Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 21:35 Magnús Þór tók Odd alltaf með sér á strandveiðar. Magnús Þór Magnús Þór Hafsteinsson hafði hund sinn með sér þegar strandveiðibátur hans sökk. Magnús var úrskurðaður látinn en hundurinn hefur ekki fundist. Formaður Dýrfinnu, samtaka sem hafa uppi á týndum gæludýrum, segir mögulegt að hundurinn sé enn á lífi og hafi rekið á land á Kópanesi. Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn málsins og staðfesti að hundur Magnúsar hafi verið með honum um borð þegar báturinn sökk. Einnig segir lögreglan að hann hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu, hefur heimildir fyrir því að hundurinn, sem er svartur púðlurakki og heitir Oddur, hafi verið í vesti þegar báturinn sökk. Hún segist ekki vita hvort um gæðabjörgunarvesti hafi verið að ræða en að það skipti ekki öllu vegna þess að púðluhundar séu vel syndir og báturinn hafi sokkið það skammt frá landi að hann hefði getað komist þangað jafnvel án vestis. Lífseigja hunda vanmetin Talsverður öldugangur var þegar slysið átti sér stað en Anna segir mannfólkið vanmeta hundana og hve lífseigir þeir eru. „Við í Dýrfinnnu höfum svo ótrúlega oft séð það að fólk afskrifar hunda strax. Hann er bara dauður. En hefðum við ekki komið inn í mörg mál hefðu margir hundar aldrei komið heim,“ segir hún. Anna segir að samkvæmt hennar heimildum að vestan hafi slysið gerst í 200 til 500 metra fjarlægð frá landi. Yst á Kópanesi er þó hvorki bílfært né manngengt. Þar að auki er ekkert símasamband þar heldur og því ekki hægt að kanna svæðið með flygildi. Hafi Odd rekið á lífi að ströndinni sé hann þó fastur í fjörunni vegna torfærs landslagsins og geti ekki aflað sér fæðu eða drykkjarvatns. Því sé björgunarglugginn afmarkaður við nokkra daga. Hún segir slöngubát frá björgunarsveitinni á Patreksfirði hafi farið einu sinni meðfram strandlengjunni og orðið var við aðskotahluti úr bátnum sem rekið hafði á land. Því sé ekki ólíklegt að rakkinn sé þar líka, hvort sem hann er lífs eða liðinn. Nokkurra daga gluggi Anna kallar eftir því að gerður verði út bátur daglega til að kemba strandlengjuna í leit að ummerkjum eftir Odd. Anna Margrét Áslaugardóttir er formaður Dýrfinnu.Dýrfinna „Það eru nokkrir dagar í viðbót þar sem þetta gæti komið í ljós. Svo er möguleikinn farinn,“ segir hún. Hún segir það fara fyrir brjóstið á sér hvað fólk sé tilbúið að afskrifa gæludýr hratt þegar slys gerast eða við náttúruhamfarir eins og jarðhræringarnar í Grindavík. „Þau eru ekki hluti af björgunaraðgerðum þegar lögum samkvæmt höfum við bjargarskyldu við dýr sem eru í sjálfheldu eða hættu,“ segir hún. „Það er möguleiki á að hann sé þarna einhvers staðar,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir formaður Dýrfinnu. Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn málsins og staðfesti að hundur Magnúsar hafi verið með honum um borð þegar báturinn sökk. Einnig segir lögreglan að hann hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu, hefur heimildir fyrir því að hundurinn, sem er svartur púðlurakki og heitir Oddur, hafi verið í vesti þegar báturinn sökk. Hún segist ekki vita hvort um gæðabjörgunarvesti hafi verið að ræða en að það skipti ekki öllu vegna þess að púðluhundar séu vel syndir og báturinn hafi sokkið það skammt frá landi að hann hefði getað komist þangað jafnvel án vestis. Lífseigja hunda vanmetin Talsverður öldugangur var þegar slysið átti sér stað en Anna segir mannfólkið vanmeta hundana og hve lífseigir þeir eru. „Við í Dýrfinnnu höfum svo ótrúlega oft séð það að fólk afskrifar hunda strax. Hann er bara dauður. En hefðum við ekki komið inn í mörg mál hefðu margir hundar aldrei komið heim,“ segir hún. Anna segir að samkvæmt hennar heimildum að vestan hafi slysið gerst í 200 til 500 metra fjarlægð frá landi. Yst á Kópanesi er þó hvorki bílfært né manngengt. Þar að auki er ekkert símasamband þar heldur og því ekki hægt að kanna svæðið með flygildi. Hafi Odd rekið á lífi að ströndinni sé hann þó fastur í fjörunni vegna torfærs landslagsins og geti ekki aflað sér fæðu eða drykkjarvatns. Því sé björgunarglugginn afmarkaður við nokkra daga. Hún segir slöngubát frá björgunarsveitinni á Patreksfirði hafi farið einu sinni meðfram strandlengjunni og orðið var við aðskotahluti úr bátnum sem rekið hafði á land. Því sé ekki ólíklegt að rakkinn sé þar líka, hvort sem hann er lífs eða liðinn. Nokkurra daga gluggi Anna kallar eftir því að gerður verði út bátur daglega til að kemba strandlengjuna í leit að ummerkjum eftir Odd. Anna Margrét Áslaugardóttir er formaður Dýrfinnu.Dýrfinna „Það eru nokkrir dagar í viðbót þar sem þetta gæti komið í ljós. Svo er möguleikinn farinn,“ segir hún. Hún segir það fara fyrir brjóstið á sér hvað fólk sé tilbúið að afskrifa gæludýr hratt þegar slys gerast eða við náttúruhamfarir eins og jarðhræringarnar í Grindavík. „Þau eru ekki hluti af björgunaraðgerðum þegar lögum samkvæmt höfum við bjargarskyldu við dýr sem eru í sjálfheldu eða hættu,“ segir hún. „Það er möguleiki á að hann sé þarna einhvers staðar,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir formaður Dýrfinnu.
Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira