Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júlí 2025 07:48 Arnar Pétursson steig ekki feilspor á Akureyri. FRÍ Eftir að hafa verið dæmdur úr leik í Ármannshlaupinu í fyrradag hélt Arnar Pétursson sér innan brautarinnar í Akureyrarhlaupinu í gærkvöldi og hampaði Íslandsmeistaratitlinum í hálfmaraþoni. Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:09,33 klukkustund og varð Íslandsmeistari í karlaflokki. Degi áður hafði hann komið fyrstur í mark á Íslandsmótinu í tíu kílómetra götuhlaupi, en var dæmdur úr leik fyrir að stíga þrjú skref á gras utan brautarinnar. Stefáni Pálssyni var þá dæmdur Íslandsmeistaratitillinn. Sjá einnig: Stefán vann í stað Arnars Arnar var mjög ósáttur og fór mikinn þegar hann sagði sögu sína á Instagram eftir hlaupið í fyrradag. Hann gagnrýndi skort á girðingum og vandaði skipuleggjendum Ármannshlaupsins ekki kveðjurnar, sagði félagið „eiginlega ekki kunna að halda hlaup.“ Ármenningar svöruðu gagnrýni Arnars í gærkvöldi. Þar segir að reyndur hlaupari ætti að vita að hlaupið færi fram á göngustíg. Skipuleggjendum bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar hafi þannig þekkt reglurnar, en stigið út af brautinni. Arnar hélt áfram að skjóta skotum á Ármenninga í sögu sinni á Instagram eftir hálfmaraþonið á Akureyri í gær og sýndi annars vegar dæmi um hvernig á að girða brautir af og hins vegar dæmi um aðra hlaupara sem hafa stigið utanbrautar þegar slík girðing er ekki til staðar. „Hefur engin áhrif og allir halda áfram“ skrifaði Arnar á Instagram. Arnar sýndi dæmi þar sem aðrir hlauparar stigu utan brautar. skjáskot / @arnarpeturs Svívirðilegt segir systirin Systir Arnars, varaþingmaðurinn Jóna Þórey Pétursdóttur úr Suðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna, kom bróður sínum síðan til varnar seint í gærkvöldi. Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið og segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Svívirðilegt sé að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Sjá meira
Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:09,33 klukkustund og varð Íslandsmeistari í karlaflokki. Degi áður hafði hann komið fyrstur í mark á Íslandsmótinu í tíu kílómetra götuhlaupi, en var dæmdur úr leik fyrir að stíga þrjú skref á gras utan brautarinnar. Stefáni Pálssyni var þá dæmdur Íslandsmeistaratitillinn. Sjá einnig: Stefán vann í stað Arnars Arnar var mjög ósáttur og fór mikinn þegar hann sagði sögu sína á Instagram eftir hlaupið í fyrradag. Hann gagnrýndi skort á girðingum og vandaði skipuleggjendum Ármannshlaupsins ekki kveðjurnar, sagði félagið „eiginlega ekki kunna að halda hlaup.“ Ármenningar svöruðu gagnrýni Arnars í gærkvöldi. Þar segir að reyndur hlaupari ætti að vita að hlaupið færi fram á göngustíg. Skipuleggjendum bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar hafi þannig þekkt reglurnar, en stigið út af brautinni. Arnar hélt áfram að skjóta skotum á Ármenninga í sögu sinni á Instagram eftir hálfmaraþonið á Akureyri í gær og sýndi annars vegar dæmi um hvernig á að girða brautir af og hins vegar dæmi um aðra hlaupara sem hafa stigið utanbrautar þegar slík girðing er ekki til staðar. „Hefur engin áhrif og allir halda áfram“ skrifaði Arnar á Instagram. Arnar sýndi dæmi þar sem aðrir hlauparar stigu utan brautar. skjáskot / @arnarpeturs Svívirðilegt segir systirin Systir Arnars, varaþingmaðurinn Jóna Þórey Pétursdóttur úr Suðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna, kom bróður sínum síðan til varnar seint í gærkvöldi. Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið og segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Svívirðilegt sé að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Sjá meira