Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2025 06:32 Sigríður segir ekki hafa verið efni til að ákæra aðra tengda málinu en Sigurjón. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Héraðssaksóknara um að ákæra ekki fjóra menn sem Sigurjón Ólafsson, verslunarmaður sem dæmdur var fyrir gróf kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, fékk til að hafa samræði við konuna. Sigurjón var í janúar síðastliðnum dæmdur til átta ára fangelsisvistar og til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur var ákærður í málinu. „Stórkostlega undarlegt“ Ákvörðun Héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákærur á hendur mönnunum fjórum var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sagði til að mynda í samtali við fréttastofu á sínum tíma að hún væri fegin að Sigurjón hefði verið dæmdur fyrir brot sín, enda væru ákærur allt of sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ sagði hún þó. Ríkisútvarpið hafði á sínum tíma eftir Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara að ákvörðun um að ákæra mennina ekki hefði ekki verið léttvæg. Hún hefði verið tekin að vel ígrunduðu mál og niðurstaða embættis hans hefði verið að málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Tóku málið til skoðunar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að málið hefði verið tekið til skoðunar hjá embætti hennar. Niðurstaðan hefði verið sú að ekki hafi verið efni til að gefa út ákæru á hendur öðrum en ákærða Sigurjóni. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sigurjón var í janúar síðastliðnum dæmdur til átta ára fangelsisvistar og til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur var ákærður í málinu. „Stórkostlega undarlegt“ Ákvörðun Héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákærur á hendur mönnunum fjórum var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sagði til að mynda í samtali við fréttastofu á sínum tíma að hún væri fegin að Sigurjón hefði verið dæmdur fyrir brot sín, enda væru ákærur allt of sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ sagði hún þó. Ríkisútvarpið hafði á sínum tíma eftir Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara að ákvörðun um að ákæra mennina ekki hefði ekki verið léttvæg. Hún hefði verið tekin að vel ígrunduðu mál og niðurstaða embættis hans hefði verið að málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Tóku málið til skoðunar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að málið hefði verið tekið til skoðunar hjá embætti hennar. Niðurstaðan hefði verið sú að ekki hafi verið efni til að gefa út ákæru á hendur öðrum en ákærða Sigurjóni.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira