Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júlí 2025 00:15 Gísli Már Gíslason, prófessor emirítur í líffræði. vísir Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. Gísli var til viðtals í Reykjavík síðdegis um lúsmý og önnur skordýramál eins og gjarnan, og ræddi þar varginn sem herjar á landann þetta sumar eins og venjan hefur verið undanfarin áratug. Hann segir að ekkert sé staðfest um það hvernig lúsmýið barst til landsins fyrir tíu árum, en alls konar sögur hafi heyrst, til dæmis um timbursendingu að Grundartanga í Hvalfirði. Tegundin finnst ekki í Færeyjum Gísli segir að á Íslandi séu sjö tegundir af lúsmý, en þar af sé aðeins ein sem bítur spendýr, og þar af leiðandi menn. Þessi tegund sé til í Skotlandi, og í Norður-Evrópu og nái austur til Rússlands. Þessa tegund sé hins vegar ekki að finna í Færeyjum. „Í Færeyjum eru tvær lúsmýstegundir sem bíta spendýr, og þar með menn, og á Norðurlöndunum eru þær fleiri. Það eru held ég þúsund tegundir í þessari ætt, lúsmýstegundinni.“ Gísli segir að erfitt sé að greina bit frá lúsmý og bitmý í sundur. „En ef þú veist hvar þú varst bitinn, þá áttu nú að geta gert það, ef þú ert bitinn innandyra, sérstaklega á nóttunni þegar þú sefur, þá er það lúsmý.“ „Þú getur líka verið bitinn af lúsmý utandyra, en þá sérðu varla fluguna, allt í einu sérðu bara að þú ert farinn að roðna á handabökum, andliti og annars staðar,“ segir hann. „En ef flugurnar eru svona tíu millimetrar á lengd eða tólf, sækja í andlitið og bert hold, þá er það venjulega bitmý.“ Gísli segir að kvendýrin séu þau sem bíta af lúsmýinu. Þær þurfi blóð með prótíni til að geta þroskað egg. Svo verpi þær venjulega í votlendi og lifi svo hugsanlega á litlum þráðormum eða einhverju slíku. Rannsakendur hafi verið að leita að uppeldisstöðvum mýsins en það hafi ekki tekist að finna þær. „Við settum gildrur yfir votlendið, tjarnir og læki, og það var bara á einum stað þar sem við veiddum held ég eina flugu, og það var úr volgum affallslæk í Kjósinni.“ „Það sem þekkt er með aðrar tegundir, þá eru þær oft í kringum fjóshauga, svínabú í Danmörku, þessi litlu fjárhús sem Færeyingar eru með, þetta er oft í kringum það. Okkur grunar að þetta gæti hugsanlega verið að koma úr afrennsli af rotþróm eða gripahúsum, en okkur hefur ekki tekist að finna þær,“ segir Gísli. Þá þrífist þær einnig í skóglendi og kjarrlendi, þar sé fólk fyrst og fremst bitið. Í sumarhúsabyggðum þar sem fólk er með kjarr í kringum sig. „Þar er líka mesta skjólið, þær þola ekki vind.“ Gísli segir að með tímanum myndi maður þol gegn bitunum. „Fyrstu árin sem ég var bitinn þarna í Kjósinni þá bólgnaði ég allur upp. Núna hef ég talið yfir hundrað bit á handabakinu á mér án þess að ég bólgni nokkuð.“ Annars geti reynst vel að hafa viftur í svefnherbergjum, og þá virki skordýrafælur einnig mjög vel. Lúsmý Skordýr Dýr Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Gísli var til viðtals í Reykjavík síðdegis um lúsmý og önnur skordýramál eins og gjarnan, og ræddi þar varginn sem herjar á landann þetta sumar eins og venjan hefur verið undanfarin áratug. Hann segir að ekkert sé staðfest um það hvernig lúsmýið barst til landsins fyrir tíu árum, en alls konar sögur hafi heyrst, til dæmis um timbursendingu að Grundartanga í Hvalfirði. Tegundin finnst ekki í Færeyjum Gísli segir að á Íslandi séu sjö tegundir af lúsmý, en þar af sé aðeins ein sem bítur spendýr, og þar af leiðandi menn. Þessi tegund sé til í Skotlandi, og í Norður-Evrópu og nái austur til Rússlands. Þessa tegund sé hins vegar ekki að finna í Færeyjum. „Í Færeyjum eru tvær lúsmýstegundir sem bíta spendýr, og þar með menn, og á Norðurlöndunum eru þær fleiri. Það eru held ég þúsund tegundir í þessari ætt, lúsmýstegundinni.“ Gísli segir að erfitt sé að greina bit frá lúsmý og bitmý í sundur. „En ef þú veist hvar þú varst bitinn, þá áttu nú að geta gert það, ef þú ert bitinn innandyra, sérstaklega á nóttunni þegar þú sefur, þá er það lúsmý.“ „Þú getur líka verið bitinn af lúsmý utandyra, en þá sérðu varla fluguna, allt í einu sérðu bara að þú ert farinn að roðna á handabökum, andliti og annars staðar,“ segir hann. „En ef flugurnar eru svona tíu millimetrar á lengd eða tólf, sækja í andlitið og bert hold, þá er það venjulega bitmý.“ Gísli segir að kvendýrin séu þau sem bíta af lúsmýinu. Þær þurfi blóð með prótíni til að geta þroskað egg. Svo verpi þær venjulega í votlendi og lifi svo hugsanlega á litlum þráðormum eða einhverju slíku. Rannsakendur hafi verið að leita að uppeldisstöðvum mýsins en það hafi ekki tekist að finna þær. „Við settum gildrur yfir votlendið, tjarnir og læki, og það var bara á einum stað þar sem við veiddum held ég eina flugu, og það var úr volgum affallslæk í Kjósinni.“ „Það sem þekkt er með aðrar tegundir, þá eru þær oft í kringum fjóshauga, svínabú í Danmörku, þessi litlu fjárhús sem Færeyingar eru með, þetta er oft í kringum það. Okkur grunar að þetta gæti hugsanlega verið að koma úr afrennsli af rotþróm eða gripahúsum, en okkur hefur ekki tekist að finna þær,“ segir Gísli. Þá þrífist þær einnig í skóglendi og kjarrlendi, þar sé fólk fyrst og fremst bitið. Í sumarhúsabyggðum þar sem fólk er með kjarr í kringum sig. „Þar er líka mesta skjólið, þær þola ekki vind.“ Gísli segir að með tímanum myndi maður þol gegn bitunum. „Fyrstu árin sem ég var bitinn þarna í Kjósinni þá bólgnaði ég allur upp. Núna hef ég talið yfir hundrað bit á handabakinu á mér án þess að ég bólgni nokkuð.“ Annars geti reynst vel að hafa viftur í svefnherbergjum, og þá virki skordýrafælur einnig mjög vel.
Lúsmý Skordýr Dýr Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31