Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júlí 2025 08:59 Á myndinni má sjá hversu hátt askan reis í kjölfar eldgossins. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð. Vísir/EPA Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Lewotobi Laki Laki í Indónesíu. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð og kastaðist yfir nærliggjandi þorp. Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum. Í frétt AP kemur fram að eldfjallið hafi verið skilgreint á hæsta stigi og verið á neyðarstigi frá 18. júní og skilgreint hættusvæði verið um sjö kílómetrar í kringum fjallið. Í frétt AP segir einnig að Jarðfræðistofnun Indónesíu hafi greint frá því að aska með steinum og hrauni hafi runnið niður um fimm kílómetra niður fjallið á meðan eldgosið varði. Myndbönd úr drónum sýndu að hraun fyllti gíg eldfjallsins sem gæfi til kynna að virknin næði djúpt niður og hrinti af stað jarðskjálftum. Aska hefur ekki náð svo hátt til himins síðan stórt eldgos varð í fjallinu í nóvember 2024. Þá létust níu manns og tugir slösuðust. Síðasta eldgos í fjallinu varð í mars. Fjallið er í suðausturhluta eyjunnar Flores á Indónesíu. Vísir/EPA Haft er eftir Muhammad Wafid, yfirmanni Jarðfræðistofnunarinnar, að líkurnar á hættu verði meiri við svo stórt eldgos auk þess sem líkurnar verði meiri á að eldgosið gæti haft áhrif á flugumferð. „Við munum endurmeta þörfina á að stækka hættusvæðið þar sem þarf að rýma þorp og stöðva ferðaþjónustu,“ sagði Wafid í samtali við AP. Virkt eldfjallasvæði Í kjölfar eldgoss snemma á síðasta ári þurftu um 6.500 manns að yfirgefa eyjuna auk þess sem flugvelli hennar var lokað. Hann hefur verið lokaður síðan vegna mikillar virkni í eldfjallinu. Fjallið er 1.584 metrar á hæð og er tvíburaeldfjall Lewotobi Perempuan í Flores Timur. Eldgosið sem hófst í morgun er eitt það stærsta í Indónesíu frá 2010 þegar eldfjallið Merapi gaus á eyjunni Java. Þá létust 353 auk þess sem það þurfti að rýma 3.500 manns af eyjunni. Um 280 milljónir manns búa á Indónesíu sem er eyjaklasi. Um 120 virk eldfjöll eru á eyjunum og er svæðið eitt það virkasta í heiminum. Indónesía Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19 Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Í frétt AP kemur fram að eldfjallið hafi verið skilgreint á hæsta stigi og verið á neyðarstigi frá 18. júní og skilgreint hættusvæði verið um sjö kílómetrar í kringum fjallið. Í frétt AP segir einnig að Jarðfræðistofnun Indónesíu hafi greint frá því að aska með steinum og hrauni hafi runnið niður um fimm kílómetra niður fjallið á meðan eldgosið varði. Myndbönd úr drónum sýndu að hraun fyllti gíg eldfjallsins sem gæfi til kynna að virknin næði djúpt niður og hrinti af stað jarðskjálftum. Aska hefur ekki náð svo hátt til himins síðan stórt eldgos varð í fjallinu í nóvember 2024. Þá létust níu manns og tugir slösuðust. Síðasta eldgos í fjallinu varð í mars. Fjallið er í suðausturhluta eyjunnar Flores á Indónesíu. Vísir/EPA Haft er eftir Muhammad Wafid, yfirmanni Jarðfræðistofnunarinnar, að líkurnar á hættu verði meiri við svo stórt eldgos auk þess sem líkurnar verði meiri á að eldgosið gæti haft áhrif á flugumferð. „Við munum endurmeta þörfina á að stækka hættusvæðið þar sem þarf að rýma þorp og stöðva ferðaþjónustu,“ sagði Wafid í samtali við AP. Virkt eldfjallasvæði Í kjölfar eldgoss snemma á síðasta ári þurftu um 6.500 manns að yfirgefa eyjuna auk þess sem flugvelli hennar var lokað. Hann hefur verið lokaður síðan vegna mikillar virkni í eldfjallinu. Fjallið er 1.584 metrar á hæð og er tvíburaeldfjall Lewotobi Perempuan í Flores Timur. Eldgosið sem hófst í morgun er eitt það stærsta í Indónesíu frá 2010 þegar eldfjallið Merapi gaus á eyjunni Java. Þá létust 353 auk þess sem það þurfti að rýma 3.500 manns af eyjunni. Um 280 milljónir manns búa á Indónesíu sem er eyjaklasi. Um 120 virk eldfjöll eru á eyjunum og er svæðið eitt það virkasta í heiminum.
Indónesía Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19 Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna. 18. apríl 2024 10:19
Fundu níu lík til viðbótar á Marapi Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 5. desember 2023 16:39