Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. júlí 2025 07:32 „Þið eruð nú meiri andsk… kommarnir þið þarna í Viðreisn! Hækkið skatta um 100% á útvalda aðila, þetta er bara eignaupptaka og bara Sovét gerræði!!“ Þetta og margt fleira misjafnt hef ég sem Viðreisnarmaður fengið að heyra frá góðu fólki sem telur sig tilheyra hinu íhaldsama hægri. Mest allt vinir mínir og kunningjar, gott fólk sem mér þykir vænt um. Ég ákvað því að staldra við og ræða veiðigjöldin við góðan kunningja minn íhaldsmegin í lífinu sem er ekki kátur með leiðréttingu veiðigjaldi. Hann vill ekki einu sinni kalla þetta leiðréttingu heldur eignaupptöku. Ég spurði hann hvað hann ætti við með eignaupptöku því samkvæmt stjórnarskránni þá væri þjóðin eigandi en ekki útgerðin. Hvernig gæti eigandi auðlindarinnar framið eignaupptöku hjá leigjandanum? Hann svaraði ekki en vildi meina að ég væri með útúrsnúninga og gaslýsingu. Hann sagði að útgerðin væri fyrir löngu búin að greiða fullt gjald fyrir kvótann. Ég spurði hann þá að því hvort hann væri hlynntur leiguþaki á húsnæðismarkaðnum? Hann fussaði og sveiaði og kallaði leiguþak bölvaðan sósíalisma og gróft brot á eignaréttinum. Þar erum við reyndar sammála. En nú hefur leiguverð margfaldast á nokkrum árum og leiguverð tekur ekki mið af greiðslugetu leigjandans eða tekjum hans. Auðvitað ekki, húsnæðismarkaðurinn og leigumarkaðurinn lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar. Nú þegar mikil umframeftirspurn hefur ríkt, þá hækkar leiguverðið og eigendur húsnæðis þéna meira á eign sinni. Af hverju á þá að vera leiguþak á veiðiheimildum? Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind. Eigandi auðlindarinnar telur að takmarka þurfi veiðar. Leiguverðið hækkar því í væntanlega. En ólíkt húsnæðismarkaðnum er hér leiguþak. Útgerðin greiðir það verð sem útgerðin telur sig geta greitt, ólíkt leigjendum á húsnæðismarkaði. Þá spyr ég í einfeldni minni: Hver er sósíalistinn hér? Mitt svar er einfalt, það eru hægri íhaldsmenn. Því það er hægt að kalla sig hvað sem er, það sem skilgreinir mann eru hugmyndir manns og athafnir. Ég vil því kasta fram hugtakinu hægri sósíalisti. Írónían er nefnilega sú að margir útgerðamenn hafa fjárfest á húsnæðismarkaði og sitja hinum megin borðsins þar og hafa hagnast ansi vel á því að leigja út fasteignir sínar á markaðsverði. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Breytingar á veiðigjöldum Viðreisn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
„Þið eruð nú meiri andsk… kommarnir þið þarna í Viðreisn! Hækkið skatta um 100% á útvalda aðila, þetta er bara eignaupptaka og bara Sovét gerræði!!“ Þetta og margt fleira misjafnt hef ég sem Viðreisnarmaður fengið að heyra frá góðu fólki sem telur sig tilheyra hinu íhaldsama hægri. Mest allt vinir mínir og kunningjar, gott fólk sem mér þykir vænt um. Ég ákvað því að staldra við og ræða veiðigjöldin við góðan kunningja minn íhaldsmegin í lífinu sem er ekki kátur með leiðréttingu veiðigjaldi. Hann vill ekki einu sinni kalla þetta leiðréttingu heldur eignaupptöku. Ég spurði hann hvað hann ætti við með eignaupptöku því samkvæmt stjórnarskránni þá væri þjóðin eigandi en ekki útgerðin. Hvernig gæti eigandi auðlindarinnar framið eignaupptöku hjá leigjandanum? Hann svaraði ekki en vildi meina að ég væri með útúrsnúninga og gaslýsingu. Hann sagði að útgerðin væri fyrir löngu búin að greiða fullt gjald fyrir kvótann. Ég spurði hann þá að því hvort hann væri hlynntur leiguþaki á húsnæðismarkaðnum? Hann fussaði og sveiaði og kallaði leiguþak bölvaðan sósíalisma og gróft brot á eignaréttinum. Þar erum við reyndar sammála. En nú hefur leiguverð margfaldast á nokkrum árum og leiguverð tekur ekki mið af greiðslugetu leigjandans eða tekjum hans. Auðvitað ekki, húsnæðismarkaðurinn og leigumarkaðurinn lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar. Nú þegar mikil umframeftirspurn hefur ríkt, þá hækkar leiguverðið og eigendur húsnæðis þéna meira á eign sinni. Af hverju á þá að vera leiguþak á veiðiheimildum? Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind. Eigandi auðlindarinnar telur að takmarka þurfi veiðar. Leiguverðið hækkar því í væntanlega. En ólíkt húsnæðismarkaðnum er hér leiguþak. Útgerðin greiðir það verð sem útgerðin telur sig geta greitt, ólíkt leigjendum á húsnæðismarkaði. Þá spyr ég í einfeldni minni: Hver er sósíalistinn hér? Mitt svar er einfalt, það eru hægri íhaldsmenn. Því það er hægt að kalla sig hvað sem er, það sem skilgreinir mann eru hugmyndir manns og athafnir. Ég vil því kasta fram hugtakinu hægri sósíalisti. Írónían er nefnilega sú að margir útgerðamenn hafa fjárfest á húsnæðismarkaði og sitja hinum megin borðsins þar og hafa hagnast ansi vel á því að leigja út fasteignir sínar á markaðsverði. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun