Diogo Jota lést í bílslysi Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júlí 2025 08:23 Diogo Jota er látinn. Jacques Feeney/Offside/Offside via Getty Images Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. Spænski miðillinn Marca greinir frá. og lögreglan á Spáni hefur staðfest að bræðurnir séu látnir. Hinn 28 ára gamli Jota var á ferð með bróður sínum André, 26 ára gömlum leikmanni Penafiel í heimalandi þeirra Portúgal. Slysið átti sér stað við frárein á A-52 þjóðveginum í Zamora héraðinu á Spáni, rétt norðan við Portúgal. 🚨 Dos jóvenes fallecen en un accidente en la A-52 (Palacios de Sanabria).🚒 Interviene el Parque de Bomberos de Rionegro del Puente (Zona Norte del Consorcio de la @DiputacionZA)🔥 El vehículo se incendió y las llamas se propagaron a la vegetación.🖤 Tenían 28 y 26 años. DEP. pic.twitter.com/tqEhIS6iiY— Diputación Provincial de Zamora (@DiputacionZA) July 3, 2025 Lögreglan í héraðinu segir að kviknað hafi í bílnum og slökkvilið mætt á staðinn. Samkvæmt Marca varð bíllinn alelda og eldurinn dreifði sér í nærliggjandi sinu. Spænski miðillinn AS segir atvikið hafa átt sér stað um hálf eitt í nótt, að staðartíma. Lamborghini bíllinn sem þeir keyrðu hafi runnið út af veginum þegar dekk sprakk við framúrakstur. Lögregla, sjúkra- og slökkvilið hafi mætt á svæðið en ekki getað komið í veg fyrir að bræðurnir létust á staðnum. Nýgiftur og lætur eftir sig þrjú börn Diogo Jota giftist eiginkonu sinni Rute Cardoso fyrir aðeins tíu dögum síðan og lætur eftir sig þrjú börn, fædd árin 2021, 2023 og 2024. Hann birti færslu á Instagram fyrir minna en sólarhring síðan þar sem hann sýndi frá brúðkaupinu sem fór fram í Porto í Portúgal þann 22. júní síðastliðinn. View this post on Instagram A post shared by Diogo Jota (@diogoj_18) Englandsmeistarinn sem vann Þjóðadeildina Diogo Jota var leikmaður Liverpool og vann sinn þriðja titil með félaginu þegar hann varð Englandsmeistari í vor, eftir að hafa unnið bæði FA og deildabikarinn áður. Á tíma sínum með Liverpool lék hann alls 182 leiki, skoraði 65 mörk og gaf 26 stoðsendingar. Diogo Jota og Darwin Nunez handléku Englandsmeistaratitilinn í lok maí. Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Jota var portúgalskur landsliðsmaður og vann Þjóðadeildina í síðasta mánuði. Alls lék hann 49 landsleiki fyrir Portúgal og skoraði 14 mörk. Síðasti leikur sem Jota spilar var úrslitaleikur Þjóðadeildarinnar. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Andlát Spánn Andlát Diogo Jota Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Spænski miðillinn Marca greinir frá. og lögreglan á Spáni hefur staðfest að bræðurnir séu látnir. Hinn 28 ára gamli Jota var á ferð með bróður sínum André, 26 ára gömlum leikmanni Penafiel í heimalandi þeirra Portúgal. Slysið átti sér stað við frárein á A-52 þjóðveginum í Zamora héraðinu á Spáni, rétt norðan við Portúgal. 🚨 Dos jóvenes fallecen en un accidente en la A-52 (Palacios de Sanabria).🚒 Interviene el Parque de Bomberos de Rionegro del Puente (Zona Norte del Consorcio de la @DiputacionZA)🔥 El vehículo se incendió y las llamas se propagaron a la vegetación.🖤 Tenían 28 y 26 años. DEP. pic.twitter.com/tqEhIS6iiY— Diputación Provincial de Zamora (@DiputacionZA) July 3, 2025 Lögreglan í héraðinu segir að kviknað hafi í bílnum og slökkvilið mætt á staðinn. Samkvæmt Marca varð bíllinn alelda og eldurinn dreifði sér í nærliggjandi sinu. Spænski miðillinn AS segir atvikið hafa átt sér stað um hálf eitt í nótt, að staðartíma. Lamborghini bíllinn sem þeir keyrðu hafi runnið út af veginum þegar dekk sprakk við framúrakstur. Lögregla, sjúkra- og slökkvilið hafi mætt á svæðið en ekki getað komið í veg fyrir að bræðurnir létust á staðnum. Nýgiftur og lætur eftir sig þrjú börn Diogo Jota giftist eiginkonu sinni Rute Cardoso fyrir aðeins tíu dögum síðan og lætur eftir sig þrjú börn, fædd árin 2021, 2023 og 2024. Hann birti færslu á Instagram fyrir minna en sólarhring síðan þar sem hann sýndi frá brúðkaupinu sem fór fram í Porto í Portúgal þann 22. júní síðastliðinn. View this post on Instagram A post shared by Diogo Jota (@diogoj_18) Englandsmeistarinn sem vann Þjóðadeildina Diogo Jota var leikmaður Liverpool og vann sinn þriðja titil með félaginu þegar hann varð Englandsmeistari í vor, eftir að hafa unnið bæði FA og deildabikarinn áður. Á tíma sínum með Liverpool lék hann alls 182 leiki, skoraði 65 mörk og gaf 26 stoðsendingar. Diogo Jota og Darwin Nunez handléku Englandsmeistaratitilinn í lok maí. Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Jota var portúgalskur landsliðsmaður og vann Þjóðadeildina í síðasta mánuði. Alls lék hann 49 landsleiki fyrir Portúgal og skoraði 14 mörk. Síðasti leikur sem Jota spilar var úrslitaleikur Þjóðadeildarinnar. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Andlát Spánn Andlát Diogo Jota Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti