls var hækkað, úr 20 % í 26 %. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir er niðurstaðan 250 milljóna lækkun framlags. Jú auðvitað er það betra en 400 milljóna lækkun en samt sem áður, þetta er of stór biti fyrir bæjarsjóð í bæ sem telur tæplega 14 þúsund íbúa. Flestir sem skoðað hafa málið benda á að þessi niðurstaða sé ósanngjörn. Ósanngjarna útdeilingu opinberra fjármuna er erfitt að sætta sig við. Eitt af markmiðum þessarar endurskoðunar er að leiðrétta hlut þeirra sveitarfélaga sem kallast fjölkjarna, þ.e. sveitarfélög þar sem eru fleiri en einn þéttbýliskjarni. Það er mjög skiljanlegt markmið enda verða sveitarfélög sem þannig er ástatt um að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er jú viss kostnaður fólginn í því að reka fleiri en einn þéttbýlisstað. Við viljum taka það fram að við skiljum þá áherslu og að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. Það sem við áttum okkur ekki á er að fjölkjarna sveitarfélag á Suðurlandi af svipaðri stærð, ívið færri íbúar þó, skuli fá 900 milljónum króna hærra framlag úr Jöfnunarsjóði en Mosfellsbær. Þarna virðist vera einhver skekkja. Mosfellsbær lendir í þessum mikla niðurskurði þrátt fyrir t.d. hlutfallslega mikinn fjölda barna og fatlaðs fólks og að sveitarfélagið hafi fullnýtt útsvarsprósentu undanfarin ár. Vægi barnafjölda bæði á leikskóla- og grunnskólaaldri inn í útreikninga sjóðsins er lækkað og okkur þykir lítið tillit tekið til þess að í Mosfellsbæ búa hlutfallslega margir fatlaðir íbúar. Sem dæmi má nefna að hlutfallið hjá okkur er 0,578% en er til dæmis 0.29% í Kópavogi. Á árinu 2024 er mismunur á milli framlaga frá ríkinu í málaflokk fatlaðs fólks og útgjalda vegna málaflokksins um 450 milljónir króna. Þá virðist sem svo að sá stuðull sem notaður er til að meta stærðarhagkvæmni sveitarfélaga sé afar óhagstæður Mosfellsbæ sem kemur sér illa í hraðvaxandi sveitarfélagi. Við höfum komið áhyggjum okkar á framfæri við þingmenn og vonumst til þess að það takist að finna einhverja leið til að milda þetta högg fyrir Mosfellsbæ. Það er auðvitað löngu orðið tímabært að endurskoða hið flókna og ógagnsæja regluverk um Jöfnunarsjóðinn en tiltektin má ekki vera svo hressileg að hluta barnanna sé skolað út með baðvatninu. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun