Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2025 23:14 Arnar Pétursson var dæmdur úr leik og sakaður um að hafa stytt sér leið. @arnarpeturs Jóna Þórey Pétursdóttir, varaþingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Samfylkinguna, tjáir sig í kvöld um brottvísun Arnars Péturssonar úr Íslandsmeistarahlaupinu í 10 kílómetra hlaupi í gærkvöldi. Jóna, sem er systir Arnars, byrjar pistil sinn á orðunum: „Nú er nóg komið.“ Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið. Hún segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Hún segir líka svívirðilegt að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð Jóna hrósar bróður sinum. „Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð fyrir venjulegt fólk sem kann að hafa miklað það fyrir sér að fara hlaupa eða hreyfa sig. Hann hefur lyft hlaupum í umræðunni á Íslandi og gert þau skemmtilegri og aðgengilegri og aukið áhuga fólks á frjálsum íþróttum,“ skrifaði Jóna. „Í gær var hann, óréttilega, dæmdur úr leik í gær þegar hann vann 10 km götuhlaup á vegum Ármanns og hefði átt að hljóta Íslandsmeistaratitil fyrir sigurinn. Enn dómari hélt nú ekki, heldur sagði - í lok hlaups - að hann hefði stigið “3 skref” út fyrir gangstéttina sem hlaupið var á, þegar um 6,5 km voru búnir af hlaupinu. Já, skrefin tók hann þegar 6,5 km voru búnir. Nei honum var ekki veitt viðvörun um leið. Heldur var hann látinn klára hlaupið og tilkynnt um niðurstöðuna þegar titillinn var kominn í hús eftir alla 10 km,“ skrifaði Jóna. Aðrir fóru líka út fyrir gangstéttina „Skrefin höfðu engin áhrif á stöðu hans eða annarra keppenda, og höfðu engin áhrif á vegalengdina sem hlaupin var. Hann komst ekki fram úr neinum með þessum skrefum, og fór ekki styttri leið en aðrir. Aðrir hlauparar, þar á meðal skráður sigurvegar skv. úrslitum hlaupsins, fóru líka út fyrir gangstéttina,“ skrifaði Jóna. „Í dag gaf Frjálsíþróttadeild Ármanns út yfirlýsingu, þar sem formaður, mótsstjóri o.fl. aðilar, fullyrða að hlaupari (Arnar) “stytti sér þar með leið” með skrefunum þremur út af gangstéttinni, og taka þar með afstöðu í málinu - ranga afstöðu,“ skrifaði Jóna. Svívirðilegt „Að félagið beiti sér gegn keppanda með þessum hætti, sem á augljóslega eftir að kæra dóminn og úrslit mótsins og fá niðurstöðu í því máli, er svívirðilegt. Keppandinn, er einstaklingur, sem þarf að verja hlut sinn þar sem allt er upp í móti. Staða keppanda í þessum aðstæðum er virkilega erfið þegar kemur að kæruleiðum,“ skrifaði Jóna. Það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34 Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Jóna, sem er systir Arnars, byrjar pistil sinn á orðunum: „Nú er nóg komið.“ Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið. Hún segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Hún segir líka svívirðilegt að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð Jóna hrósar bróður sinum. „Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð fyrir venjulegt fólk sem kann að hafa miklað það fyrir sér að fara hlaupa eða hreyfa sig. Hann hefur lyft hlaupum í umræðunni á Íslandi og gert þau skemmtilegri og aðgengilegri og aukið áhuga fólks á frjálsum íþróttum,“ skrifaði Jóna. „Í gær var hann, óréttilega, dæmdur úr leik í gær þegar hann vann 10 km götuhlaup á vegum Ármanns og hefði átt að hljóta Íslandsmeistaratitil fyrir sigurinn. Enn dómari hélt nú ekki, heldur sagði - í lok hlaups - að hann hefði stigið “3 skref” út fyrir gangstéttina sem hlaupið var á, þegar um 6,5 km voru búnir af hlaupinu. Já, skrefin tók hann þegar 6,5 km voru búnir. Nei honum var ekki veitt viðvörun um leið. Heldur var hann látinn klára hlaupið og tilkynnt um niðurstöðuna þegar titillinn var kominn í hús eftir alla 10 km,“ skrifaði Jóna. Aðrir fóru líka út fyrir gangstéttina „Skrefin höfðu engin áhrif á stöðu hans eða annarra keppenda, og höfðu engin áhrif á vegalengdina sem hlaupin var. Hann komst ekki fram úr neinum með þessum skrefum, og fór ekki styttri leið en aðrir. Aðrir hlauparar, þar á meðal skráður sigurvegar skv. úrslitum hlaupsins, fóru líka út fyrir gangstéttina,“ skrifaði Jóna. „Í dag gaf Frjálsíþróttadeild Ármanns út yfirlýsingu, þar sem formaður, mótsstjóri o.fl. aðilar, fullyrða að hlaupari (Arnar) “stytti sér þar með leið” með skrefunum þremur út af gangstéttinni, og taka þar með afstöðu í málinu - ranga afstöðu,“ skrifaði Jóna. Svívirðilegt „Að félagið beiti sér gegn keppanda með þessum hætti, sem á augljóslega eftir að kæra dóminn og úrslit mótsins og fá niðurstöðu í því máli, er svívirðilegt. Keppandinn, er einstaklingur, sem þarf að verja hlut sinn þar sem allt er upp í móti. Staða keppanda í þessum aðstæðum er virkilega erfið þegar kemur að kæruleiðum,“ skrifaði Jóna. Það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34 Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34
Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05