Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 3. júlí 2025 10:00 Það eru til ákvæði í lögum sem eru svo öflug að þau ættu einungis að vera dregin fram þegar öll önnur úrræði eru þrotin. Eitt slíkt er svokallað „kjarnorkuákvæði“ Alþingis, 71. grein þingskapalaga, sem heimilar meirihluta þingsins að kalla tafarlaust til atkvæðagreiðslu og þannig loka umræðu um tiltekið mál – jafnvel þótt margir þingmenn eigi enn eftir að koma að eða ljúka máli sínu. Þetta er neyðarhemill lýðræðisins – en jafnframt hættulegt vopn, ef því er beitt af léttúð eða pólitískum ásetningi. Þungt vægi þeirra mála sem ákvæðinu er beitt á. Það er engin tilviljun að kjarnorkuákvæðinu hefur aðeins verið beitt tvisvar í lýðveldissögunni: fyrst árið 1949 þegar Ísland gekk í NATO, og svo árið 1959 til að tryggja afgreiðslu fjárlaga fyrir áramót. Í bæði skiptin var um að ræða mál sem snerust um sjálfa tilveru ríkisins og samfélagsins – þjóðaröryggi og grunnstoðir ríkisrekstrar. Fjárlög þurfa samkvæmt lögum að liggja fyrir 1. janúar ár hvert, annars stöðvast rekstur ríkisins. Þannig er ljóst að ákvæðið á aðeins við þegar brýnustu hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi. Aðför að lýðræðinu – alvarleg hætta og andlýðræðisleg valdbeiting. Nú eru stjórnarliðar og sumir fræðimenn farnir að tala um að beita þessu aflsmunarvopni – kjarnorkuákvæðinu – til að þröngva í gegn veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það er ekki bara fordæmalaust, heldur bein ógn við lýðræðið sjálft. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af nær öllum rúmlega 80 umsagnaraðilum, sem vara við alvarlegum afleiðingum fyrir sjávarútveg og byggðir landsins. Forsendur og útreikningar frumvarpsins hafa verið rangar frá upphafi, þrisvar sinnum leiðréttar og gjaldið hækkað stórkostlega. Umsagnaraðilum hefur þó verið meinað að koma með nýjar athugasemdir, þrátt fyrir þessar breytingar. Hér er ekki bara verið að kæfa lýðræðislega umræðu, heldur beita þvingunum til að koma illa unnu og vafasömu máli í gegn. Ef kjarnorkuákvæðinu verður beitt í slíku deilumáli, þar sem afleiðingar eru óljósar og áhyggjum þingmanna, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila hvergi nærri svarað, er verið að stíga yfir hættumörk. Þá snýst málið ekki lengur um þjóðaröryggi eða nauðsynlega starfsemi ríkisins, heldur um vilja meirihlutans til að þagga niður í minnihlutanum og ráðskast með lýðræðislegar leikreglur. Ábyrgð – og afleiðingar valdboðs. Stjórnvöld sem beita þessu ákvæði í pólitískum tilgangi verða að axla fulla og óskerta ábyrgð á þeim afleiðingum sem vanreifað frumvarp kann að hafa. Með því að grípa til kjarnorkuákvæðisins í slíkum aðstæðum er meirihlutinn í raun að beita ofbeldi gegn lýðræðislegri umræðu. Þetta er ekki lengur spurning um vandaða þinglega meðferð mála, heldur hreint og klárt valdboð. Ábyrgðin á þessum gjörningi – og öllu tjóni sem af honum kann að hljótast – hvílir þá alfarið á þeim sem þröngva málinu í gegn. Fordæmið – og framtíð lýðræðislegrar málsmeðferðar. Ef kjarnorkuákvæðið er notað nú, í þriðja sinn, til að þagga niður í andstöðu við umdeilt mál, þá er það ekki lengur neyðarhemill heldur hættulegt stjórntæki í höndum hvers konar meirihluta. Það opnar dyr að enn frekari valdníðslu og skerðir traust almennings til Alþingis og lýðræðis í landinu. Hver verður næsti meirihluti sem grípur til þessa vopns til að þagga niður í pólitískri andstöðu? Hvað verður þá um lýðræðið? Kjarnorkuákvæðið á að vera síðasta vörnin gegn upplausn ríkisins, en ekki tæki til að þröngva í gegn pólitískt umdeildum og vanreifuðum málum. Ef það verður gert að venjulegu stjórntæki, þá er lýðræðið sjálft í hættu. Þingmenn – og þjóðin öll – verða að vera á varðbergi gagnvart öllum tilraunum til að misnota þetta ákvæði. Lýðræðið er ekki alltaf þægilegt, en það er alltaf þess virði að verja það – jafnvel þótt það kosti langar og strangar umræður og eftirgjöf beggja aðila. Að öðrum kosti er hætt við að lýðræðið sjálft verði fórnarlamb pólitísks valdboðs. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það eru til ákvæði í lögum sem eru svo öflug að þau ættu einungis að vera dregin fram þegar öll önnur úrræði eru þrotin. Eitt slíkt er svokallað „kjarnorkuákvæði“ Alþingis, 71. grein þingskapalaga, sem heimilar meirihluta þingsins að kalla tafarlaust til atkvæðagreiðslu og þannig loka umræðu um tiltekið mál – jafnvel þótt margir þingmenn eigi enn eftir að koma að eða ljúka máli sínu. Þetta er neyðarhemill lýðræðisins – en jafnframt hættulegt vopn, ef því er beitt af léttúð eða pólitískum ásetningi. Þungt vægi þeirra mála sem ákvæðinu er beitt á. Það er engin tilviljun að kjarnorkuákvæðinu hefur aðeins verið beitt tvisvar í lýðveldissögunni: fyrst árið 1949 þegar Ísland gekk í NATO, og svo árið 1959 til að tryggja afgreiðslu fjárlaga fyrir áramót. Í bæði skiptin var um að ræða mál sem snerust um sjálfa tilveru ríkisins og samfélagsins – þjóðaröryggi og grunnstoðir ríkisrekstrar. Fjárlög þurfa samkvæmt lögum að liggja fyrir 1. janúar ár hvert, annars stöðvast rekstur ríkisins. Þannig er ljóst að ákvæðið á aðeins við þegar brýnustu hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi. Aðför að lýðræðinu – alvarleg hætta og andlýðræðisleg valdbeiting. Nú eru stjórnarliðar og sumir fræðimenn farnir að tala um að beita þessu aflsmunarvopni – kjarnorkuákvæðinu – til að þröngva í gegn veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það er ekki bara fordæmalaust, heldur bein ógn við lýðræðið sjálft. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af nær öllum rúmlega 80 umsagnaraðilum, sem vara við alvarlegum afleiðingum fyrir sjávarútveg og byggðir landsins. Forsendur og útreikningar frumvarpsins hafa verið rangar frá upphafi, þrisvar sinnum leiðréttar og gjaldið hækkað stórkostlega. Umsagnaraðilum hefur þó verið meinað að koma með nýjar athugasemdir, þrátt fyrir þessar breytingar. Hér er ekki bara verið að kæfa lýðræðislega umræðu, heldur beita þvingunum til að koma illa unnu og vafasömu máli í gegn. Ef kjarnorkuákvæðinu verður beitt í slíku deilumáli, þar sem afleiðingar eru óljósar og áhyggjum þingmanna, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila hvergi nærri svarað, er verið að stíga yfir hættumörk. Þá snýst málið ekki lengur um þjóðaröryggi eða nauðsynlega starfsemi ríkisins, heldur um vilja meirihlutans til að þagga niður í minnihlutanum og ráðskast með lýðræðislegar leikreglur. Ábyrgð – og afleiðingar valdboðs. Stjórnvöld sem beita þessu ákvæði í pólitískum tilgangi verða að axla fulla og óskerta ábyrgð á þeim afleiðingum sem vanreifað frumvarp kann að hafa. Með því að grípa til kjarnorkuákvæðisins í slíkum aðstæðum er meirihlutinn í raun að beita ofbeldi gegn lýðræðislegri umræðu. Þetta er ekki lengur spurning um vandaða þinglega meðferð mála, heldur hreint og klárt valdboð. Ábyrgðin á þessum gjörningi – og öllu tjóni sem af honum kann að hljótast – hvílir þá alfarið á þeim sem þröngva málinu í gegn. Fordæmið – og framtíð lýðræðislegrar málsmeðferðar. Ef kjarnorkuákvæðið er notað nú, í þriðja sinn, til að þagga niður í andstöðu við umdeilt mál, þá er það ekki lengur neyðarhemill heldur hættulegt stjórntæki í höndum hvers konar meirihluta. Það opnar dyr að enn frekari valdníðslu og skerðir traust almennings til Alþingis og lýðræðis í landinu. Hver verður næsti meirihluti sem grípur til þessa vopns til að þagga niður í pólitískri andstöðu? Hvað verður þá um lýðræðið? Kjarnorkuákvæðið á að vera síðasta vörnin gegn upplausn ríkisins, en ekki tæki til að þröngva í gegn pólitískt umdeildum og vanreifuðum málum. Ef það verður gert að venjulegu stjórntæki, þá er lýðræðið sjálft í hættu. Þingmenn – og þjóðin öll – verða að vera á varðbergi gagnvart öllum tilraunum til að misnota þetta ákvæði. Lýðræðið er ekki alltaf þægilegt, en það er alltaf þess virði að verja það – jafnvel þótt það kosti langar og strangar umræður og eftirgjöf beggja aðila. Að öðrum kosti er hætt við að lýðræðið sjálft verði fórnarlamb pólitísks valdboðs. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun