Sport

Þóttist vera með krabba­mein með iPhone snúru upp í nefinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
DJ Carey var hurling hetja en hér sést hann í golfi fyrir nokkrum árum og svo með iPhone snúruna í nefinu.
DJ Carey var hurling hetja en hér sést hann í golfi fyrir nokkrum árum og svo með iPhone snúruna í nefinu. Getty/Ramsey Cardy

DJ Carey var þjóðarhetja á Írlandi eftir afrek sín á íþróttasviðinu en nú hefur hann viðurkennt fjársvik og beðið mikinn álitshnekki í heimalandinu.

Hinn 54 ára gamli Carey hafði pening af fólki í næstum áratug með því að þykjast vera með krabbamein.

Hann var kærður fyrir tíu mismunandi fjársvik og játaði sök fyrir dómstól í Dublin. Breskir fjölmiðlar segja frá en líka Sportbladet.

Á árinum 2014 til 2022 fékk hann fólk til að gefa honum pening vegna erfiðar baráttu hans við krabbamein.

Myndin af DJ Carey með iPhone snúruna upp í nefinu.Sportbladet

Carey falsaði myndir á samfélagsmiðlum sem sýndi veikindi hans og sendi þau fólki til að sníkja pening. Hann sést þar liggja í rúmi með slöngu upp í nefið. Þessi slanga var víst iPhone snúra sem hann límdi við nefið sitt.

Einn af þeim sem hann plataði til að gefa sér pening var milljarðamæringurinn Denis O’Brien.

Carey er laus gegn tryggingu en dómurinn gegn honum mun falla 29. október næstkomandi.

Carey viðurkenndi fyrir dómara að hafa þóst vera með krabbamein en lagði áherslu á það að hann hafi glímt við annars konar heilsuvandamál á þessum tíma. Þar á meðal var hann að eiga við hjartavandmál.

DJ Carey var mikil íþróttastjarna á Írlandi. Hann varð fimm sinnum Írlandsmeistari og var níu sinnum valinn í stjörnuliðið.

Carey keppti í hurling sem er hópíþrótt af keltneskum uppruna sem spiluð er utan dyra með spýtum og kúlu. Hurling er ein af þjóðaríþróttum Írlands en ekki mikið spiluð í öðrum löndum heimsins.

Carey hafði áður komið sér í fréttirnar vegna mikilli fjárhagsvandræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×